Fleiri fréttir

Stefnu­mót við stutt­nefju á bjarg­brún á Langa­nesi

Vísindamenn kortleggja nú ævintýralegan lífsferil langvíu og stuttnefju í íslensk-breskri rannsókn sem starfsmenn og sjálfboðaliðar á vegum Náttúrustofu Norðausturlands hafa unnið að á undanförnum árum. Rannsóknin byggir á því að sömu fuglarnir eru fangaðir aftur og aftur, bæði yfir sumarið og árlega. Þeir koma alltaf á sömu sylluna, ár eftir ár.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að stöðugt greinast fleiri Covid-smitaðir og þá er öldruð kona nú rúmliggjandi á Landspítalanum með farsóttina. Á sama tíma fara þúsundir ferðamanna um Leifsstöð á háannatíma og þar mynduðust miklar biðraðir í morgun.

Sjúklingur með Covid-19 lagður inn á Landspítala

Sjúklingur var lagður inn á Landspítala vegna Covid-19 í gær. Þetta er fyrsta innlögnin í nokkrar vikur, að sögn yfirmanns Covid-deildar. Hann telur að herða eigi aðgerðir á landamærum, til dæmis með skimun á Íslendingum.

Standa í erfiðum björgunar­að­gerðum í Jökultungum

Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út í dag, auk hálendisvaktar björgunarsveita, vegna konu sem talin er fótbrotin efst í Jökultungum, milli Álftavatns og Hrafntinnuskers á gönguleiðinni Laugavegi.

Hjólhýsi brann til kaldra kola

Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi nú síðdegis. Slökkvistarf stendur yfir en ekki er talin hætta á að eldurinn dreifi úr sér.

Gosmóðan er komin aftur

Nokkur gosmengun mælist nú yfir höfuðborgarsvæðinu. Gosmóðan sem nú svífur yfir kemur ekki beint frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli heldur er um eldri gasmökk að ræða sem hefur verið fyrir utan landið.

Mikið um ölvunar­til­kynningar, há­vaða­til­kynningar og slags­mál

Fjöldi innbrota var tilkynntur til lögreglu síðastliðinn sólarhring og töluvert var um þjófnað. Eitthvað af þýfi fannst líka af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en mikill erill hefur verið hjá henni undanfarinn sólarhring. Mikið var um ölvunartilkynningar, hávaðatilkynningar og slagsmál og voru allir fangaklefar fullir eftir nóttina. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, sem ekki gafst tími til að rita í fyrr en nú.

Markmiðið er ekki að vernda blygðunarkennd ferðamanna

Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon segir miklar umræður hafa átt sér stað innan fyrirtækisins eftir að ungri konu var vísað upp úr lóninu fyrir að vera bera að ofan í gær. Hún hefur óskað eftir lögfræðiaðstoð.

Keflavíkurflugvöllur að nálgast þolmörk

Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir flugvöllinn að nálgast þolmörk. Suma daga þurfi lögregla á flugvellinum að taka á móti þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum klukkutíma.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Flugvöllurinn í Keflavík nálgast þolmörk, svo margir fara nú um hann. Þetta segir yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Suma daga þurfi lögreglan að taka á móti þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum tíma. 

Mið­flokkurinn boðar odd­vita­kjör í Reykja­vík

Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag.

Eldgosið tók við sér á ný eftir sjö stunda hlé

Eldgígurinn í Fagradalsfjalli tók aftur við sér um miðnætti eftir stutt hlé. Þetta sýna jarðskjálftamælar Veðurstofunnar. Einnig hefur sést í jarðeld á vefmyndavélum þótt þoka hafi að mestu byrgt sýn í nótt.

Líf og fjör um allt land

Líf og fjör er í öllum landshlutum um helgina. Ögurhátíðin í Ísafjarðardjúpi nær hámarki með Ögurballi í kvöld, þar sem boðið verður upp á rabbarbaragraut með rjóma í danspásum.

