Fleiri fréttir Man ekki eftir svo alvarlegu broti Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir mál mæðgna sem var vísað úr félaginu það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Mæðgurnar sæta fimmtán ára brottvísun, meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. 30.1.2022 09:31 Sprengisandur: Orkumálin, Rússland og Úkraína og verðbólguhorfur Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson byrjar á því að ræða við Eddu Sif Pind Aradóttur sem fer fyrir Carbfix verkefninu þar sem koltvísýringur er fangaður úr andrúmsloftinu og dælt niður í jörðina. Verkefnið hefur vakið mikla athygli á heimsvísu. 30.1.2022 09:00 Fór úr axlarlið í líkamsárás Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás á fyrsta tímanum í nótt í miðbæ Reykjavíkur. Tilkynnt var um mann sem hrinti stúlku þannig að hún féll aftur fyrir sig og mann sem kýldur var í andlitið. 30.1.2022 07:23 Ók á brott eftir að hafa ekið á konu Lögregla var kölluð út á sjötta tímanum í gærkvöldi eftir að ekið hafði verið á konu við verslanir í Garðabæ. Ökumaðurinn sem ók á konunna sagðist eftir slysið ætla að leggja bílnum í stæði og kanna skemmdir en ók þess í stað á brott og yfirgaf vettvang. 30.1.2022 07:14 Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29.1.2022 23:17 Gagnrýnir harðlega atburðarás í máli hjúkrunarfræðings Tómas Guðbjartsson læknir segir illskiljanlegt að atburðarás í máli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings, sem sýknuð var af ákæru um gáleysi í starfi, hafi raungerst. Heilbrigðisstarfsfólk standi illa að vígi og sé jafnan óvarið fyrir óvæginni umfjöllun. 29.1.2022 22:23 Tveir með stóra vinninginn Tveir ljónheppnir lottóspilarar unnu fyrsta vinning í kvöld og skipta vinningsupphæðinni því á milli sín. Upphæðin hefur oft verið stærri en hvor vinningshafi fær þó rúmlega 4,7 milljónir í sinn hlut. 29.1.2022 21:10 Vél frá Búdapest lent í Skotlandi vegna veiks farþega Flugvél á leið frá Búdapest til Keflavíkur var lent í Aberdeen í Skotlandi fyrr í kvöld vegna veiks farþega. Fjölmargir Íslendingar eru um borð á leið af EM en flugvélin var á vegum Wizz Air. 29.1.2022 20:33 Skör í Hvammi mjólkaði um fjórtán þúsund lítra 2021 Kýrin Skör á bænum Hvammi í Ölfusi er engin venjuleg kýr því hún mjólkar mest allra kúa á Íslandi, eða tæplega 14 þúsund lítra á nýliðinu ári. Skör er gæf og góð kýr, sem á von á sínum fjórða kálfi í vor. 29.1.2022 20:03 Covid smitaðir sem koma á spítalann út af öðru stærsta áskorunin Stærsta áskorun Landspítala verður að sinna þeim sjúklingum sem eru með Covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. Þetta segir verkefnastjóri farsóttanefndar sem óttast að spítalinn lendi í vandræðum ef starfsfólk smitast í hrönnum. 29.1.2022 18:31 Svarar Kolbrúnu Bergþórsdóttur fullum hálsi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segist hafa hlegið upphátt við lesturs nýlegs leiðara Kolbrúnar Bergþórsdóttur blaðamanns. Í pistlinum segir Kolbrún forystumenn meirihluta borgarstjórnar daufa og litlausa í skugga borgarstjóra. 29.1.2022 18:29 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stærsta áskorun Landspítala verður að sinna þeim sjúklingum sem eru með Covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. Þetta segir verkefnastjóri farsóttanefndar sem óttast að spítalinn lendi í vandræðum ef starfsfólk smitast í hrönnum. Við ræðum við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö. 29.1.2022 18:13 Jafnaðarmenn útiloka ekki samruna Ungir jafnaðarmenn kalla eftir auknu samstarfi milli stjórnmálaflokka á vinstri væng. Formaður vill ekki ganga svo langt að segja að samruni Ungra jafnaðarmanna og annarra ungliðahreyfinga sé í kortunum en aldrei sé að vita hvað framtíðin beri í skauti sér. 29.1.2022 17:45 Björgunarsveitir aðstoðuðu vélarvana bát Björgunarsveitir hafa sinnt þremur útköllum það sem af er degi og þurfti björgunarskipið Björg meðal annars að aðstoða vélarvana bát norður af Rifi. 29.1.2022 17:06 Varaborgarfulltrúi hættir vegna ásakana um kynferðisofbeldi Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur sagt sig frá störfum fyrir borgarstjórn vegna ásakana sem komið hafa fram um kynferðisofbeldi. 