Fleiri fréttir

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis

Vísir sendir lesendum sínum nær og fjær – til sjávar og sveita – bestu óskir um farsælt nýtt ár. Megi árið 2022 færa okkur öllum frið og hamingju í hjarta.

„Ég held að við séum á leiðinni út úr þessu hel­vítis Co­vid“

Fulltrúar flokkanna á þingi voru gestir Kryddsíldarinnar á Stöð 2. Í lok þáttar voru þeir beðnir að fara stuttlega yfir árið sem er að líða og vonir sínar fyrir árið 2022, bæði í einkalífinu og stjórnmálunum. Allir voru sammála um að árið 2022 yrði vonandi árið þar sem kórónuveirufaraldurinn yrði kvaddur fyrir fullt og allt.

Ragn­heiður Ósk valin maður ársins 2021

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp.

Sögu­leg undir­ritun kjara­samnings grunn­skóla­kennara

Nýr kjarasamningur Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga var undirritaður hjá embætti ríkissáttasemjara í gær. Þetta er í fyrsta skipti í sögu félagsins sem ritað er undir kjarasamning grunnskólakennara áður en gildandi samningur rennur út. 

„Skjóta fjandans veiruna á braut“

Flugeldasala Landsbjargar hefur gengið vel í ár. Viðskiptavinur segir að í kvöld verði kórónuveiran skotin burt fyrir fullt og allt.

Fresta vinnu­sótt­kví vegna mis­taka

Áætluð útvíkkun um vinnusóttkví, sem átti að taka gildi á hádegi í dag, hefur verið frestað. Til stendur að funda nánar með öllum hlutaðeigandi hagsmunaaðilum í dag.

Jafnlöng röð í sýnatöku og áður

Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda.

Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus

Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt.

Tryggðu þér á­skrift fyrir Krydd­síldina

Hin árlega Kryddsíld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Bylgjunni að venju. Þátturinn hefst klukkan 14 en Edda Andrésdóttir, Erla Björg Gunnarsdóttir og Snorri Másson leiða Kryddsíldina eftir þetta viðburðaríka ár. 

Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum

Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni.

Stefnir í tæp­­lega þrjá­tíu daga sótt­kví: „Ég vona alla­vega að ég losni á nýju ári“

Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni.

Varað við hættu á gróður­eldum: Vonsku­veður á ný­árs­dag

Vonskuveður verður nánast á landinu öllu á morgun, nýársdag, en gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum fyrir hádegi á morgun. Þá hefur slökkviliðið varað við gróðureldum en Brunavarnir Árnessýslu sendu meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 

Nautin í Hvammi svolgra í sig bjór alla daga

Nautin á bænum Hvammi í Ölfusi njóta lífsins á hverjum degi því þau eru alin upp á bjór og hrati af bjór, sem þau eru sólgin í. Eftir að þeim er slátrað verður til kjöt með bjórkeim, sem margir kunna vel að meta.

Slökkvi­liðið biður fólk um að hætta að kveikja í rusla­gámum

Höfuðborgarbúar virðast hafa vakið lengi fram eftir í gærnótt ef marka má dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal verkefna lögreglunnar voru gróðureldar á Seltjarnarnesi, sem tilkynnt var um rétt eftir miðnætti í nótt. Eldurinn var minniháttar og tókst lögreglu fljótlega að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið telur að flugeldar hafi komið við sögu.

Gaml­árs­dagur: Hvar er opið og hversu lengi?

Hátíðarnar eru annasamur tími fyrir flesta landsmenn og gamlársdagur er þar engin undantekning. Flugeldakaupin eru mörgum mikilvæg og aðrir telja ómissandi að drekka bjór með Skaupinu. Eins og gengur og gerist geta hlutir gleymst þrátt fyrir góðan undirbúning og þá er gott að vita hvar opið er á gamlársdag.

Kári vill fimm daga ein­angrun

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur skynsamlegast að stytta einangrun Covid-smitaðra niður í fimm daga. Kórónuveiran hafi dreifst hratt um samfélagið og óráðlegt sé að halda fólki í einangrun í lengri tíma. Reglunum var breytt í dag en nú þurfa Covid-smitaðir aðeins að vera í sjö daga einangrun.

Krummi og Her­mann biðja Sölva líka um að birta ekki við­tölin

Hermann Hreiðarsson knattspyrnukappi og Krummi í Mínus hafa óskað eftir því að viðtal sem Sölvi Tryggvason tók við þá fyrr á árinu verði ekki birt. Fréttastofa greindi frá því fyrr í kvöld að Bogi Ágústsson sjónvarpsmaður hefði óskað eftir því sama.

