Fleiri fréttir

Skoða að fella niður skólahald á meðan að börnin verða bólusett

Í skoðun er að fella niður skólahald í einn dag í kringum bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára en bólusetningin mun fara fram í skólum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu telur að töluverður fjöldi barna muni ekki mæta í bólusetningu annað hvort samkvæmt vali eða vegna þess að þau hafa þegar fengið Covid.

Færri skjálftar þýða ekki minni líkur á gosi

Nokkuð hefur dregið úr virkninni við Fagradalsfjall undanfarna tvo sólarhringa. Jörð er þó ekki hætt að skjálfa, en engin merki eru um gosóróa enn sem komið er. Í morgun kom einn skjálfti sem fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið er enn allt undir smásjá vísindamanna, enda minnkaði virknin töluvert í aðdraganda síðasta goss.

Vilhjálmur með Covid-19

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og starfandi þingflokksformaður, er kominn með Covid-19. RÚV greindi fyrst frá. Þingmaðurinn greindist í gær og segir heilsuna mjög góða.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um upplýsingafundinn um stöðuna í faraldrinum sem fram fór fyrir hádegið.

744 greindust innan­lands í gær

744 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 298 af þeim 744 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 40 prósent. 446 voru utan sóttkvíar, eða 60 prósent.

Kynþokkafyllsta yfirferð ársins

Flest erum við kynverur, upp að vissu marki að minnsta kosti, og þurfum útrás fyrir slíkar kenndir. Íslendingar virðast hafa beint þeirri útrás í ýmsa farvegi á árinu sem er að líða. Suma gamla og góða, en aðra nýja og talsvert djarfa.

Bleyta „heilu bækurnar“ í spice til að koma þeim inn

Fangelsismálayfirvöld hafa gert pappír sem fangar fá sendan upptækan og látið efnagreina hann. Ástæðan er sú að borið hefur á því að fíkniefnið spice sé leyst upp í vökva og pappír bleyttur í vökvanum.

Flestir með ó­míkron en fæstir á spítala

Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir að flestir sem liggi inni á spítala séu veikir af völdum delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Rúm áttatíu prósent smitaðra síðustu daga hafa greinst með ómíkron-afbrigði veirunnar en þrír sem greinst hafa með afbrigðið hafa þurft á spítalainnlögn að halda. 21 er inniliggjandi á Landspítala vegna kórónuveirunnar.

Söng eitt vinsælasta sumarlag Íslendinga

Söngvarinn sem gerði Þórsmerkurljóðið um hana Maríu að einhverjum vinsælasta sumarsöng Íslendinga er látinn. Hann hét Sigurdór Sigurdórsson og var jafnframt einn reynslumesti blaðamaður þjóðarinnar.

„Það er dálítið í land en þetta er allt að koma“

Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað töluvert á milli ára. Ferðamálastjóri býst við að fjöldi ferðamanna nálgist eðlilegt horf á næsta ári. Enn sé þó mikil óvissa um þróunina vegna faraldursins.

Ó­­heimilt að selja gæsina á Face­­book

Matvælastofnun tilkynnti í gær að óheimilt væri að selja og dreifa afurðum gæsa og annarra villtra fugla án leyfis stofnunarinnar. Margir veiðimenn drýgja tekjur með sölu afurðanna en auglýsing á Facebook getur talist til sölu eða dreifingar.

Engin flugeldasala á Laugarvatni – Eingöngu netsala

„Helsta ástæða þess að við seljum ekki flugelda er sú að þetta er lítil sveit og því fer mikil vinna á fáar hendur og ágóðinn er ekki mikill í svona litlu samfélagi,“ segir Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni aðspurður af hverju sveitin selur ekki flugelda á staðnum fyrir áramót.

Stálu stórum dráttar­bíl Strætó

Dráttarbíl Strætó af gerð Scania 440 var stolið af athafnasvæði Strætó á Hesthálsi í dag. Upplýsingafulltrúi segir að lögreglu hafi verið gert viðvart og verið sé að skoða myndefni úr myndavélum á svæðinni.

Mögnuð tólf ára söngstelpa á Selfossi

Þrátt fyrir að Bryndís Embla Einarsdóttir á Selfossi sé ekki nema tólf ára gömul þá hefur hún sungið í kórum í fimm ár. Hún hefur vakið athygli fyrir fallega rödd og er fengin til að syngja við hin ýmsu tækifæri. Henni finnst „Faðir vorið“ fallegasta lagið, sem hún syngur.

Nýgengi mest hér á landi

Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar tvö greinum við frá neyðarástandi sem lýst var yfir á Landspítalanum í dag vegna mikilla forfalla starfsmanna spítalans. Þá náði Ísland þeim vafasama heiðri í dag að hvergi er nýgengni smitaðra meiri í Evrópu en hér á landi. 

Maðurinn fannst heill á húfi

Uppfært: Maðurinn sem lögregla og björgunarsveitir leituðu að í kvöld fannst heill á húfi á áttunda tímanum í kvöld. Fréttina um leitina má lesa hér að neðan:

Hand­tekinn vopnaður byssu og sveðju

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann vopnaðan sveðju og byssu í Höfðanum í Reykjavík fyrr í dag. Aðilinn var handtekinn nokkru síðar og færður í fangaklefa.

Brotist inn í netkerfi Strætó

Tölvuþrjótar hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Strætó. Verið er að skoða umfang árásarinnar, sem uppgötvaðist í gær og er ekki hægt að útiloka leka á persónuupplýsingum.

Skoðar að stytta einangrun einkennalausra

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví.

Vara við mikilli svif­ryksmengun um ára­mótin

Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. 

Veiran heggur skarð í raðir ríkisstjórnar og Alþingis

Fámennt var á ríkisstjórnarfundi í morgun en þrír ráðherrar hafa greinst með kórónuveiruna og því er veiran búin að höggva töluvert skarð í raðir þingmanna. Forsætisráðherra segir stefnt að því að ljúka þingstörfum fyrir áramót í dag en atkvæðagreiðslur um tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar hófust í morgun.

Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði

Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar.

Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum.

Brotist inn hjá Simma Vill

Brotist var inn í veitingastaðinn Barion Bryggjan í nótt en hann rekur Sigmar Vilhjálmsson, sem kallast jafnan Simmi Vill. Innbrotsþjófurinn komst í sjóðsvélar en engar skemmdir urðu á veitingastaðnum.

Sjá næstu 50 fréttir