Fleiri fréttir

Birgir og Erna leiða lista Mið­flokksins í Suður­kjör­dæmi

Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi með 93 prósentum greiddra atkvæða. Birgir Þórarinsson, þingmaður mun leiða listann í kjördæminu en Erna Bjarnadóttir, sem farið hefur fyrir Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna, situr í öðru sæti á listanum.

Eldur í bifreið

Upp úr klukkan sex í gærkvöldi var tilkynnt um eld í bifreið í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Slökkvilið réð niðurlögum eldsins.

Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar

Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni.

Smituðum gæti fjölgað töluvert eftir daginn í dag

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, býst jafn vel við töluverðri fjölgun á smituðum einstaklingum eftir daginn í dag. Hann segir að ef ákveðið verði að grípa til hertra aðgerða innanlands til að stemma í stigu við þeirri bylgju sem nú er farin af stað sé betra að gera það sem fyrst.

Vinir Tomma Tomm léttir í lundu í nýjum lundi

Samstarfsfélagar og vinir Tomma Tomm fyrrverandi bassaleikara Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita minntust hans í dag með vígslu Tómasarlundar í Húsdýragarðinum. Lundurinn á að boða gleði eins og lund Tomma hafi alla tíð gert.

Banaslys í Fljótsdal

Kona sem var í fjallgöngu í suðurdal Fljótsdals á Austurlandi í dag slasaðist og lést hún af völdum áverka sem hún varð fyrir.

Fullbólusettir, lítið útsettir en smita allt að sex manns

Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala segir það koma sér mjög á óvart hversu margir smitist nú af kórónuveirunni. Hann telur að herða þurfi innanlandsaðgerðir fljótt. Varúðarráðstafanir voru hertar enn frekar á Landspítala í dag og starfsmenn beðnir að halda sér innan svokallaðrar sumarkúlu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá ákalli æ fleiri sérfræðinga í heilbrigðismálum um að gripið verði til aðgerða til að hefta vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar innanlands. Smituðum fjölgar í veldisvexti og eru lang flestir þeirra full bólusettir og ungir að árum.

Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu

Farsóttarnefnd Landspítalans beinir þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Þannig er það hvatt til þess að búa til eins konar sumarkúlu með sínum nánustu.

Hvetur stjórnvöld til að taka bara slaginn við veiruna

Guðfinnur Karlsson, einn allra umsvifamesti veitingamaður í Reykjavík, hvetur stjórnvöld til þess að finna leið til þess að lifa með veirunni í þeirri bylgju Covid-19 sem nú virðist vera að taka sig upp.

Allir félagslegir leigusalar geti fengið sömu fjármögnun og Bjarg

Aðstoðarframkvæmdastjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að allir félagslegir leigusalar geti fengið sömu fjármögnun og Bjarg leigufélag, sem í gær ákvað að lækka leigu hjá öllum leigutökum sínum. Eina skilyrði fjármögnunar er að leigutakar njóti góðra kjara.

Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London

Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London.

Fimm hross týnd á fjöllum í rúma viku

Fimm hross sem fældust og hlupu á fjöll hafa verið týnd í rúma viku. Hrossin týndust skammt frá Gatfelli á Uxahryggjaleið, suðvestur af Skjaldbreið, á þriðjudagsmorgun í síðustu viku.

56 greindust innanlands í gær

Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu.

Gylfi sagður neita sök

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi.

„Að sjálfsögðu kláraði ég bjórinn“

Fréttaljósmynd ársins er lýsing sem hefur verið höfð um myndina hér að ofan, þar sem Jón Stefánsson, sjálfur meira að segja fyrrverandi ljósmyndari, situr hinn rólegasti og klárar sinn Gull af krana fyrir utan Bláu könnuna á Akureyri á meðan hamfaraástand ríkir í kringum hann.

Öll sýni neikvæð á Grund

Öll sýni sem tekin voru hjá íbúum og starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund eftir að smit greindist hjá starfsmanni reyndust neikvæð. 

Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir

Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. 

Vopnað rán og hópárás í miðbænum

Upp úr klukkan sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um vopnað rán í verslun í miðbæ Reykjavíkur. Maður hafði ógnað starfsmanni með brotinni glerflösku og rænt peningum. Gerandinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að en fannst seinna um kvöldið.

Ferðamenn streyma í Skálholt sem aldrei fyrr

Starfsfólk í Skálholti hefur varla haft undan í sumar að taka á móti ferðamönnum, sem koma og skoða staðinn, þó aðallega útlendingar. Framkvæmdastjóri staðarins finnst sérstakt að aðeins brot af íslensku þjóðinni hefur heimsótt Skálholt.

Biðlar til Ís­lendinga að fara í sýna­töku sem fyrst eftir komu til landsins

Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til þeirra sem eru bólusettir eða eru með sögu um fyrri COVID-19 sýkingu og eru búsettir á Íslandi, eða hafa hér tengslanet, að fara í sýnatöku vegna COVID-19 við komuna hingað til lands þrátt fyrir neikvætt PCR- eða antigen próf, sem tekið var fyrir brottför.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir aukna útbreiðslu kórónuveirunnar um allt land en sóttvarnalæknir segir nýja bylgju hafna og hún sé í veldisvexti. 

Vill sjá skertan opnunar­tíma skemmti­staða vegna stöðunnar

Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans hefði viljað sjá skertan opnunartíma skemmtistaða til að stemma stigu við faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann hefur áhyggjur af verslunarmannahelginni og býst við háum smittölum næstu daga.

Hnúfu­bakur ná­lægt landi: „Þetta var alveg geggjað“

„Í stuttu máli. Hnúfubakur að gefa allt í botn til að ná hádegismatnum. Rétt við fast land btw ég var á föstu landi þegar ég tók þetta….TRYLLT!! Silgdi svo burt með frænda sínum. Saddur og sæll,“ skrifar framleiðandinn Jóhann Már Kristinsson á Twitter og birtir stórkostlegt myndband af Hnúfubaki í leit að æti nálægt landi.

Sjá næstu 50 fréttir