29.1.2022 16:53 Strætó tekur vel í hugmyndir um frestun bílprófs Flest ungmenni bíða ekki lengi með það að taka bílprófið þegar þau fá aldur til. Nú gæti sá möguleiki komið upp að hægt verði að fresta töku bílprófs um þrjú ár og fá í staðinn árskort í Strætó. 29.1.2022 14:32 Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29.1.2022 14:19 Strandamenn fagna hækkandi sól Strandamenn ætla að fagna því um helgina að þeir séu farnir að sjá sólina rísa með vaxandi ljósi. Það gera þeir með söng, kveðskap, sögum, spjalli og almennu æðruleysi alla helgina. 29.1.2022 13:01 „Þetta er spennandi og stórt verkefni“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur verið orðuð við formannsstöðu SÁÁ eftir afsögn Einars Hermannssonar í vikunni. Hún staðfestir að aðilar innan samtakanna hafi komið að máli við sig varðandi formannsstöðuna. 29.1.2022 12:07 „Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29.1.2022 12:01 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. Við ræðum við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 29.1.2022 11:51 Óttast frekari hækkun verðbólgu Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. 29.1.2022 11:00 1.186 greindust smitaðir af veirunni innanlands 1.186 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og sautján á landamærunum. Alls voru 531 í sóttkví. 29.1.2022 09:15 Viðtengingarháttur í útrýmingarhættu Viðtengingarháttur er á gríðarlegu undanhaldi í íslensku og gæti hreinlega verið horfinn úr íslensku á þessari öld. Svo virðist sem lestur og áhorf barna á enskt efni hafi hraðað þessari þróun. 29.1.2022 09:02 Hákon Gunnarsson í 1.-2. sæti hjá Samfylkingunni í Kópavogi Hákon Gunnarsson hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í forvali Samfylkingarinnar í forvali fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor og gefur hann kost á sér í 1.-2. sæti. 29.1.2022 08:18 Keyrði réttindalaus á fyrirtækjabíl Ökumaður var stöðvaður í Garðabæ í nótt og reyndist hann hafa verið sviptur ökuréttindum. Í ljós kom að hann var að keyra bíl í eigu fyrirtækis og lagði lögregla hald á lykla bílsins. 29.1.2022 07:29 Tveir skjálftar yfir þremur mældust norður af landinu í nótt Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust norður af landinu í nótt. Sá fyrri varð klukkan 2:35 og sá síðari klukkan 2:40. 29.1.2022 07:18 Þessar afléttingar tóku gildi á miðnætti Breytingar á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti og gilda til og með 24. febrúar næstkomandi. Meðal stærstu breytinga er að hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman er nú fimmtíu manns í stað tíu og tekin er upp eins metra nálægðarregla í stað tveggja metra reglu. 29.1.2022 00:00 Frelsissvipti og beitti kynferðisofbeldi að loknum húsfundi Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar og fyrir að hafa frelsissvipt konu í íbúð sinni. Maðurinn var nágranni brotaþola og hann veittist að konunni að loknum húsfundi. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í vikunni. 28.1.2022 22:36 „Ég hef ekki klippt mig í tvö ár“ Leikarar fagna afléttingum á sóttvarnatakmörkunum en nú mega allt að fimm hundruð leikhúsgestir mæta á leiksýningar. 