Fleiri fréttir

Eldur logaði í öskubíl og tveimur öðrum bílum
Eldur logaði í sorphirðubíl Kubbs í Vestmannaeyjum í gær og tveimur öðrum bifreiðum. Talið er að kviknað hafi í bifreið sem ekið var á öskubílinn en lögregla hefur ekki nánari upplýsingar um tildrög atviksins.

839 greindust innanlands
839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember.

Fækkar um tvo á Landspítala vegna Covid-19
Nítján sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, en þeir voru 21 í gær. Líkt og í gær eru sex sjúklingar á gjörgæslu og fimm þeirra í öndunarvél.

Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2021
Þjóðþekktir Íslendingar kvöddu margir á árinu 2021 sem senn líður undir lok.

Einangraði sig inni á klósetti eftir jákvætt heimapróf í miðju flugi til Íslands
Hún var afar sérstök, flugferð bandaríska kennarans Marisa Fotieo til Íslands skömmu fyrir jól. Í miðju flugi tók hún Covid-19 heimapróf sem reyndist jákvætt og ákvað hún því að einangra sig inn á klósetti flugvélarinnar til þess að freista þess að vernda aðra farþega.

Hvunndagshetja Hvammstanga vegna „skrítins áhugamáls“
Hlynur Rafn Rafnsson, sem kallaður er Hlynur Rikk, tók sig til í haust og keypti sér ruðningstæki og sanddreifara á fjórhjól sitt. Það hefur hann svo notað í vetur til að ryðja snjó af gangstéttum á Hvammstanga, við mikla kátínu bæjarbúa.

Skjálfti við Ingólfsfjall í nótt
Jarðskjálfti upp á 3 stig reið yfir í nótt, klukkan sextán mínútur yfir fjögur. Í þetta skiptið skalf jörð þó ekki í grennd við Fagradalsfjall, heldur átti skjálftinn upptök sín um átta kílómetra austur af Hveragerði, í Ingólfsfjalli.

Flugeldaónæði og rúðubrot
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nokkrar tilkynningar í gærkvöldi og nótt um ónæði af völdum ungmenna að skjóta upp flugeldum. Þá var tilkynnt um hópslagsmál í Kópavogi en ekkert að sjá þegar lögreglu bar að.

Sinubruni vegna flugelda: „Það mátti litlu muna“
Betur fór en á horfðist þegar sinubruni braust út á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrr í kvöld. Verið var að sprengja flugelda á svæðinu og er líklegt að glóð úr flugeldum hafi borist í sinu. Mjóu mátti muna en eldurinn kom upp í sumarbústaðarbyggð.

Alþingi veitir engum ríkisborgararétt vegna tafa Útlendingastofnunar
Alþingi hyggst ekki veita neinum umsækjanda ríkisborgararétt fyrir áramót en 178 umsóknir hafa borist löggjafanum. Ástæðan er sú að Útlendingastofnun hefur ekki afhent forunnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber ábyrgð á ferlinu með umsóknunum. Samkvæmt venju eru umsóknir afgreiddar fyrir áramót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári.

Skoða hvort fleirum verði leyft að vinna í sóttkví
Mikill fjöldi landsmanna er nú í einangrun og sóttkví sem hefur eðli málsins samkvæmt áhrif á vinnustaði víðsvegar um landið. Viðræður hafa staðið yfir, meðal annars við Samtök atvinnulífsins, um hvort koma megi á sérstakri vinnusóttkví.

Ákvað að vinna aldrei öðruvísi en í fjarvinnu til þess að geta ferðast
Kona sem tók ákvörðun um að vinna aldrei örðuvísi en í fjarvinnu til þess að geta unnið hvar sem er í heiminum hvetur fólk til að elta drauma sína um einfaldan lífstíl og ferðalög. Hún segir Covid-19 hafa gjörbreytt landslagi þeirra vem vilja vinna í formi fjarvinnu.

Áslaug vill endurskoða einangrun barna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, velti því upp á Twitter-síðu sinni fyrr í dag hvort tilefni væri til að stytta einangrun og sóttkví barna. Eins og stendur er lengd einangrunar þeirra sem smitast af kórónuveirunni almennt tíu dagar.

