Fleiri fréttir

Starfs­maður á Grund greindist smitaður

Starfs­maður á hjúkrunar­heimili Grundar við Hring­braut greindist já­kvæður fyrir Co­vid-19 í gær­kvöldi. Hann vinnur á deildunum Litlu Grund og Minni Grund.

Fimm­tán far­þegar Herjólfs greindust smitaðir

Fimmtán farþegar sem voru um borð í Herjólfi í gær greindust smitaðir af kórónuveirunni. Um er að ræða erlenda ferðamenn sem fengu jákvæðar niðurstöður úr sýnatöku eftir að þeir komu til Vestmannaeyja.

Reyndu að smygla sér inn á fullt tjald­svæði

Þrátt fyrir að verslunarmannahelgin hafi verið óvenjuleg í ár virðast Íslendingar hafa skemmt sér vel á tjaldsvæðum víða um land. Umsjónarmaður á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri segir talsverðan eril hafa verið þar í gærkvöldi og í nótt.

„Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“

Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið teki í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar.

83 greindust innanlands

Að minnsta kosti 83 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greind­ust inn­an­lands í gær voru 42 í sótt­kví en 41 utan sóttkvíar við greiningu.

Síðasta myndin úr vél Johns Snorra

Síðasta myndin úr GoPro-myndavél Johns Snorra Sigur­jóns­sonar, sem hann var með á sér á K2 þegar hann fórst þar í byrjun febrúar, hefur verið birt á netinu. Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara, sem fórst með John í leið­angrinum, náði GoPro-mynda­vélinni úr jakka Johns þegar hann fann lík göngumannanna á mánu­daginn var.

Lenti lítilli flugvél á bensínstöð

Viðstöddum brá heldur betur í brún í dag þegar lítilli flugvél var lent á plani bensínstöðvar N1 í Árnesi. Upphaflega hélt fólk að um brotlendingu væri að ræða og safnaðist saman á bensínstöðinni.

Stuð og stemming á harmonikkufjöri á Borg í Grímsnesi

Mikið stuð og stemming er á tjaldsvæðinu á Borg í Grímsnesi því þar eru harmoníkuleikarar, saxófónleikarar, trommuleikari og maður sem spilar á sög komnir saman til að skemmta sér og öðrum við dillandi tónlist og dans tjaldsvæðisgesta.

„Ég er ekkert hrædd við þetta“

„Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví.

Fólk í sótt­kví fær ekki að dvelja á far­sóttar­húsum

Heil­brigðis­ráð­herra hefur tekið á­kvörðun um að breyta reglu­gerð sinni um far­sóttar­hús þannig að húsin verði að­eins fyrir þá sem þurfa að vera í ein­angrun. Samninga­við­ræður eru einnig í gangi um að koma tveimur nýjum far­sóttar­húsum á lag­girnar.

Keyrði inn í Ís­búð Vestur­bæjar

Ökumaður bifreiðar keyrði inn í Ísbúð Vesturbæjar í Bæjarlind fyrr í dag. Engin alvarleg slys urðu á fólki en starfsfólk ísbúðarinnar er í töluverðu áfalli.

Einn lagður inn á spítala með Covid-19

Einn var lagður inn á Land­spítalann með Co­vid-19 í gær og eru nú sam­tals tíu Co­vid-sjúk­lingar inni­liggjandi á spítalanum, þar af tveir á gjör­gæslu.

Nóg um að vera í uppsveitum Árnessýslu

Mikill fjöldi fólks er nú í Uppsveitum Árnessýslu þó engin skipulögð dagskrá sé þar í gangi. Ferðamálafulltrúi svæðisins segir þrátt fyrir það sé mikla afþreyingu í boði fyrir fólk. Miklar þrumur og eldingar voru á svæðinu síðdegis í gær og í gærkvöldi.

Við­búið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr ein­angrun

Bólu­sett fólk í ein­angrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri ein­angrunar­tíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Co­vid-göngu­deildarinnar sem hafa tekið síma­við­töl við smitaða ein­stak­linga og eru með góða yfir­sýn yfir það til hverra styttri ein­angrunar­tími nær.

Rakningar­teymið nær ekki lengur að sinna öllum

Svo margir greinast nú dag­­lega með kórónu­veiru­­smit að smitrakningar­teymið nær ekki að hringja í alla þá sem eiga að fara í sótt­kví. Nú eru þeir sem smitast beðnir að hafa sjálfir sam­band við þá sem þeir hafa verið í ná­vígi við og sendir rakningar­teymið að­eins á þá SMS með á­minningu um að þeir séu komnir í sótt­kví.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við ítarlega um faraldur kórónuveirunnar en aldrei hafa fleiri greinst smitaðir á einum degi. Ómögulegt er fyrir smitrakningarteymi að hringja í alla sem þurfa í sóttkví.