Reglur um vinnu­sótt­kví rýmkaðar á morgun

Nýjar reglur um vinnusóttkví taka gildi á hádegi á morgun, gamlársdag. Sóttvarnalæknir og almannavarnir hafa gefið út uppfærðar leiðbeiningar um hvenær er heimilt að beita vinnusóttkví.

Bað um að við­tal Sölva við sig yrði ekki birt

Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur óskað eftir því að viðtal sem Sölvi Tryggvason tók við hann fyrr á árinu verði ekki birt. Sölvi hyggst fara með hlaðvarp sitt af stað að nýju innan skamms, en hann dró sig úr sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum.

Færði smituðum far­þega mat og jóla­skraut í ein­angrun: „Það er ýmis­legt sem gerist þegar fólk er á ferða­lögum“

Ragnhildur Eiríksdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, sem fjallað var um í dag að hefði hjálpað hinni bandarísku Marisu Fotieo, sem fékk jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi um borð í vél Icelandair hingað til lands, segist aðeins hafa verið að gera það sem hún hefði viljað að yrði gert fyrir sig ef hún hefði verið í sömu stöðu.

Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir

Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. 

Sund­lauginni lokað og gestir sendir heim

Loka þurfti Árbæjarlaug síðdegis í dag vegna manneklu og sundlaugagestir voru reknir upp úr. Fjölmargir starfsmenn sundlauga á höfuðborgarsvæðinu eru í sóttkví eða einangrun og ekki tókst að manna seinni vaktina í lauginni af þeim ástæðum.

Tímaspursmál hvenær starfsemi fyrirtækja lamast

Forstjórar tveggja stórra fyrirtækja í Reykjavík segjast þakka fyrir hvern dag þar sem starfsemin helst gangandi, en það sé bara tímaspursmál hvenær það taki enda. Nærri fimm prósent allra íbúa höfuðborgarsvæðisins eru nú annað hvort í sóttkví eða einangrun.

Gengið gegn sóttvarnaráðstöfunum

Nokkur hundruð manns sem leggjast gegn bólusetningum fyrir Covid-19 fóru í dag í göngu frá stjórnarráðshúsinu í Reykjavík og annar hópur frá Akureyrarkirkju.

Einangrun stytt í sjö daga

Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Lokað í grunn- og leik­skólum á mánu­daginn

Lokað verður í grunn- og leikskólum í Reykjavík á mánudaginn, þann 3. janúar, vegna „skipulagsdags“. Almannavarnir gera einnig ráð fyrir að loka þurfi deildum á leikskólum eða fella niður kennslu í einstökum árgöngum grunnskóla um skemmri eða lengri tíma á næsta ári vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum frá nýrri reglugerð sem styttir þann tíma sem fólk þarf að vera í einangrun eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

Starfsfólk Landspítala biðlar til óbólusettra

Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala kveðst nú hafa miklar áhyggjur af þeim hópi fólks sem ekki hefur látið bólusetja sig og starfsfólk Landspítala biðlar til óbólusettra að endurskoða ákvörðun sína. Ef ekki tekst að ná fjölda smitaðra niður má gera ráð fyrir að 60 manns verði inniliggjandi á spítala, þar af fimmtán á gjörgæslu, þann 10. janúar.  

„Gott væri að fækka ferðum á bílum“

Styrkur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs var nokkuð hár í borginni í morgun samkvæmt mælingum á þremur mælistöðvum Reykjavíkur. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mælir með því að notkun bílsins verði lágmörkuð í dag.

Egill Einars­son segir tóma dellu að hann sé sótt­varna­dólgur

Egill Einarsson, fjölmiðlamaður og líkamsræktarþjálfari, er staddur úti á Tenerife í góðu yfirlæti. Umdeild frásögn hans á Instagram í gær rataði víða og hún höfð til marks um að Egill væri að hæðast að sóttvörnum. Hann segir ekkert fjær sanni.

240 milljónir fóru í ráðherrabílana

Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna.

Allt að 72 tíma bið eftir niður­stöðu úr PCR

Óvenjumörg PCR-einkennasýni hafa verið tekin síðustu daga og fjöldinn farið fram úr afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans sem sér um greiningu sýnanna. Getur fólk nú átt von á því að bið eftir niðurstöðu sé allt að þrír sólarhringar eða 72 tímar.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.