Margverðlaunað jólahús á Selfossi
Eitt glæsilegasta jólahús landsins á Suðurlandi og þó víðar væri leitað stendur við þjóðveg númer eitt í gegnum Selfoss. Húsið er myndað í bak og fyrir og þá hafa eigendur þess margneitað að taka á móti verðlaunum fyrir jólahúsið sitt.

Heppni Íslendinga heldur áfram
Fyrsti vinningur í Víkingalottó fór ekki út að þessu sinni en Íslendingur var með allar tölur réttar í Jókernum og tryggði sér þar með tvær milljónir. Þá skipaði einn sér í annað sæti og hlaut hann hundrað þúsund krónur í sinn hlut.

Willum segir foreldra ráða
Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar.

Lokuðu skammtímavistun fyrir fötluð börn vegna manneklu
Loka þurfti skammtímavistheimili fyrir fötluð börn í Reykjavík í nokkra daga í síðustu viku vegna manneklu. Velferðarsvið hefur umsjón með heimilinu en sviðið hefur þar að auki umsjón með heimaþjónustu og búsetukjörnum. Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur nú verið virkjuð.

Fólk með kvef beðið um að fara í PCR áður en mætt er á heilsugæslu
Fólk með kvefeinkenni eða önnur einkenni sem geta bent til kórónuveirusýkingar er beðið um sýna nýlega niðurstöðu úr PCR-einkennasýnatöku áður en það mætir á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Gera þarf ráð fyrir því að bið eftir niðurstöðum geti verið allt að 48 klukkustundir.

Reykjavíkurborg hafi byggt ákvörðun á röngum upplýsingum
Kærunefnd úrskurðaði nýlega að Reykjavíkurborg bæri að greiða fyrirtækinu Vörðubergi skaðabætur eftir að hafa hafnað tilboði fyrirtækisins í gangstéttaviðgerðir borgarinnar. Reykjavíkurborg byggði ákvörðunina á því að meintur eigandi fyrirtækisins hafi áður verið dæmdur fyrir skattsvik.

Þrefalt fleiri í bólusetningu en gert hafði verið ráð fyrir
Þrefalt fleiri hafa komið í bólusetningu í hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku en gert var ráð fyrir. Fólk getur valið á milli tveggja bóluefna. Langflestir eru að koma í örvunarbólusetningu þó einhverjir séu að koma í fyrsta skipti.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum heyrum við í sóttvarnalækni sem vonar að vegna hraðrar útbreiðslu ómikron afbrigðisins verði hjarðónæmi gagnvart covid 19 náð undir lok núverandi bylgju faraldursins. Vonandi renni hún sitt skeið án þess að margir verði alvarlega veikir.

Leiðrétta misskilning um hágæslurými Landspítalans
Nýlega voru opnuð tvö hágæslurými á Landspítalanum á Hringbraut og til stendur að opna tvö til viðbótar í Fossvogi við fyrsta tækifæri. Landspítalinn hefur sent frá sér stutta tilkynningu um rýmin en þar segir að „ákveðins misskilnings“ hafi gætt um þau.

Sölvi Tryggva snýr aftur með hlaðvarp sitt
Sölvi Tryggvason, sem rak um skeið langvinsælasta hlaðvarp landsins, mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á nýju ári. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis.

Bíll Strætó kominn í leitirnar
Dráttarbíll sem stolið var af athafnasvæði Strætó að Hesthálsi í gær er kominn í leitirnar.

Fyrirhugaður ísfirskur milljarðakláfur þarf í umhverfismat
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að fyrirhugaður kláfur í hlíðum Eyrarfjalls í Ísafirði þurfi í umhverfismat.

Klukkutíma sýnatökuröð úr sögunni eftir breytingar hjá heilsugæslunni
Vel hefur gengið að taka Covid-sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga, eftir að fréttir bárust af því nú um helgina að löng röð hafi myndast við sýnatökuhúsið og fólk jafnvel þurft að bíða í röð fyrir utan í meira en klukkustund.

Þríbólusettur og í 23 daga sóttkví gefst ekki upp fyrir dómstólum
Þríbólusettur einstaklingur sem þarf samkvæmt úrskurði héraðsdóms að sæta sóttkví í 23 daga hefur kært niðurstöðuna til Landsréttar. Viðkomandi segist hafa verið útsettur fyrir smiti á heimili sínu frá 10. desember án þess að smitast. Það staðfesti fjölmörg PCR-próf sem hann hafi farið í.

