Fleiri fréttir

Spítalinn þoli ekki tvo daga í við­bót í ó­breyttu á­standi

Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag.

„Kominn tími á að draga sig í janúarskelina“

Tími er kominn til að fólk dragi sig til hlés og eigi í sem minnstum samskiptum við aðra að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá Almannavörnum. Hann segir landsmenn þurfa að hegða sér eins og ströngustu sóttvarnareglur séu í gildi. 

Boða til upp­lýsinga­fundar á morgun

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu, miðvikudaginn 12. janúar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Neyðarástandi almannavarna var lýst yfir síðdegis í dag vegna stöðu faraldursins hér á landi. Ráðamenn segja tvo erfiða mánuði framundan og sóttvarnalæknir er harðorður og segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. 

Neyðarástandi lýst yfir vegna Covid-19

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna stöðu faraldursins frá því að hann hófst.

Segir stefna í al­gjört neyðar­á­stand með ó­breyttri þróun

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans.

„Sorglegt? Nei, fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt“

„Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“

Bindur vonir við að hjarðó­næmi náist á næstu vikum eða mánuðum

Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. 

1.191 greindist innan­lands í gær

1.191 greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum greinum við frá ákvörðun ráðherra um nýjustu sóttvarnaaðgerðir, að því gefnu að ríkisstjórnarfundi verði lokið í tíma.

Inga skaut fast í ýmsar áttir í fjörugu viðtali

Nýr heilbrigðisráðherra, stjórnvöld, þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni, fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson og kaffið í Bylgjustúdíóinu á Suðurlandsbraut fengu að heyra það þegar Inga Sæland mætti í viðtal í Bítið í morgun.

Viðbrögð Willum við minnisblaði Þórólfs

Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tillögur vegna stöðunnar í faraldrinum hér á landi.

39 nú á Land­spítala með Co­vid-19

39 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo síðan í gær. Sjö eru á gjörgæslu líkt og í gær og af þeim eru fjórir í öndunarvél. Eitt barn á fyrsta ári liggur inni vegna Covid-19.

Skúli vill þriðja sætið

Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum.

Ferðaþjónustuaðilar frekar bjartsýnir

Þeir sem reka ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi virðast frekar bjartsýnir fyrir árið sem nú er nýhafið ef marka má nýja könnun. Þar segist forsvarsfólk ferðaþjónustufyrirtækja telja að samkeppnisstaða Íslands sem áfangastaðar muni styrkjast, eða standa í stað á milli ára.

Fjórða andlátið á árinu af völdum Covid-19

Einstaklingur lést af völdum Covid-19 í gær. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Björn Inga Hrafnsson sem sýnt var frá á Facebook-síðu Viljans.

Með allt niður um sig í vinnunni eftir 30 daga sótt­kví

Maður sem losnaði um helgina úr tæplega þrjátíu daga sóttkví segist hæstánægður með að vera kominn aftur á kreik. Hann telur ekki ólíklegt að hann eigi Íslandsmet í sóttkví og vill taka upp titilinn sóttkvíar-celeb.

Stefnir í litla endur­nýjun í for­ystu flokkanna í borginni

Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri.

Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá

Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára.

Að­stoðar fólk að nálgast orma­lyf ó­lög­lega

Einn helsti andstæðingur sóttvarnaaðgerða á Íslandi hefur aðstoðað fólk við að nálgast lyfið Ivermektín til meðferðar við Covid-19. Lyfið er lyfseðilskylt og ekki ætlað til meðferðar við Covid-19.

Barnið í bráðri hættu í öðru landi þar sem yfirvöld hafa slökkt á netinu

Barn frá Kastakstan er talið vera í bráðri hættu í heimalandi sínu á meðan foreldrar þess bíða upp á von og óvon á Íslandi eftir ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Barnið er hjá frænku sinni á meðan sýslumaðurinn neitar að flýta meðferð málsins. Enginn veit hvernig eldfimt ástandið þróast í Kasakstan á næstu dögum.

Mæting barna í bólu­setningu langt fram úr vonum

Um fimmtán hundruð grunnskólabörn á aldrinum fimm til ellefu ára mættu í Laugardalshöll í dag til að þiggja bólusetningu gegn Covid-19. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mætinguna hafa farið fram úr björtustu vonum.

Bundinn niður og rændur í Kópavogi

Lögregla var kölluð út um klukkan hálf tólf í dag eftir að ráðist hafði verið á mann inni á heimili hans, hann bundinn og verðmætum rænt. 

Sjá næstu 50 fréttir