Fleiri fréttir

Skjálfti 3,6 að stærð í Grímsvötnum
Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu.

Eftirminnilegustu og sætustu dýr ársins
Það er sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Heimsfaraldur, jarðskjálftar, eldgos eða talningaklúður í Borgarnesi. Í allri ólgunni virðast sæt dýr vera eina festan á fordæmalausum tímum.

Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn
Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum.

Eiga erfitt með að salta götur borgarinnar vegna flughálku
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við flughálku á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ökutæki og starfsmenn borgarinnar sem sjá um söltun á götum eigi í erfiðleikum vegna mikilla hálku.

Hart tekist á um fjölgun opinberra starfsmanna
Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdarstjóri SA, ræddu fjölgun opinberra starfsmanna, sem er mun meiri en þeirra á einkamarkaðnum, og afleiðingar þeirrar þróunar, á Sprengisandi í morgun.

Hlaupið náð hámarki og á hraðri niðurleið: Sjáðu myndir RAX frá Grímsvötnum
Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 75 metra og hlaupið þar náði að öllum líkindum hámarki liðna nótt. Ragnar Axelsson ljósmyndari, þekktur undir nafninu RAX, flaug yfir svæðið í gær og myndaði sprungur ofan í Grímsvötnum, undir klettabeltum við skálana á Grímsfjalli.

Daglegar pyntingar á Hjalteyri og enginn vildi hlusta
Enn og aftur stígur fram maður sem segist hafa verið beittur hræðilegum pyntingum af hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Hann hefur í áranna rás reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá hjónin rannsökuð en segist aldrei hafa fengið áheyrn.

Fella niður skólahald vegna fjölda smitaðra
Skólahald í Hlíðaskóla verður fellt niður á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn vegna fjölda þeirra Covid-smita sem hafa komið upp í skólanum.

Tóku barn úr vistun vegna grunsamlegrar hegðunar Hjalteyrarhjónanna: Létu Garðabæ vita
Garðabær fékk ítrekað ábendingar og eða kvartanir vegna hjóna sem önnuðust fjölda barna í bænum að sögn foreldra sem voru með barn í leikskóla hjá þeim. Foreldrarnir segjast hafa ákveðið að taka barnið sitt úr skólanum vegna grunsamlegrar hegðunar þeirra. Hjónin sem hafa verið ásökuð um ofbeldi og pyntingar gagnvart börnum störfuðu í 17 ár í Garðabæ. Maður sem var hjá þeim á Hjalteyri segist hafa reynt að láta Garðabæ og önnur yfirvöld vita af ofbeldinu sem þau beittu þar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá foreldrum sem tóku barn sitt úr vistun í Garðabæ vegna grunsamlegrar hegðunar Hjalteyrarhjónanna, sem hafa verið sökuð um gróft ofbeldi gegn börnum. Foreldrarnir létu Garðabæ vita.

Farþegar fastir í vélinni síðan á hádegi: „Fólk er orðið alveg grænt í framan“
Farþegar í flugvél British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag hafa setið fastir í vélinni síðan þá, vegna slæmra veðurskilyrða. Farþegi í vélinni segir stemninguna um borð nokkuð góða, miðað við aðstæður. Farþegar aftast í vélinni hafi þó fengið að finna fyrir veðurofsanum.

Töluverðar raskanir á flugsamgöngum vegna óveðursins
Óveðrið í dag hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur en aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli frá því í morgun og þar til seinnipartinn í dag.

Grindvíkingar hvattir til að baka piparkökur í óveðrinu
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík stendur í ströngu í óveðrinu sem geysar yfir stóran hluta landsins. Sveitin fór óvenjulega leið til þess að hvetja fólk til að halda sig innandyra.

Ekkert spurt um aðbúnað dýra í útlöndum
Formaður Bændasamtakanna segir íslenska neytendur ekki hafa hugmynd um hvernig farið er með þau dýr í útlöndum og við hvernig aðbúnað þau lifa þegar kjöt af gripunum eru flutt inn til Íslands. Hann krefst þess að sömu kröfur verði gerðar til innfluttra matvæla eins og gert er til innlendrar matvælaframleiðslu þegar aðbúnaðarreglugerð dýra er annars vegar.

