Fleiri fréttir

Inga Sæland krefst þess að Alþingi komi saman vegna faraldursins

Inga Sæland formaður Flokks fólksins krefst þess að Alþingi verði þegar kallað saman vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kórónuveirufaraldrinum. Neyðarástand ríki í samfélaginu og styrkja þurfi sóttvarnaráðstafanir og heilbrigðiskerfið.

Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn.

Klappað og fagnað þegar sex ára stúlka fann móður sína aftur

Inni­legir og fal­legir fagnaðar­fundir urðu hjá móður og sex ára dóttur hennar á Óðinstorgi í Þingholtunum í gær eftir að stúlkan hafði týnst í um klukku­stund. Hún var í heim­sókn í hverfinu, ókunnug því og villtist því þegar hún ráfaði í burtu.

Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu

Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. 

Minnst 118 greindust innanlands

Í gær greindust minnst 118 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 34 óbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 67 eða rúmur helmingur var utan sóttkvíar við greiningu. 

Enginn jarðskjálfti að stærð 5,0 í morgun

Athygli vakti að jarðskjálfti að stærð 5,0 var skráður á vef Veðurstofunnar norðaustur af Flatey klukkan 6:25 í morgun. Ekki var um raunverulegan skjálfta að ræða heldur námu jarðskjálftanemar bylgjur frá öflugum skjálfta sem mældist í Alaska um tíu mínútum fyrr.

Halda tón­listar­há­tíð þrátt fyrir allt

Það styttist í Verslunarmannahelgi og vegna faraldurs kórónuveirunnar er ýmist búið að aflýsa eða fresta bæjarhátíðum um land allt. Þrátt fyrir það ætla veitingamenn á Skuggabaldri við Pósthússtræti að halda uppi fjöri í miðbæ Reykjavíkur.

Mengun frá skemmtiferðaskipum minnki um allt að helming

Faxaflóahafnir stefna á að ljúka uppbyggingu fyrir raftengingu farþegaskipa í höfnum allra hafna fyrirtækisins innan fimm ára. Þannig verður dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og loftgæði almennt bætt í borginni.

Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu

Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum birtum við nýja könnun Maskínu sem sýnir að stjórnarflokkarnir hafa misst meirihlutann. Við tölum við stjórnmálafræðiprófessor um mögulegar meirihlutastjórnir.

Land­spítali hættir við að krefja starfs­fólk um nei­kvætt PCR-próf

Landspítalinn hefur fallið frá þeirri kröfu að starfsfólk sem snýr til baka eftir orlof innanlands skuli skila inn PCR-prófi fyrir Covid-19 áður en það snýr aftur til starfa. Það er þó hvatt til þess að fara í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum eða hafi verið á stöðum þar sem smit hefur komið upp.

Loka­tölur: 122 greindust innan­lands

Alls greindust 122 með kórónuveiruna í gær. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu.

Vill upp­­­lýsingar beint af kúnni

Helga Vala Helga­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar og for­maður vel­ferðar­nefndar, hefur farið fram á það að nefndin komi saman í miðju sumarfríi þingmanna til að fara yfir stöðu mála í nýrri bylgju far­aldursins. Hún segir mikil­vægt að nefndar­menn fái tæki­færi til að bera spurningar undir helstu sér­fræðinga landsins.

Boða til upplýsingafundar á morgun

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11:00, fimmtudaginn 29. júlí.

Skipu­leggj­endur Reykja­víkur­mara­þonsins liggja undir feldi

Stjórnendur Íþróttabandalags Reykjavíkur skoða nú hvernig mögulegt sé að útfæra Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka með tilliti til hertra sóttvarnaaðgerða. Reykjavíkurmaraþonið var ekki haldið á síðasta ári vegna þágildandi sóttvarnaráðstafana.

Yfirlæknir á von á miklu lægra hlutfalli alvarlegra veikra

115 greindust með kórónuveiruna í gær, sem er næstmesti smitfjöldi sem greinst hefur á einum degi frá upphafi faraldurs. Óbólusettur Íslendingur, yngri en 60 ára, er kominn í gjörgæslu á Landspítalanum vegna Covid-sýkingar.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Að minnsa kosti 115 greindust með kórónuveiruna í gær, sem er næstmesti smitfjöldi sem greinst hefur á einum degi frá upphafi faraldurs en greiningu er enn ekki lokið.

Loksins 20 gráðu hiti í Reykjavík?

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú séu kaflaskil í veðráttunni á Íslandi. Einmuna tíð hefur verið fyrir norðan og austan en höfuðborgarbúar fá nú loksins smjörþef af sumarveðri.

Minnst 115 greindust innan­lands í gær

Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 

Líklega umgangspest en ekki Covid-19 um borð í Kap

Áhöfnin á Kap II VE er laus úr sóttkví í Grundarfjarðarhöfn eftir að niðurstöður skimunar á áhöfninni fyrir Covid-19 reyndust neikvæðar. Umgangspest er líkleg skýring veikindaeinkenna nokkurra skipverja.

Telja John Snorra hafa náð toppi K2

Leitar­menn sem fundu lík John Snorra Sigur­jóns­sonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánu­dag telja að þeir fé­lagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningar­reikningi Sadpara á Twitter.

Metfjöldi sjúkraflutninga í gær

„Svei mér þá ef ekki enn eitt metið sé fallið,“ þetta segir í tilkynningu sem Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu birti á Facebook í dag. Slökkviliðið sinnti alls 186 sjúkraflutningum í gær.

ÍBV íhugar að sækja um ríkisstyrk

Formaður þjóðhátíðarnefndar segir nefndina íhuga að sækja um ríkisstyrk vegna tekjutaps ÍBV af því að fresta þurfi Þjóðhátíð annað árið í röð. Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun.

Velti bíl undir áhrifum og smitaður af Covid-19

Rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi var tilkynnt um bílveltu á Bústaðavegi. Ökumaður bílsins er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá er ökumaðurinn smitaður af Covid-19 og hefði átt að vera í einangrun.

Sjá næstu 50 fréttir