Telja ekki á ábyrgð strætóbílstjóra að fylgjast með grímunotkun farþega
Það er ekki í verkahring vagnstjóra Strætó að fylgja því eftir hvort farþegar séu með grímu, óháð því hvort unnt sé að hlíta fjarlægðartakmörkunum í vögnum eða ekki. Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið túlka reglugerð heilbrigðisráðherra á þá leið að fólk þurfi að bera sjálft ábyrgð á smitvörnum.

Vert fullyrðir að veitingageirinn sé kominn á heljarþröm
Jón Bjarni Steinsson skattalögfræðingur og veitingamaður, heldur því fram að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi logið um að til standi að rétta veitingageiranum hjálparhönd. Þess sjáist ekki staður í nýjum fjárlögum.

Einn gestur á dag um áramótin
Sjúklingar á Landspítala mega fá til sín einn gest á dag frá hádegi á gamlársdag og á nýársdag, en annars gildir heimsóknarbann á spítalanum.

Guðmundur Felix predikar á nýársdag í Vídalínskirkju
Áramótin verða með öðruvísi hætti í ár en kórónuveirufaraldurinn setur annað árið í röð strik í reikninginn. Engar brennur verða til að mynda á höfuðborgarsvæðinu og hefur biskup tekið þá ákvörðun að aflýsa helgihaldi. Biskupsritari segir mikilvægt að bregðast við óvenjulegum og krefjandi aðstæðum í samfélaginu.

Von til staðar en ekki hægt að „láta þetta gossa“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ákveðin von sé til staðar í þeirri stöðu sem komin er upp núna í kórónuveirufaraldrinum ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara en önnur afbrigði veirunnar. Hann segir að það sé þó skynsamlegra að bíða eftir því að slíkt liggi fyrir, fremur en að láta veiruna gossa yfir samfélagið.

Ríkisráð kemur ekki saman á gamlársdag vegna smitaðra ráðherra
Ríkisráð kemur ekki saman á gamlársdag líkt og venja hefur verið undanfarna áratugi. Ástæðan er sú að í það minnsta þrír ráðherrar verða í einangrun um áramótin vegna kórónuveirusmits.

Skoða að fella niður skólahald á meðan að börnin verða bólusett
Í skoðun er að fella niður skólahald í einn dag í kringum bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára en bólusetningin mun fara fram í skólum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu telur að töluverður fjöldi barna muni ekki mæta í bólusetningu annað hvort samkvæmt vali eða vegna þess að þau hafa þegar fengið Covid.

Færri skjálftar þýða ekki minni líkur á gosi
Nokkuð hefur dregið úr virkninni við Fagradalsfjall undanfarna tvo sólarhringa. Jörð er þó ekki hætt að skjálfa, en engin merki eru um gosóróa enn sem komið er. Í morgun kom einn skjálfti sem fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið er enn allt undir smásjá vísindamanna, enda minnkaði virknin töluvert í aðdraganda síðasta goss.

Vilhjálmur með Covid-19
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og starfandi þingflokksformaður, er kominn með Covid-19. RÚV greindi fyrst frá. Þingmaðurinn greindist í gær og segir heilsuna mjög góða.

Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum fjöllum við um upplýsingafundinn um stöðuna í faraldrinum sem fram fór fyrir hádegið.

Bíður með að leggja til styttingu sóttkvíar og einangrunar einkennalausra
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur skynsamlegt að bíða með að fara að fordæmi Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna um að stytta einangrun og sóttkví einkennalausra.

744 greindust innanlands í gær
744 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 298 af þeim 744 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 40 prósent. 446 voru utan sóttkvíar, eða 60 prósent.

Skjálfti upp á 3,7 fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti 3,7 að stærð fannst nokkuð vel á höfuðborgarsvæðinu og víða á suðvesturhorninu um klukkan tuttugu mínútur yfir tíu.

Fimm nú í öndunarvél vegna Covid-19
21 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Sex eru á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél.

Bein útsending: Svara spurningum um bólusetningar barna
Velferðarnefnd Alþingis heldur opinn fjarfund klukkan tíu þar sem fjallað verður um bólusetningu fimm til ellefu ára barna gegn Covid-19.

Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun
Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra.

Svona var 192. upplýsingafundurinn vegna Covid-19
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11.