Fleiri fréttir

Fjár­mögnun Land­spítala verði þjónustu­tengd frá ára­mótum

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, og María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, undirrituðu í gær samning um breytt skipulag á fjármögnun hluta starfsemi spítalans. Í honum flest að frá og með næstu áramótum verði klínísk starfsemi LSH fjármögnuð í samræmi við umfang veittrar þjónustu. Markmiðið með þessum samningum er að fjármögnun spítalans verði meira í samræmi við þjónustuna sem veitt er.

Víkingar streyma í hraðprófin

Segja má að Fossvogurinn sé á yfirsnúningi fyrir morgundeginum og það tengist ekki á nokkurn hátt Alþingiskosningum. Karlalið Víkings á risastóran möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í þrjátíu ár með sigri á Leikni á heimavelli sínum í Víkinni klukkan 14.

Aldrei fleiri kosið utan­kjör­fundar í ó­venju­legum kosningum

Aldrei hafa fleiri kosið utankjörfundar í alþingiskosningum en að þessu sinni. Í morgun höfðu 42.635 greitt atkvæði utankjörfundar á landsvísu, þar af tæplega 30 þúsund í Reykjavík. Yfirkjörstjórnir leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir kjördag á morgun en kosningarnar í ár eru um margt óvenjulegar.

Íbúðalánasjóður þarf ekki að endurgreiða uppgreiðslugjald

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Íbúðalánasjóð af kröfum lántaka sem fór fram á endurgreiðslu uppgreiðslugjalds. Milljarðar voru í húfi fyrir íslenska ríkið. Lögmaður lántakans segir dóminn hafa komið sér á óvart og hyggst áfrýja.

36 greindust innanlands með Covid-19

Í gær greindust 36 einstaklingar innan­lands með Co­vid-19 og voru 28 í sóttkví við greiningu. Tuttugu voru óbólusettir. 348 einstaklingar eru í einangrun hér á landi vegna sjúkdómsins og 1.164 í sóttkví. 

Varar við hættu sem getur stafað af pappa­r­örunum

„Það voru tvær mæður sem létu mig vita, sama sólarhringinn, að þegar börnin þeirra voru að drekka úr einhverjum umbúðum með papparörum, þá losnaði frá hluti af rörinu og varð eftir í munni barnanna.“

Vildi ekki þiggja að­stoð eftir um­ferðar­slys en sagðist sár eftir líkams­á­rás

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um umferðarslys í miðborginni um kvöldmatarleytið í gær. Þar hafði bifreið verið bakkað á mann sem var að ganga yfir götu. Maðurinn vildi enga aðstoð þiggja, að því segir í tilkynningu lögreglu, en sagðist finna til í öllum skrokknum vegna líkamsárásar sem hann hafði orðið fyrir skömmu.

Allt sem þú þarft að vita um kosningarnar

Landsmenn munu ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa sér nýtt þing. Kjörstaðir verða opnaðir um allt land í fyrramálið, flestir klukkan níu og verður þeim í flestum tilfellum lokað klukkan 22. Vísir hefur tekið saman nokkur helstu atriðin varðandi kosningarnar og framkvæmd þeirra. 

Leiðtogar rifust um jöfnuð

Leiðtogum stjórnmálaflokkanna varð mörgum heitt í hamsi þegar jöfnuður var til umræðu á Kappræðum fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í kvöld.

Vilja gamla götumynd á Bíldudal og endurreisa Kaupmannshúsið

Áform eru uppi á Bíldudal um að endurbyggja eitt veglegasta hús nítjándu aldar, Kaupmannshús Péturs J. Thorsteinssonar útgerðarmanns, þar sem sonur hans, listamaðurinn Muggur fæddist. Tvö önnur hús yrðu endurreist og þannig búin til gömul götumynd.

Sérstaklega löng kosninganótt fram undan

Landsmenn þurfa líklega að bíða langt fram á morgun eftir endanlegum niðurstöðum kosninganna um helgina. Slæm veðurspá og sögulegur fjöldi utankjörfundaratkvæða setja strik í reikninginn. Landhelgisgæslan er í viðbragðsstöðu.