28.1.2022 21:09 Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28.1.2022 20:30 Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28.1.2022 18:59 Tomasz gengst við ásökunum Tomasz Þór Veruson fjallagarpur hefur nú gengist við ásökunum um ofbeldi. Hann segist hafa beðið þolendur afsökunar og kveðst hafa verið á vondum stað andlega en taki þó fulla ábyrgð á hegðun sinni. 28.1.2022 18:24 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stórt skref í átt að afnámi sóttvarnaaðgerða verður stigið á miðnætti þegar fimmtíu manns mega koma saman, nándarregla verður einn metri og opna má skemmtistaði á ný. Allar innanlandsaðgerðir vegna kórónuveirunnar gætu heyrt sögunni til um miðjan mars. 28.1.2022 18:03 Hætta við frekari lokanir á heitu vatni Veitur hafa hætt við að ráðast í frekari lokanir fyrir heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu. Vel hefur gengið að koma framleiðslu á heitu vatni í gang en bilun kom upp í Nesjavallavirkjun fyrr í dag. 28.1.2022 17:39 Skora á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis Forsvarsmenn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skora á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Félagið tekur undir áhyggjur Fangavarðafélags Íslands um að ástandið í fangelsum landsins þarfnist umbóta. 28.1.2022 16:39 Aðeins þrjár vikur á milli bólusetninga Aðeins þrjár vikur verða látnar líða á milli fyrri og seinni bólusetningar hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára gegn kórónuveirunnar vegna mikillar útbreiðslu veirunnar. Seinni bólusetning grunnskólabarna á höfuðborgarsvæðinu hefst eftir helgina. 28.1.2022 16:01 Þórður í Skógum látinn Þórður Tómasson í Skógum undir Eyjafjöllum er látinn. Hann lést í gær, 100 ára að aldri. 28.1.2022 15:19 Öxnadalsheiðin er lokuð Öxnadalsheiðin er lokuð vegna slæms veðurs. Bílar hafa farið út af í dag og flutningabíll hefur nú lokað veginum eftir óhapp. 28.1.2022 14:50 Eigi að vera tilbúin að aflétta fyrr ef við á „Ég held að þetta sé varfærið og skiljanlegt fyrsta skref og við höfum svo fyrirsjáanleikann í því að geta afléttað hér öllu um miðjan mars ef allt gengur að óskum. Við höfum alltaf í huga að geta aflétt fyrr ef staðan þróast þannig, við verðum bara að meta þetta jöfnum höndum,“ 28.1.2022 14:36 Jóhannes aftur sakfelldur fyrir nauðgun á nuddstofu Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson var í dag sakfelldur af ákæru um að hafa nauðgað konu á nuddstofu hans árið 2012. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Jóhannes Tryggvi er sakfelldur í sambærilegum málum. 28.1.2022 14:13 Loka fyrir heitt vatn í hluta Kópavogs og Garðabæjar vegna bilunar Heildarframleiðslugeta á heitu vatni fyrir hitaveitu höfuðborgarsvæðisins er skert um 30% vegna bilunar í Nesjavallavirkjun. Engin framleiðsla er á vatni á Nesjavöllum eins og stendur. 28.1.2022 14:06 Hanna Björg biðst afsökunar á frammistöðu sinni í Kastljósi Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, hefur beðist afsökunar á því að hafa staðið sig illa í Kastljósþætti gærkvöldsins, sem sýndur var á RÚV. Þar mættust þær Siggríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur, og ræddu kynfræðslu í skólum. 28.1.2022 13:38 Vonar að útbreidd smit veiti góða vörn fyrir nýjum afbrigðum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að öllum sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi innanlands verði búið að aflétta um miðjan marsmánuð. Hann segir að mikilvægt sé að taka smá skref í afléttingum svo ekki komi of stórt bakslag. 28.1.2022 13:20 Verðbólgan kalli á umbyltingu í húsnæðismálum Forseti Alþýðusambandsins segir mikla hækkun verðbólgu að undanförnu renna frekari stoðum undir breytta stefnu í húsnæðismálum. Byggja þurfi fyrir vinnandi fólk en ekki vertaka. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. 28.1.2022 13:15 Sjá næstu 50 fréttir