Reikna með yfir fjögur hundruð í sóttkví eftir daginn

Almannavarnir reikna með því að yfir fjögur hundruð manns verði komnir í sóttkví eftir daginn í dag. Þá hefur ekki tekist að tengja þá sem greindust með kórónuveiruna í gær við eldri smit, samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna. Það sé áhyggjuefni.

Sló met í sínu fyrsta Lauga­vegs­hlaupi

Andrea Kolbeinsdóttir kom í mark fyrst kvenna í Laugavegshlaupinu í dag, á óopinbera tímanum 4:55:55. Með því sló hún brautarmet í kvennaflokki, en gamla metið var 5:00:37.

Þétt um­ferð á milli Reykja­víkur og Sel­foss

Mikil umferðarteppa er á þjóðveginum úr Reykjavík og yfir Hellisheiði. Frá miðnætti hafa meira en sex þúsund bílar keyrt yfir Hellisheiðina og rúmlega sjö þúsund keyrt um Sandskeið á sama tíma.

Virknin komin á fullt eftir sólar­hrings­hlé

Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið.

Tals­vert veikir í far­sóttar­húsi þrátt fyrir bólu­setningu

Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga en á fjórða tug eru þar í einangrun vegna kórónuveirusmits. Forstöðumaður segir að fólkið sé talsvert veikt, þrátt fyrir bólusetningu.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga og fólk þar er talsvert veikt þrátt fyrir bólusetningu, að sögn forstöðumanns. Við fjöllum um stöðu faraldursins í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.

Er­lendir ferða­menn hasla sér völl á Akur­eyri

Fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri þetta sumarið hefur aukist gífurlega miðað við síðasta sumar. Þetta segir bæði tjaldvörður á Akureyri og starfandi forstöðumaður Sundlaugarinnar á Akureyri.

Ingó sendir sjötta kröfubréfið vegna nýrra ummæla

Ingólfur Þórarinson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent sjötta kröfubréfið vegna ummæla um hann á samfélags- eða fjölmiðlum. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ingólfs í samskiptum við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá sendingu kröfunnar. Þá staðfestir Vilhjálmur að nýja krafan sé vegna ummæla sem birt voru eftir að fyrri kröfubréf voru send.

Mikill erill vegna slagsmála á djamminu

Mikill erill var í miðbæ Reykjavíkur undir morgun og þurfti lögregla nokkrum sinnum að stíga inn í slagsmál sem brutust út fyrir utan skemmtistaði. Tvisvar var sjúkrabíll kallaður út að skemmtistað í nótt eftir að gestur datt og meiddi sig. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Hafði upp á stærstum hluta þýfisins af sjálfsdáðum

Gunnar Sean Eggertsson, vélfræðingur á Patreksfirði, dó ekki ráðalaus þegar BMW Alpina B-10 bíll hans frá árinu 1991 var strípaður í upphafi árs. Hann lagðist í mikla rannsóknarvinnu sem varð til þess að hann endurheimti stóran hluta þýfisins þótt þjófurinn hafi bíllykilinn enn í sínum fórum. Kom hann lögreglu á snoðir um það sem virkar sem umfangsmikinn þjófnað og útflutning á þýfi.

Telur þörf á úr­ræði fyrir þol­endur utan réttar­vörslu­kerfisins

Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, telur að þörf gæti verið á einhvers konar borgaralegu úrræði fyrir þolendur vægari kynferðisbrota eða annarrar ámælisverðrar hegðunar. Margir þolendur veigri sér við að leita réttar síns og þeir sem það geri telji sig oft hlunnfarna þegar máli þeirra er lokið.

Segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum

Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum vegna nýrrar stöðu í faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann telur sterkar líkur á að fólk þurfi endurbólusetningu gegn nýjum afbrigðum á borð við hið bráðsmitandi delta afbrigði.

Tveir bílar skullu saman á Mývatnsöræfum

Tveir bílar skullu saman á Mývatnsöræfum í dag. Átta munu hafa verið í bílunum en við fyrstu fregnir virðist slysið ekki hafa verið eins alvarlegt og talið var í fyrstu.

Sjá næstu 50 fréttir