Mikið að gera hjá björgunarsveitum vegna óveðurs
Rétt fyrir ellefu í morgun hófst óveðursvakt björgunarsveitamanna í Borgarnesi þegar tilkynnt um fok á þakplötum, þakklæðningum og lausamunum. Upp úr hádegi fóru tilkynningar að berast flestum björgunarsveitum á suðvesturhorni landsins.

„Grímsvötn eru orðin ófrísk“
Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 70 metra og búist er við því að hlaupið nái hámarkií dag. Enginn sjáanlegur gosórói er á svæðinu.

„Ég held að maður geti sagt í heildina tekið að þetta sé að sigla niður“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að heilt yfir litið sé faraldurinn á niðurleið hér á landi. Tólf hafa nú greinst með omíkron afbrigði veirunnar hér á landi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Sóttvarnalæknar hefur skilað nýju minnisblaði. Tólf hafa nú greinst með Omíkron afbrigði kórónuveirunnar. Fjallað verður um stöðuna í hádegisfréttum á slaginu klukkan 12.

Búinn að skila minnisblaði til ráðherra
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra minnisblað í gær.

Áttatíu greindust innanlands í gær
Áttatíu greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær og tíu á landamærunum. Alls voru 39 þeirra sem greindust smitaðir í sóttkví við greiningu.

Ekki Alþingis að eigna Snorra Egils sögu
Alþingi fer ekki með úrskurðarvald þegar kemur að því að eigna nafnþekktum miðaldamönnum okkar glæstustu bókmenntaverk fyrri alda, að mati Sverris Jakobssonar miðaldasagnfræðings. Hann telur Snorra Sturluson lélegan liðsmann frjálshyggjumanna sem aðhyllast þá stefnu sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor fjallar um í nýjustu bók sinni sem kom út í fyrra.

Jarðhræringar, stjórnarsáttmáli og ásýnd miðborgarinnar
Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Ara Trausta Guðmundsson um ólguna undir fótum okkar.

Svo ölvaður að hann mundi ekki eigið nafn
Nokkuð var um að vera hjá lögreglu í nótt. Lögregla setti meðal annars upp umferðarpóst í nótt þar sem áfengisástand ökumanna var kannað og reyndust tveir undir áhrifum.

Eldur í bíl við Austurver
Eldur kom upp í bíl við Austurver í Reykjavík nú í kvöld. Engin slys urðu á fólki.

Vesen um veganjól ekkert miðað við áður
Úrval á vegan-fæði hefur aukist gríðarlega undanfarin ár í takt við breyttar matarvenjur landsmanna. Íslenskir framleiðendur hafa verið að auka framleiðslu sína til að koma til móts við grænkera, sérstaklega fyrir jólin.

Útlit fyrir vonskuveður og Strætó fellir niður ferðir
Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir stóran hluta landsins sem taka gildi á morgun. Væntanlegt illviðri mun hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni.

Undarlegt að starfsfólk þurfi að eiga við drukkna unglingahópa
Framkvæmdastjóri Hagkaupa segir undarlegt að starfsfólk verslunarkeðjunnar þurfi að eiga við hópa af drukknum unglingum í og við verslanirnar. Í haust hafa komið upp nokkur alvarleg atvik við verslanir Hagkaupa. Framkvæmdastjórinn kann ekki öruggar skýringar á því, en veltir upp styttum opnunartíma í miðbænum, Covid-þreytu eða breyttum uppeldisáherslum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Gert er ráð fyrir að hlaupið í Grímsvötnum nái hámarki á morgun en íshellan hefur sigið um 40 metra. Engin merki er um gosóróa á svæðinu. Við sýnum stórkostlegar myndir sem Ragnar Axelsson, RAX, tók af svæðinu í dag.

Allt tiltækt lið sent í útkall sem reyndist óþarft
Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, fjórir dælubílar, tveir körfubílar og tveir sjúkrabílar, var sent á Seltjarnarnes á þriðja tímanum í dag vegna tilkynningar um reyk. Þegar á staðinn var komið varð ljóst að ekki væri um neinn eld að ræða.

Skipar starfshóp til að rannsaka Hjalteyrarmálið
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp til að fara yfir málefni barnaheimilisins á Hjalteyri strax eftir helgi.

