Fleiri fréttir

Skjálfti 3,6 að stærð í Gríms­vötnum

Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu.

Eftirminnilegustu og sætustu dýr ársins

Það er sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Heimsfaraldur, jarðskjálftar, eldgos eða talningaklúður í Borgarnesi. Í allri ólgunni virðast sæt dýr vera eina festan á fordæmalausum tímum.

Eiga erfitt með að salta götur borgarinnar vegna flughálku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við flughálku á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ökutæki og starfsmenn borgarinnar sem sjá um söltun á götum eigi í erfiðleikum vegna mikilla hálku.

Hart tekist á um fjölgun opin­berra starfs­manna

Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdarstjóri SA, ræddu fjölgun opinberra starfsmanna, sem er mun meiri en þeirra á einkamarkaðnum, og afleiðingar þeirrar þróunar, á Sprengisandi í morgun.

Daglegar pyntingar á Hjalteyri og enginn vildi hlusta

Enn og aftur stígur fram maður sem segist hafa verið beittur hræðilegum pyntingum af hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Hann hefur í áranna rás reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá hjónin rannsökuð en segist aldrei hafa fengið áheyrn.

Tóku barn úr vistun vegna grunsamlegrar hegðunar Hjalteyrarhjónanna: Létu Garðabæ vita

Garðabær fékk  ítrekað ábendingar og eða kvartanir vegna hjóna sem önnuðust fjölda barna í bænum að sögn foreldra sem voru með barn í leikskóla hjá þeim. Foreldrarnir segjast hafa ákveðið að taka barnið sitt úr skólanum vegna grunsamlegrar hegðunar þeirra. Hjónin sem hafa verið ásökuð um ofbeldi og pyntingar gagnvart börnum störfuðu í 17 ár í Garðabæ. Maður sem var hjá þeim á Hjalteyri segist hafa reynt að láta Garðabæ og önnur yfirvöld vita af ofbeldinu sem þau beittu þar. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá foreldrum sem tóku barn sitt úr vistun í Garðabæ vegna grunsamlegrar hegðunar Hjalteyrarhjónanna, sem hafa verið sökuð um gróft ofbeldi gegn börnum. Foreldrarnir létu Garðabæ vita.

Ekkert spurt um aðbúnað dýra í útlöndum

Formaður Bændasamtakanna segir íslenska neytendur ekki hafa hugmynd um hvernig farið er með þau dýr í útlöndum og við hvernig aðbúnað þau lifa þegar kjöt af gripunum eru flutt inn til Íslands. Hann krefst þess að sömu kröfur verði gerðar til innfluttra matvæla eins og gert er til innlendrar matvælaframleiðslu þegar aðbúnaðarreglugerð dýra er annars vegar.

Mikið að gera hjá björgunar­sveitum vegna ó­veðurs

Rétt fyrir ellefu í morgun hófst óveðursvakt björgunarsveitamanna í Borgarnesi þegar tilkynnt um fok á þakplötum, þakklæðningum og lausamunum. Upp úr hádegi fóru tilkynningar að berast flestum björgunarsveitum á suðvesturhorni landsins.

„Grímsvötn eru orðin ófrísk“

Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 70 metra og búist er við því að hlaupið nái hámarkií dag. Enginn sjáanlegur gosórói er á svæðinu.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Sóttvarnalæknar hefur skilað nýju minnisblaði. Tólf hafa nú greinst með Omíkron afbrigði kórónuveirunnar. Fjallað verður um stöðuna í hádegisfréttum á slaginu klukkan 12.

Áttatíu greindust innanlands í gær

Áttatíu greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær og tíu á landamærunum. Alls voru 39 þeirra sem greindust smitaðir í sóttkví við greiningu. 

Ekki Al­þingis að eigna Snorra Egils sögu

Al­þingi fer ekki með úr­skurðar­vald þegar kemur að því að eigna nafn­þekktum mið­alda­mönnum okkar glæstustu bók­mennta­verk fyrri alda, að mati Sverris Jakobs­sonar mið­alda­sagn­fræðings. Hann telur Snorra Sturlu­son lé­legan liðs­mann frjáls­hyggju­manna sem að­hyllast þá stefnu sem Hannes Hólm­steinn Gissurar­son stjórn­mála­fræði­prófessor fjallar um í nýjustu bók sinni sem kom út í fyrra.