„Þó að við séum úti á landi þá erum við samt til“

Fólkið á Suðurlandi vill að framkvæmd brúar yfir Ölfusá verði flýtt, Austfirðingar vilja betri samgöngur og á Vestfjörðum minnir fólk á að heilbrigðismálin séu sett í forgang. Þetta kom fram í innslagi sem sýnt var í Kappræðuþætti Stöðvar 2 í kvöld.

Svona virka nýjar meðal­hraða­mynda­vélar

Sam­göngu­ráðu­neytið hefur veitt lög­reglu heimild til að styðjast við nýjar hraða­mynda­vélar sem mæla meðal­hraða bíla á löngum vegar­kafla. Enn liggur ekki fyrir hvernig sektum fyrir of hraðan meðal­akstur verður háttað.

Leikmaður Lemgo laus úr haldi

Leikmaður þýska úrvaldsdeildarliðsins Lemgo, sem handtekinn var hér á landi í morgun vegna gruns um kynferðisbrot, er laus úr haldi. Lögreglan segir rannsókn málsins ganga vel.

Heilmikil dramatík í aðdraganda síðustu kosninga

Gengið verður til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Í framhaldinu munu flokkarnir þreifa hver á öðrum varðandi myndun ríkisstjórnar. Það er sannarlega ekki alltaf auðvelt og var það sannarlega ekki fyrir fjórum árum.

Ný Maskínu­könnun: Hvorki ríkis­stjórnin né Reykja­víkur­módelið ná meiri­hluta

Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu.

Kapphlaup um nýja bálstofu í uppsiglingu

Kapphlaup virðist vera í uppsiglingu milli Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma og einkaaðila um byggingu nýrrar bálstofu. Forstjóri kirkjugarðana telur aðeins pláss fyrir eina bálstofu í landinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Stjórnarflokkana vantar einn þingmann svo ríkisstjórnin haldi velli samkvæmt nýrri könnuna Maskínu fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Við greinum frá niðurstöðu könnunarinnar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld sem verða í opinni dagskrá.

Svona voru kappræðurnar á Stöð 2

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram krafta sína til Alþingis næstu fjögur árin mæta í sjónvarpssal Stöðvar 2 á Suðurlandsbraut og takast á í kappræðum að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fylgi Katrínar meira en næstu þriggja samanlagt

Þegar landsmenn eru spurðir að því hvern af leiðtogum stjórnmálaflokkanna þeir vilji sjá sem næsta forsætisráðherra þá svara 36 prósent þeirra: Katrín Jakobsdóttir. Þetta kemur fram í nýrri Maskínukönnun.

„Lög­regla sleppir fram­burði sem hreinsar manninn af þátt­töku í mann­­drápi“

Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana.

Þrír lögreglumenn lokið störfum eftir að þeir tilkynntu einelti

Þrír lögreglumenn hafa hætt eða verið sagt upp störfum eftir að þeir tilkynntu einelti og önnur samskiptavandamál til dómsmálaráðuneytisins, fagráðs ríkislögreglustjóra eða yfirmanna. Tveir þeirra störfuðu hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og einn á höfuðborgarsvæðinu. Allir voru karlkyns.

Eigandi bílsins skilaði sér sjálfur í Landamannalaugar

Björgunarsveitarfólki sem var kallað út vegna mannlauss bíls nærri Landmannalaugum var snúið við á leiðinni eftir að eigandi bílsins skilaði sér sjálfur í skála þar. Eigandinn var erlendur ferðamaður sem hafði verið að njóta náttúrunnar.

Sýndi mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns

Karlmaður sem rauf einangrun vegna Covid-19 sýndi starfsmönnum farsóttarhúss mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns þar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögregla er með fjölmörg mál tengd manninum til meðferðar.

Íslenskan glímir við ímyndarvanda

Mikilvægt er að skólakerfið glími við ímyndarvanda íslenskunnar að mati Íslenskrar málnefndar, sem gefið hefur út árlegt álit sitt á stöðu íslenskrar tungu.

Tugmilljóna króna tjón vegna tölvuárásar

Rússneskir tölvuþrjótar hafa síðan á föstudag haft allt tölvukerfi hátæknifyrirtækis í gíslingu. Þeir krefjast tuga milljóna króna lausnargjalds. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins ætlar ekki að verða við kröfum þeirra. Hann býst við að hægt verði að hefja einhverja starfsemi á ný í fyrirtækinu í dag.

Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey

Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið.

Sjá næstu 50 fréttir