Fyrsti skíðadagurinn á Siglufirði í fallegu veðri
Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnar í dag í fyrsta sinn í vetur. Forstöðumaður svæðisins segist hafa fundið fyrir mikilli tilhlökkun meðal bæjarbúa og dagurinn sé fullkominn til skíðamennsku.

Útilokar hvorki reglulega örvunarbólusetningu né aðgerðir næstu árin
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir okkar helstu von í baráttunni við kórónuveiruna vera að ná hjarðónæmi með náttúrulegum sýkingum.

35 íbúðir afhentar á Selfossi í dag í hæsta húsnæði á Suðurlandi
Það eru ánægðir íbúðaeigendur, sem taka á móti lyklum sínum í dag í 35 nýjum íbúðum á Selfossi en blokkin, sem fólkið er að flytja í er hæsta húsnæði á Suðurlandi upp á sex hæðir. Allar íbúðirnar í blokkinni seldust án auglýsinga. Byggingarverktakinn er byrjaður að byggja aðra blokk við hlið þeirra nýju.

Ánægja með Dag minni í austurborginni
Reykvíkingar eru ánægðari með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en aðrir landsmenn. Íbúar í vesturhluta borgarinnar eru mun ánægðari með störf borgarstjóra en aðrir.

Réðst á öryggisvörð í Spönginni sem bað hann að bera grímu
Ungur maður réðist á öryggisvörð í Spönginni í Grafarvogi í nótt því hann vildi ekki bera grímu í búðinni. Lögregla leitar mannsins sem flúði af vettvangi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Alls hafa tíu nú greinst með omíkron afbrigði kórónuveirunnar. Í gær greindust 110 smitaðir af kórónuveirunni. Fjallað verður um stöðuna í hádegisfréttum á slaginu klukkan 12.

Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 40 metra
Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um rúmlega 40 metra. Jarðskjálftum á svæðinu hefur fjölgað en engin merki eru um gosóróa.

Tíu hafa greinst með omíkron hér á landi
Í gær greindust 110 einstaklingar smitaðir af kórónuveirunni. Tíu einstaklingar hafa verið greindir með omíkron-afbrigði veirunnar frá því að það barst hingað til lands.

Einungis þrettán þingmenn fá ekki álagsgreiðslur
Áttatíu prósent kjörinna þingmanna fá álagsgreiðslur ofan á þingfararkaup sitt, sem er þegar 1.285 krónur. Allir þingmenn tveggja flokka fá álagsgreiðslur.

Nota Moderna jafn mikið og Pfizer í örvunarbólusetningu
Bóluefni Moderna gegn Covid-19 er notað jafn mikið í örvunarbólusetningum hér á landi og bóluefni Pfizer/BioNTech. Efnið er þó ekki notað við örvunarbólusetningu karlmanna fjörutíu ára og yngri.

Þrjár líkamsárásir tilkynntar síðasta hálfa sólarhringinn
Þrjár líkamsárásir eru á borði lögreglu eftir nóttina. Nokkuð annasamt virðist hafa verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt ef marka má dagbók lögreglu.

Frestur vegna tilkynningar um örorku ekki liðinn og Vörður þarf að greiða bætur
Tryggingafélagið Vörður var í gær dæmt til að greiða dánarbúi manns bætur vegna örorkutryggingar en ágreiningur var um hvenær manninum var ljóst um varanlegar afleiðingar sjúkdóms sem hann greindist með.

Cyclothonið verið hjólað í síðasta sinn
Síminn Cyclothon, sem var stærsta hjólreiðakeppni landsins, verður ekki haldin á næsta ári. Stofnendur keppninnar þakka öllum sem komið hafa að keppninni frá stofnun hennar árið 2012.

Gott ef veiran þróast í átt til minni veikinda en það taki langan tíma
Yfirlæknir á Landspítalanum segir mögulegt að omíkrón-afbrigði kórónuveirunnar reynist meinlausara en fyrri afbrigði. Hann telur ekki sérstaka ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af afbrigðinu sem stendur en bendir þó á að á næstu vikum muni umfang og alvarleiki afbrigðisins líklega koma betur í ljós.

Akureyrarbær megi ekki við því að baka sér frekari óvild kattavina
Ragnheiður Gunnarsdóttir, eigandi Kisukots á Akureyri, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við heilbrigðiseftirlit Norðurlands og stjórnsýslu Akureyrarbæjar.