Fleiri fréttir

Hörður stígur fram og viðurkennir brot gegn Jódísi
Hörður J. Oddfríðarson dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ á Akureyri segir í samtali við Stundina að hann gangist við því að vera maðurinn sem misnotaði yfirburðarstöðu sína gagnvart Jódísi Skúladóttur þingkonu Vinstri grænna.

Söfnuðu ríflega 1,3 milljónum raddsýna
Ríflega 1,3 milljónir raddsýna söfnuðust í Lestrarkeppni grunnskólanna sem lauk í gær. Um er að ræða tvöföldun milli ára en alls tóku 118 skólar þátt og lögðu 5.652 manns sínum skóla lið í keppninni.

Stefán Gunnar sækist eftir oddvitasæti Framsóknar í Árborg
Stefán Gunnar Stefánsson, iðnfræðingur og fageftirlitsmaður fjárfestingarverkefna hjá Veitum, sækist eftir oddvitasætinu í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Árborg.

Landspítalinn áfram á neyðarstigi: Metfjöldi starfsmanna í einangrun
Landspítalinn starfar á neyðarstigi að minnsta kosti fram í næstu viku en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða á þriðja hundrað.

„Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“
Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi.

RÚV keypti kostað kynningarefni og sýndi sem heimildarmynd
Ríkisútvarpið sendi í gær út þátt um jarðgöng á Norðurlandi sem kostaður er af Vegagerðinni og Sóknaráætlun Norðurlands eystra, verkefni sem meðal annars er ætlað að efla byggðaþróun. Varaformaður Blaðamannafélagsins segist líta á þáttinn sem kynningarefni en ekki heimildarþátt.

Sigríður Björk leiðir starfshóp um forvarnir gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi
Innanríkisráðherra hefur falið Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra að fara fyrir starfshópi sem fjalla muni um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreiti.

Karen Elísabet vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi
Karen Elísabet Halldórsdóttir sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þann 12. mars. Hún hefur starfað þar sem bæjarfulltrúi síðastliðin átta ár.

Bein útsending: Hvernig hönnun kemur í veg fyrir raka og brunatjón
Málþing á vegum Verkfræðingafélags Íslands og áhugafólks um áhrif hönnunar og skipulags á lífsgæði og lýðheilsu hefst klukkan 13:00.

Þingmenn krefjast viðbragða stjórnvalda vegna ofneyslu ópíóíða
Þingmenn tveggja stjórnarandstöðuflokka ræddu á Alþingi hinn nýja ópíóíðafaraldur undir dagskrárliðnum störfum þingsins. Þingmaður Pírata segir notkun ávanabindandi lyfja á Íslandi svo mikla, eins og fram hefur komið í fréttum, að stjórnvöld verði að grípa til aðgerða strax. Þingmaður Flokks fólksins segir biðlista eftir aðgerðum einn aðal sökudólginn.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á kórónuveirufaraldrinum og beinum sértaklega sjónum að hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þar sem helmingur heimilismanna er nú smitaður.

Birkir vill fimmta sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík
Birkir Ingibjartsson, verkefnastjóri hjá borgarskipulagi Reykjavíkur, sækist eftir fimmta sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.

Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands
1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag.

Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“
Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti.

Um helmingur íbúa með kórónuveiruna
Um helmingur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi hefur greinst með kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur hjúkrunarheimilið segir íbúana lítið veika en veikindi starfsfólks hafi þó töluverð áhrif á heimilið.

Sjúklingum á Landspítala með Covid-19 fækkar milli daga
33 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu og eru tveir þeirra í öndunarvél.

Andlát vegna Covid-19
Kona á níræðisaldri lést á legudeild Landspítalans af völdum Covid-19 í gær.

„Hvers vegna þarf íslenskum hestum að blæða fyrir ódýra snitselið okkar?“
Þýska sjónvarpsstöðin Das Erste fjallaði um blóðmerahald á Íslandi í fréttum sínum í gær. Fréttamenn veltu fyrir sér hvers vegna íslenskum hestum þyrfti að blæða til þess að svínakjötsframleiðsla í Þýskalandi gengi eins og færiband.

Eldræða Ágústu Evu: „Við ætlum ekki að hlýða“
Aðgerðir stjórnvalda bera öll merki þess að vera í raun ofbeldi, segir Ágústa Eva Erlendsdóttir sem er komin í lykilhlutverk í mótstöðuhreyfingu gegn stefnu stjórnvalda í málefnum Covid-19 á Íslandi.

Vonir um bjartari tíma framundan eftir tvö ár af óvissu
Tvö ár eru nú liðin frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Óvissan hefur svo sannarlega verið mikil frá upphafi og er hún það enn í dag. Vonir eru þó uppi um að endalok faraldursins sé í nánd en hvort það reynist rétt getur tíminn einn leitt í ljós.

Enginn í yfirkjörstjórn greitt sektina og styttist í ákærur
Enginn þeirra fimm sem sátu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu þingkosningum hefur greitt sekt sem þeim var gert að greiða til að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu. Fresturinn til að ljúka málinu er löngu liðinn.

Handtekinn eftir eftirför lögreglu
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Garðabæ eftir eftirför skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Ökumaður bíls hafði þá ekki sinnt stöðvunarmerkjum lögreglu og hófst þá eftirför.

Hundurinn Píla loks fundin eftir björgun úr ótrúlegum aðstæðum
Um tuttugu björgunarsveitarmenn frá Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafirði voru að störfum í kvöld við erfiðar aðstæður í Ófæru, þar sem unnið var að því að koma hundinum Pílu niður heilu og höldnu. Píla hafði verið týnd í nærri þrjár vikur en kajakræðari kom auga á hana í dag. Hún komst í langþráðan faðm eigenda sinna í kvöld.

Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu.

Segir frásögn þingmanns um starfsemi SÁÁ byggja á úreltum hugmyndum
Ingunn Hansdóttir, yfirsálfræðingur SÁÁ, hafnar alfarið fullyrðingum þingmanns Vinstri grænna um að ófagleg vinnubrögð hafi fengið að viðgangast innan samtakanna. Hún segir allt meðferðarstarf byggja á gagnreyndum aðferðum og segir miklar breytingar hafa orðið á síðustu árum.

Uppbygging KR-svæðisins að fara í auglýsingu
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi KR-svæðisins verði auglýst. Borgarráð tekur tillöguna, sem gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu, í næstu viku.

Talsverð eftirspurn eftir vændi á Íslandi og kallar eftir þyngri refsingum
Talsverð eftispurn er eftir vændi á Íslandi. Þetta segir talskona Stígamóta sem telur vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ grafalvarleg í ljósi valdaójafnvægis. Hún kallar eftir þyngri refsingum við vændiskaupum.

Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt.

Birta mynd sem á að skýra nýju reglurnar
Almannavarnir hafa birt flæðirit í von um að það útskýri betur nýjar reglur um sóttkví og smitgát sem tóku gildi á miðnætti.

Rannsaka tildrög þess að skipverjinn féll útbyrðis
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að karlmaður sem fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík í dag hafi verið um borð í bátnum sem fannst í fjörunni í Engey nokkru áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að ástæðulausu
Sóttvarnalæknir beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að ástæðulausu. Hjarðónæmi gæti náðst í mars eða apríl, en þrátt fyrir góða stöðu borgi sig að fara hægt í afléttingar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Sóttvarnalæknir beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að nauðsynjalausu. Hjarðónæmi gæti náðst í mars eða apríl, en þrátt fyrir góða stöðu borgi sig að fara hægt í afléttingar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Segja aðgerðir í fangelsum ekki í takt við aðgerðir annarsstaðar
Stjórn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skorar á fangelsisyfirvöld til að hleypa föngum sem eru komnir á reynslulausnartíma úr haldi. Stjórnin segir að á sama tíma og verið sé að ræða um afléttingar sóttvarnartakmarkana hér á landi sé sama sjónarmið ekki gildandi innan veggja fangelsa Íslands.

Jakob Frímann vill fá „prompter“ við púltið í þingsal
Þeir sem fylgjast með störfum þingsins sperrtu eyrun þegar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, flutti ræðu þar sem hann fór fram á að fá svokallaðan „promter“ fyrir þingmenn þegar þeir flytja ræður sínar.

Vilborg pólfari opnar sig um heimilisofbeldi: „Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa“
Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallagarpur, segist hafa staðið í sömu sporum og kona sem opnaði sig um ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi fjallagarpsins Tomaszar Þórs Verusonar.

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skiptast á prósentum
Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað rétt rúmlega þremur prósentustigum frá því í desember en Framsóknarflokkurinn bætt við sig þremur samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna.

Undanþága veitt frá sóttvarnareglum á Bessastöðum
Nokkurrar undrunar gætir á samfélagsmiðlum vegna þess sem sjá mátti í útsendingu Ríkissjónvarpsins frá Bessastöðum í gærkvöldi, þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent: Ekki verði betur séð en lög um sóttvarnir séu þar þverbrotin. Ekki segir skrifstofa forseta Íslands.

Líkfundur við Sólfarið
Karlmaður fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík um hálftvöleytið í dag. Umfangsmikil leit hafði þá staðið yfir eftir að mannlaus bátur fannst í fjörunni í Engey á ellefta tímanum í morgun.

Leitinni lokið og skipverjinn fundinn
Umfangsmikil leit stendur nú yfir á höfuðborgarsvæðinu hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum eftir að bátur fannst mannlaus við Engey.

Hvetur fólk til þess að tilkynna ofbeldismál innan samtakanna
Yfirlæknir á Vogi segir að kynferðisofbeldi líðist ekki innan SÁÁ og hvetur þá sem orðið hafi fyrir ofbeldi til þess að láta vita. Samtökin séu á vegferð breytinga.

Akureyrarvél Icelandair snúið við á miðri leið vegna „tæknilegs atriðis“
Flugvél Icelandair, sem var á leið frá Reykjavíkurflugvelli til Akureyrar í morgun, var snúið við og flogið aftur til Reykjavíkur þegar vélin var rúmlega hálfnuð á leið sinni norður.

Fyrirtæki hætta samstarfi við fjallagarp vegna ásakana um ofbeldi
Hvert fyrirtækið á fætur öðru hefur hætt samstarfi við fjallgöngugarpinn Tomasz Þór Veruson, eftir að kona sakaði hann um andlegt og líkamlegt ofbeldi á meðan tveggja ára sambandi þeirra stóð.

Langþráð hjarðónæmi geti náðst eftir um tvo mánuði
„Spurningin sem á öllum brennur þessa stundina er hvenær getum við búist við að faraldrinum muni ljúka eða að minnsta kosti hvenær fer að draga verulega úr honum. Þessu er auðvitað ekki hægt að svara með neinni vissu en þó er hægt að segja að með þessum útbreiddu smitum í samfélaginu sem við erum nú að sjá þá styttist í að við förum að sjá fyrir endann á honum.“

Reiknar með að Icelandair bæti fólki tjónið
Formaður Flugfreyjufélags Íslands reiknar með að Icelandair bæti um sjötíu flugfreyjum það tjón sem þær urðu fyrir vegna brota félagsins við uppsagnir og endurráðningar þeirra á síðasta ári. Félagið vilji viðræður við félagið um framhaldið.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum greinum við frá tíðindum af upplýsingafundi þríeykisins sem haldinn var fyrir hádegið.