Fleiri fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum frá nýrri reglugerð sem styttir þann tíma sem fólk þarf að vera í einangrun eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

Starfsfólk Landspítala biðlar til óbólusettra

Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala kveðst nú hafa miklar áhyggjur af þeim hópi fólks sem ekki hefur látið bólusetja sig og starfsfólk Landspítala biðlar til óbólusettra að endurskoða ákvörðun sína. Ef ekki tekst að ná fjölda smitaðra niður má gera ráð fyrir að 60 manns verði inniliggjandi á spítala, þar af fimmtán á gjörgæslu, þann 10. janúar.  

„Gott væri að fækka ferðum á bílum“

Styrkur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs var nokkuð hár í borginni í morgun samkvæmt mælingum á þremur mælistöðvum Reykjavíkur. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mælir með því að notkun bílsins verði lágmörkuð í dag.

Egill Einars­son segir tóma dellu að hann sé sótt­varna­dólgur

Egill Einarsson, fjölmiðlamaður og líkamsræktarþjálfari, er staddur úti á Tenerife í góðu yfirlæti. Umdeild frásögn hans á Instagram í gær rataði víða og hún höfð til marks um að Egill væri að hæðast að sóttvörnum. Hann segir ekkert fjær sanni.

240 milljónir fóru í ráðherrabílana

Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna.

Allt að 72 tíma bið eftir niður­stöðu úr PCR

Óvenjumörg PCR-einkennasýni hafa verið tekin síðustu daga og fjöldinn farið fram úr afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans sem sér um greiningu sýnanna. Getur fólk nú átt von á því að bið eftir niðurstöðu sé allt að þrír sólarhringar eða 72 tímar.

Kjörið flug­elda­veður um ára­mótin og líklega lítil mengun

Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð.

Hjálpar ekki að ausa skömmum og fúk­yrðum yfir starfs­fólkið

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, hvetur þá sem þurfa á þjónustu Covid-göngudeildarinnar að halda að sýna biðlund og kurteisi. Mikið álag sé á deildinni og það hjálpi ekki þegar starfsfólkið þar fái yfir sig skammir og fúkyrði frá ágengum skjólstæðingum

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem segir nú til skoðunar að stytta tímabil einangrunar fyrir einkennalausa.

Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að.

Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví.

Eldur logaði í öskubíl og tveimur öðrum bílum

Eldur logaði í sorphirðubíl Kubbs í Vestmannaeyjum í gær og tveimur öðrum bifreiðum. Talið er að kviknað hafi í bifreið sem ekið var á öskubílinn en lögregla hefur ekki nánari upplýsingar um tildrög atviksins.

839 greindust innan­lands

839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember.

Skjálfti við Ingólfsfjall í nótt

Jarðskjálfti upp á 3 stig reið yfir í nótt, klukkan sextán mínútur yfir fjögur. Í þetta skiptið skalf jörð þó ekki í grennd við Fagradalsfjall, heldur átti skjálftinn upptök sín um átta kílómetra austur af Hveragerði, í Ingólfsfjalli.

Flugeldaónæði og rúðubrot

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nokkrar tilkynningar í gærkvöldi og nótt um ónæði af völdum ungmenna að skjóta upp flugeldum. Þá var tilkynnt um hópslagsmál í Kópavogi en ekkert að sjá þegar lögreglu bar að.

Sinu­bruni vegna flug­elda: „Það mátti litlu muna“

Betur fór en á horfðist þegar sinubruni braust út á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrr í kvöld. Verið var að sprengja flugelda á svæðinu og er líklegt að glóð úr flugeldum hafi borist í sinu. Mjóu mátti muna en eldurinn kom upp í sumarbústaðarbyggð. 

Al­þingi veitir engum ríkis­borgara­rétt vegna tafa Út­lendinga­stofnunar

Al­þingi hyggst ekki veita neinum um­sækjanda ríkis­borgara­rétt fyrir ára­mót en 178 um­sóknir hafa borist lög­gjafanum. Á­stæðan er sú að Út­lendinga­stofnun hefur ekki af­hent for­unnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber á­byrgð á ferlinu með um­sóknunum. Sam­kvæmt venju eru um­sóknir af­greiddar fyrir ára­mót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári.

Skoða hvort fleirum verði leyft að vinna í sótt­kví

Mikill fjöldi landsmanna er nú í einangrun og sóttkví sem hefur eðli málsins samkvæmt áhrif á vinnustaði víðsvegar um landið. Viðræður hafa staðið yfir, meðal annars við Samtök atvinnulífsins, um hvort koma megi á sérstakri vinnusóttkví.