Man ekki eftir svo alvarlegu broti Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir mál mæðgna sem var vísað úr félaginu það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Mæðgurnar sæta fimmtán ára brottvísun, meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. 30.1.2022 09:31
Sprengisandur: Orkumálin, Rússland og Úkraína og verðbólguhorfur Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson byrjar á því að ræða við Eddu Sif Pind Aradóttur sem fer fyrir Carbfix verkefninu þar sem koltvísýringur er fangaður úr andrúmsloftinu og dælt niður í jörðina. Verkefnið hefur vakið mikla athygli á heimsvísu. 30.1.2022 09:00
Fór úr axlarlið í líkamsárás Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás á fyrsta tímanum í nótt í miðbæ Reykjavíkur. Tilkynnt var um mann sem hrinti stúlku þannig að hún féll aftur fyrir sig og mann sem kýldur var í andlitið. 30.1.2022 07:23
Ók á brott eftir að hafa ekið á konu Lögregla var kölluð út á sjötta tímanum í gærkvöldi eftir að ekið hafði verið á konu við verslanir í Garðabæ. Ökumaðurinn sem ók á konunna sagðist eftir slysið ætla að leggja bílnum í stæði og kanna skemmdir en ók þess í stað á brott og yfirgaf vettvang. 30.1.2022 07:14
Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29.1.2022 23:17
Gagnrýnir harðlega atburðarás í máli hjúkrunarfræðings Tómas Guðbjartsson læknir segir illskiljanlegt að atburðarás í máli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings, sem sýknuð var af ákæru um gáleysi í starfi, hafi raungerst. Heilbrigðisstarfsfólk standi illa að vígi og sé jafnan óvarið fyrir óvæginni umfjöllun. 29.1.2022 22:23
Tveir með stóra vinninginn Tveir ljónheppnir lottóspilarar unnu fyrsta vinning í kvöld og skipta vinningsupphæðinni því á milli sín. Upphæðin hefur oft verið stærri en hvor vinningshafi fær þó rúmlega 4,7 milljónir í sinn hlut. 29.1.2022 21:10
Vél frá Búdapest lent í Skotlandi vegna veiks farþega Flugvél á leið frá Búdapest til Keflavíkur var lent í Aberdeen í Skotlandi fyrr í kvöld vegna veiks farþega. Fjölmargir Íslendingar eru um borð á leið af EM en flugvélin var á vegum Wizz Air. 29.1.2022 20:33
Skör í Hvammi mjólkaði um fjórtán þúsund lítra 2021 Kýrin Skör á bænum Hvammi í Ölfusi er engin venjuleg kýr því hún mjólkar mest allra kúa á Íslandi, eða tæplega 14 þúsund lítra á nýliðinu ári. Skör er gæf og góð kýr, sem á von á sínum fjórða kálfi í vor. 29.1.2022 20:03
Covid smitaðir sem koma á spítalann út af öðru stærsta áskorunin Stærsta áskorun Landspítala verður að sinna þeim sjúklingum sem eru með Covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. Þetta segir verkefnastjóri farsóttanefndar sem óttast að spítalinn lendi í vandræðum ef starfsfólk smitast í hrönnum. 29.1.2022 18:31
Svarar Kolbrúnu Bergþórsdóttur fullum hálsi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segist hafa hlegið upphátt við lesturs nýlegs leiðara Kolbrúnar Bergþórsdóttur blaðamanns. Í pistlinum segir Kolbrún forystumenn meirihluta borgarstjórnar daufa og litlausa í skugga borgarstjóra. 29.1.2022 18:29
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stærsta áskorun Landspítala verður að sinna þeim sjúklingum sem eru með Covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. Þetta segir verkefnastjóri farsóttanefndar sem óttast að spítalinn lendi í vandræðum ef starfsfólk smitast í hrönnum. Við ræðum við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö. 29.1.2022 18:13
Jafnaðarmenn útiloka ekki samruna Ungir jafnaðarmenn kalla eftir auknu samstarfi milli stjórnmálaflokka á vinstri væng. Formaður vill ekki ganga svo langt að segja að samruni Ungra jafnaðarmanna og annarra ungliðahreyfinga sé í kortunum en aldrei sé að vita hvað framtíðin beri í skauti sér. 29.1.2022 17:45