Allir heimilis­menn virðast hafa sloppið við smit

Enginn heimilis­maður á hjúkrunar­heimilinu Ási greindist smitaður af kórónu­veirunni í skimun sem var gerð á þeim í gær. Starfs­maður hjúkrunar­heimilisins greindist með veiruna fyrr í vikunni.

Hand­tekinn fyrir að yfir­gefa far­sótta­hús fullur

Lög­regla hand­tók mann við Hlemm klukkan að verða ellefu í gær­kvöldi en sá átti að vera í far­sótta­húsi. Hann hafði yfir­gefið far­sótta­húsið ofur­ölvi í gær­kvöldi og var sökum á­stands síns vistaður í fanga­geymslu í nótt.

„Við stöndum betur að vígi en meiri­hluti mann­kyns“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að fólk þurfi að sýna sóttvarnayfirvöldum biðlund. Verið sé að fylgjast með þróun fjórðu bylgjunnar hér á landi og um tíu dagar séu þar til framhald sóttvarnaaðgerða skýrist.

Segir ferðahug í fólki þrátt fyrir uppsveiflu

Margir hafa sett sig í samband við Neytendasamtökin vegna breytinga eða afpöntunar utanlandsferða. Samskiptastjóri Play segir fólk hikandi við að bóka flug en að ferðahugur sé í fólki þrátt fyrir uppsveiflu í faraldrinum.

„Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um fræðslu“

Ný lög í Noregi sem skylda áhrifavalda til að merkja myndir sem búið er að eiga við eru skrýtin að mati áhrifavalds. Hún segir rökréttara að fræða ungt fólk um skaðsemi samfélagsmiðla og veltir því fyrir sér hvers vegna lögin taki einungis til áhrifavalda.

Of­næmis­tíminn í há­marki en varan­leg lækning mögu­leg

Landsmenn hafa kannski margir tekið eftir asparfræjum á sveimi um landið en þau líkjast helst snjókornum, stór og hvít. Fræin eru þó enginn ofnæmisvaldur, eins og margir hafa kannski haldið, heldur eru það frjóin sem ráðast á ónæmiskerfi fólks.

FM957 kynnir hlaðvarpið Blökastið

Strákarnir í FM95Blö gefa út fjóra hlaðvarpsþætti í mánuði til viðbótar við föstudagsþáttinn vinsæla. Fyrsti þátturinn er kominn út og lofa strákarnir góðri skemmtun.

Sofa í bílnum með Covid-19

Dæmi eru um að Covid-sjúklingar hafi neyðst til þess að sofa í bílum sínum undanfarna daga vegna þess að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. Farsóttarhús í Reykjavík eru yfirfull.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dæmi eru um að Covid-sjúklingar hafi neyðst til þess að sofa í bílum sínum undanfarna daga vegna þess að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. Farsóttarhús í Reykjavík eru yfirfull og reynt er að mæta stöðunni með því að stytta einangrunartíma bólusettra covid-sjúklinga í tíu daga. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sýna­töku­prófin segja ekki bara já eða nei

Það kemur fyrir að falskar já­kvæðar niður­stöður komi út úr greiningu sýna hjá sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spítala. Bæði getur verið um tækni­leg frá­vik að ræða en einnig að út komi „mjög ó­af­gerandi niður­stöður“ úr sýna­tökunni.

Óttast um þátt­töku í mikilvægri klíniskri til­raun og vilja bólu­setningu sem fyrst

Foreldrar ellefu ára gamals drengs með Duchenne-sjúkdóminn hafa kallað eftir því að hann fái bólusetningu gegn Covid-19 hér á landi svo hann komist sem fyrst til Kanada, til þess að þátttaka þeirra í klíniskri tilraun á lyfi sem þau segja að hafi stórbætt lífsgæði drengsins og bróður hans, sem einnig er með Duchenne, sé ekki í hættu. Málið er í skoðun hjá sóttvarnaryfirvöldum.

Stytta ein­angrun bólu­settra niður í 10 daga

Sótt­varna­læknir hefur tekið á­kvörðun um að stytta ein­angrunar­tíma þeirra sem hafa smitast af Co­vid-19 ef þeir eru bólu­settir og geta talist til „hraustra ein­stak­linga“. Þeir verða fram­vegis að­eins að vera í ein­angrun í tíu daga en ekki tvær vikur eins og hefur verið hingað til.

Sjá næstu 50 fréttir