Ás­laug vill endur­skoða ein­angrun barna

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, velti því upp á Twitter-síðu sinni fyrr í dag hvort tilefni væri til að stytta einangrun og sóttkví barna. Eins og stendur er lengd einangrunar þeirra sem smitast af kórónuveirunni almennt tíu dagar.

Margverðlaunað jólahús á Selfossi

Eitt glæsilegasta jólahús landsins á Suðurlandi og þó víðar væri leitað stendur við þjóðveg númer eitt í gegnum Selfoss. Húsið er myndað í bak og fyrir og þá hafa eigendur þess margneitað að taka á móti verðlaunum fyrir jólahúsið sitt.

Heppni Ís­lendinga heldur á­fram

Fyrsti vinningur í Víkingalottó fór ekki út að þessu sinni en Íslendingur var með allar tölur réttar í Jókernum og tryggði sér þar með tvær milljónir. Þá skipaði einn sér í annað sæti og hlaut hann hundrað þúsund krónur í sinn hlut.

Willum segir foreldra ráða

Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar.

Lokuðu skamm­­tíma­vistun fyrir fötluð börn vegna mann­eklu

Loka þurfti skammtímavistheimili fyrir fötluð börn í Reykjavík í nokkra daga í síðustu viku vegna manneklu. Velferðarsvið hefur umsjón með heimilinu en sviðið hefur þar að auki umsjón með heimaþjónustu og búsetukjörnum. Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur nú verið virkjuð.

Fólk með kvef beðið um að fara í PCR áður en mætt er á heilsu­gæslu

Fólk með kvefeinkenni eða önnur einkenni sem geta bent til kórónuveirusýkingar er beðið um sýna nýlega niðurstöðu úr PCR-einkennasýnatöku áður en það mætir á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Gera þarf ráð fyrir því að bið eftir niðurstöðum geti verið allt að 48 klukkustundir.

Reykja­víkur­borg hafi byggt á­kvörðun á röngum upp­lýsingum

Kæru­nefnd úr­skurðaði ný­lega að Reykja­víkur­borg bæri að greiða fyrir­tækinu Vörðu­bergi skaða­bætur eftir að hafa hafnað til­boði fyrir­tækisins í gang­stétta­við­gerðir borgarinnar. Reykja­víkur­borg byggði á­kvörðunina á því að meintur eig­andi fyrir­tækisins hafi áður verið dæmdur fyrir skatt­svik.

Þrefalt fleiri í bólusetningu en gert hafði verið ráð fyrir

Þrefalt fleiri hafa komið í bólusetningu í hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku en gert var ráð fyrir. Fólk getur valið á milli tveggja bóluefna. Langflestir eru að koma í örvunarbólusetningu þó einhverjir séu að koma í fyrsta skipti.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum heyrum við í sóttvarnalækni sem vonar að vegna hraðrar útbreiðslu ómikron afbrigðisins verði hjarðónæmi gagnvart covid 19 náð undir lok núverandi bylgju faraldursins. Vonandi renni hún sitt skeið án þess að margir verði alvarlega veikir. 

Leiðrétta mis­skilning um há­gæslu­rými Land­spítalans

Nýlega voru opnuð tvö hágæslurými á Landspítalanum á Hringbraut og til stendur að opna tvö til viðbótar í Fossvogi við fyrsta tækifæri. Landspítalinn hefur sent frá sér stutta tilkynningu um rýmin en þar segir að „ákveðins misskilnings“ hafi gætt um þau.

Sölvi Tryggva snýr aftur með hlaðvarp sitt

Sölvi Tryggvason, sem rak um skeið langvinsælasta hlaðvarp landsins, mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á nýju ári. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis.

Þríbólusettur og í 23 daga sóttkví gefst ekki upp fyrir dómstólum

Þríbólusettur einstaklingur sem þarf samkvæmt úrskurði héraðsdóms að sæta sóttkví í 23 daga hefur kært niðurstöðuna til Landsréttar. Viðkomandi segist hafa verið útsettur fyrir smiti á heimili sínu frá 10. desember án þess að smitast. Það staðfesti fjölmörg PCR-próf sem hann hafi farið í.

Telja ekki á á­byrgð strætó­bíl­stjóra að fylgjast með grímu­notkun far­þega

Það er ekki í verkahring vagnstjóra Strætó að fylgja því eftir hvort farþegar séu með grímu, óháð því hvort unnt sé að hlíta fjarlægðartakmörkunum í vögnum eða ekki. Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið túlka reglugerð heilbrigðisráðherra á þá leið að fólk þurfi að bera sjálft ábyrgð á smitvörnum.

Sjá næstu 50 fréttir