Björgunarsveitir aðstoðuðu vélarvana bát Björgunarsveitir hafa sinnt þremur útköllum það sem af er degi og þurfti björgunarskipið Björg meðal annars að aðstoða vélarvana bát norður af Rifi. 29.1.2022 17:06
Varaborgarfulltrúi hættir vegna ásakana um kynferðisofbeldi Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur sagt sig frá störfum fyrir borgarstjórn vegna ásakana sem komið hafa fram um kynferðisofbeldi. 29.1.2022 16:53
Strætó tekur vel í hugmyndir um frestun bílprófs Flest ungmenni bíða ekki lengi með það að taka bílprófið þegar þau fá aldur til. Nú gæti sá möguleiki komið upp að hægt verði að fresta töku bílprófs um þrjú ár og fá í staðinn árskort í Strætó. 29.1.2022 14:32
Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29.1.2022 14:19
Strandamenn fagna hækkandi sól Strandamenn ætla að fagna því um helgina að þeir séu farnir að sjá sólina rísa með vaxandi ljósi. Það gera þeir með söng, kveðskap, sögum, spjalli og almennu æðruleysi alla helgina. 29.1.2022 13:01
„Þetta er spennandi og stórt verkefni“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur verið orðuð við formannsstöðu SÁÁ eftir afsögn Einars Hermannssonar í vikunni. Hún staðfestir að aðilar innan samtakanna hafi komið að máli við sig varðandi formannsstöðuna. 29.1.2022 12:07
„Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29.1.2022 12:01
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. Við ræðum við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 29.1.2022 11:51
Óttast frekari hækkun verðbólgu Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. 29.1.2022 11:00
1.186 greindust smitaðir af veirunni innanlands 1.186 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og sautján á landamærunum. Alls voru 531 í sóttkví. 29.1.2022 09:15
Viðtengingarháttur í útrýmingarhættu Viðtengingarháttur er á gríðarlegu undanhaldi í íslensku og gæti hreinlega verið horfinn úr íslensku á þessari öld. Svo virðist sem lestur og áhorf barna á enskt efni hafi hraðað þessari þróun. 29.1.2022 09:02
Hákon Gunnarsson í 1.-2. sæti hjá Samfylkingunni í Kópavogi Hákon Gunnarsson hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í forvali Samfylkingarinnar í forvali fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor og gefur hann kost á sér í 1.-2. sæti. 29.1.2022 08:18
Keyrði réttindalaus á fyrirtækjabíl Ökumaður var stöðvaður í Garðabæ í nótt og reyndist hann hafa verið sviptur ökuréttindum. Í ljós kom að hann var að keyra bíl í eigu fyrirtækis og lagði lögregla hald á lykla bílsins. 29.1.2022 07:29
Tveir skjálftar yfir þremur mældust norður af landinu í nótt Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust norður af landinu í nótt. Sá fyrri varð klukkan 2:35 og sá síðari klukkan 2:40. 29.1.2022 07:18
Þessar afléttingar tóku gildi á miðnætti Breytingar á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti og gilda til og með 24. febrúar næstkomandi. Meðal stærstu breytinga er að hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman er nú fimmtíu manns í stað tíu og tekin er upp eins metra nálægðarregla í stað tveggja metra reglu. 29.1.2022 00:00
Frelsissvipti og beitti kynferðisofbeldi að loknum húsfundi Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar og fyrir að hafa frelsissvipt konu í íbúð sinni. Maðurinn var nágranni brotaþola og hann veittist að konunni að loknum húsfundi. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í vikunni. 28.1.2022 22:36
„Ég hef ekki klippt mig í tvö ár“ Leikarar fagna afléttingum á sóttvarnatakmörkunum en nú mega allt að fimm hundruð leikhúsgestir mæta á leiksýningar. 28.1.2022 21:09
Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28.1.2022 20:30
Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28.1.2022 18:59
Tomasz gengst við ásökunum Tomasz Þór Veruson fjallagarpur hefur nú gengist við ásökunum um ofbeldi. Hann segist hafa beðið þolendur afsökunar og kveðst hafa verið á vondum stað andlega en taki þó fulla ábyrgð á hegðun sinni. 28.1.2022 18:24
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stórt skref í átt að afnámi sóttvarnaaðgerða verður stigið á miðnætti þegar fimmtíu manns mega koma saman, nándarregla verður einn metri og opna má skemmtistaði á ný. Allar innanlandsaðgerðir vegna kórónuveirunnar gætu heyrt sögunni til um miðjan mars. 28.1.2022 18:03
Hætta við frekari lokanir á heitu vatni Veitur hafa hætt við að ráðast í frekari lokanir fyrir heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu. Vel hefur gengið að koma framleiðslu á heitu vatni í gang en bilun kom upp í Nesjavallavirkjun fyrr í dag. 28.1.2022 17:39
Skora á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis Forsvarsmenn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skora á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Félagið tekur undir áhyggjur Fangavarðafélags Íslands um að ástandið í fangelsum landsins þarfnist umbóta. 28.1.2022 16:39
Aðeins þrjár vikur á milli bólusetninga Aðeins þrjár vikur verða látnar líða á milli fyrri og seinni bólusetningar hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára gegn kórónuveirunnar vegna mikillar útbreiðslu veirunnar. Seinni bólusetning grunnskólabarna á höfuðborgarsvæðinu hefst eftir helgina. 28.1.2022 16:01
Þórður í Skógum látinn Þórður Tómasson í Skógum undir Eyjafjöllum er látinn. Hann lést í gær, 100 ára að aldri. 28.1.2022 15:19
Öxnadalsheiðin er lokuð Öxnadalsheiðin er lokuð vegna slæms veðurs. Bílar hafa farið út af í dag og flutningabíll hefur nú lokað veginum eftir óhapp. 28.1.2022 14:50
Eigi að vera tilbúin að aflétta fyrr ef við á „Ég held að þetta sé varfærið og skiljanlegt fyrsta skref og við höfum svo fyrirsjáanleikann í því að geta afléttað hér öllu um miðjan mars ef allt gengur að óskum. Við höfum alltaf í huga að geta aflétt fyrr ef staðan þróast þannig, við verðum bara að meta þetta jöfnum höndum,“ 28.1.2022 14:36
Jóhannes aftur sakfelldur fyrir nauðgun á nuddstofu Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson var í dag sakfelldur af ákæru um að hafa nauðgað konu á nuddstofu hans árið 2012. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Jóhannes Tryggvi er sakfelldur í sambærilegum málum. 28.1.2022 14:13
Loka fyrir heitt vatn í hluta Kópavogs og Garðabæjar vegna bilunar Heildarframleiðslugeta á heitu vatni fyrir hitaveitu höfuðborgarsvæðisins er skert um 30% vegna bilunar í Nesjavallavirkjun. Engin framleiðsla er á vatni á Nesjavöllum eins og stendur. 28.1.2022 14:06
Hanna Björg biðst afsökunar á frammistöðu sinni í Kastljósi Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, hefur beðist afsökunar á því að hafa staðið sig illa í Kastljósþætti gærkvöldsins, sem sýndur var á RÚV. Þar mættust þær Siggríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur, og ræddu kynfræðslu í skólum. 28.1.2022 13:38
Vonar að útbreidd smit veiti góða vörn fyrir nýjum afbrigðum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að öllum sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi innanlands verði búið að aflétta um miðjan marsmánuð. Hann segir að mikilvægt sé að taka smá skref í afléttingum svo ekki komi of stórt bakslag. 28.1.2022 13:20
Verðbólgan kalli á umbyltingu í húsnæðismálum Forseti Alþýðusambandsins segir mikla hækkun verðbólgu að undanförnu renna frekari stoðum undir breytta stefnu í húsnæðismálum. Byggja þurfi fyrir vinnandi fólk en ekki vertaka. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. 28.1.2022 13:15