Svo ölvaður að hann mundi ekki eigið nafn

Nokkuð var um að vera hjá lögreglu í nótt. Lögregla setti meðal annars upp umferðarpóst í nótt þar sem áfengisástand ökumanna var kannað og reyndust tveir undir áhrifum. 

Vesen um veganjól ekkert miðað við áður

Úrval á vegan-fæði hefur aukist gríðarlega undanfarin ár í takt við breyttar matarvenjur landsmanna. Íslenskir framleiðendur hafa verið að auka framleiðslu sína til að koma til móts við grænkera, sérstaklega fyrir jólin.

Undar­legt að starfs­fólk þurfi að eiga við drukkna ung­linga­hópa

Framkvæmdastjóri Hagkaupa segir undarlegt að starfsfólk verslunarkeðjunnar þurfi að eiga við hópa af drukknum unglingum í og við verslanirnar. Í haust hafa komið upp nokkur alvarleg atvik við verslanir Hagkaupa. Framkvæmdastjórinn kann ekki öruggar skýringar á því, en veltir upp styttum opnunartíma í miðbænum, Covid-þreytu eða breyttum uppeldisáherslum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Gert er ráð fyrir að hlaupið í Grímsvötnum nái hámarki á morgun en íshellan hefur sigið um 40 metra. Engin merki er um gosóróa á svæðinu. Við sýnum stórkostlegar myndir sem Ragnar Axelsson, RAX, tók af svæðinu í dag.

Allt til­tækt lið sent í út­kall sem reyndist ó­þarft

Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, fjórir dælubílar, tveir körfubílar og tveir sjúkrabílar, var sent á Seltjarnarnes á þriðja tímanum í dag vegna tilkynningar um reyk. Þegar á staðinn var komið varð ljóst að ekki væri um neinn eld að ræða.

Fyrsti skíðadagurinn á Siglufirði í fallegu veðri

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnar í dag í fyrsta sinn í vetur. Forstöðumaður svæðisins segist hafa fundið fyrir mikilli tilhlökkun meðal bæjarbúa og dagurinn sé fullkominn til skíðamennsku. 

35 íbúðir afhentar á Selfossi í dag í hæsta húsnæði á Suðurlandi

Það eru ánægðir íbúðaeigendur, sem taka á móti lyklum sínum í dag í 35 nýjum íbúðum á Selfossi en blokkin, sem fólkið er að flytja í er hæsta húsnæði á Suðurlandi upp á sex hæðir. Allar íbúðirnar í blokkinni seldust án auglýsinga. Byggingarverktakinn er byrjaður að byggja aðra blokk við hlið þeirra nýju.

Ánægja með Dag minni í austurborginni

Reykvíkingar eru ánægðari með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en aðrir landsmenn. Íbúar í vesturhluta borgarinnar eru mun ánægðari með störf borgarstjóra en aðrir. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Alls hafa tíu nú greinst með omíkron afbrigði kórónuveirunnar. Í gær greindust 110 smitaðir af kórónuveirunni. Fjallað verður um stöðuna í hádegisfréttum á slaginu klukkan 12.

Tíu hafa greinst með omíkron hér á landi

Í gær greindust 110 einstaklingar smitaðir af kórónuveirunni. Tíu einstaklingar hafa verið greindir með omíkron-afbrigði veirunnar frá því að það barst hingað til lands.

Cyclot­honið verið hjólað í síðasta sinn

Síminn Cyclothon, sem var stærsta hjólreiðakeppni landsins, verður ekki haldin á næsta ári. Stofnendur keppninnar þakka öllum sem komið hafa að keppninni frá stofnun hennar árið 2012.

Gott ef veiran þróast í átt til minni veikinda en það taki langan tíma

Yfirlæknir á Landspítalanum segir mögulegt að omíkrón-afbrigði kórónuveirunnar reynist meinlausara en fyrri afbrigði. Hann telur ekki sérstaka ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af afbrigðinu sem stendur en bendir þó á að á næstu vikum muni umfang og alvarleiki afbrigðisins líklega koma betur í ljós.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.