Fleiri fréttir „Opið hús og allir velkomnir“ í Janssen í dag Bólusett verður með bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll klukkan 10 til 13 í dag. Um er að ræða opinn bólusetningardag - „opið hús og allir velkomnir,“ segir á vef heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 7.7.2021 06:21 Réðust inn á heimili og slógu húsráðanda með spýtu Lögregla var kölluð út í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um aðila sem réðust inn á heimili í hverfi 108 í Reykjavík með spýtu á lofti. Húsráðandi náði að verjast mönnunum og hafði samband við lögreglu, en þegar hana bar að garði voru mennirnir farnir. 7.7.2021 06:07 Ferðaþjónustan að lifna við: „Það eru allir eins og beljur á vorin“ Ferðaþjónustan á Íslandi er að lifna við þó enn séu tiltölulega fáir ferðamenn á ferð og flugi um landið. Pétur Gauti Valgeirsson, fyrrverandi formaður Leiðsagnar stéttarfélags leiðsögumanna, segir umsvifin aukast mun hraðar en hann hafi talið. 7.7.2021 06:00 Gosið í dvala í sólarhring í lengsta hléi frá upphafi Enginn jarðeldur hefur sést á yfirborði í gígnum í Fagradalsfjalli í sólarhring. Þetta er lengsta goshlé frá upphafi eldgossins í Geldingadölum þann 19. mars síðastliðinn. 6.7.2021 23:40 Yfirlýsing um Sundabraut: „Má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan“ Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu á Vogabakka í Sundahöfn síðdegis. Leggja á brautina alla leið í einni samfelldri framkvæmd og efna til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu. 6.7.2021 22:15 Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6.7.2021 21:00 Bátur strandaði við Harrastaðavík Húnabjörgin, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, var kölluð út um 17:30 í dag vegna strandaðs báts við Harrastaðavík skammt frá Skagaströnd. 6.7.2021 20:15 Búið að kæra fimm líkamsárásir eftir annasama helgi Annasamt hefur verið hjá lögreglunni á Vesturlandi það sem af er júlímánuði en fimm líkamsárásir hafa verið kærðar í umdæminu eftir síðustu helgi. 6.7.2021 19:18 Aldraður sjómaður lagði VÍS í héraðsdómi Vátryggingarfélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða 71 árs sjómanni bætur úr slysatryggingu sjómanna, sem KG Fiskverkun ehf. var með hjá tryggingarfélaginu. 6.7.2021 18:38 „Ætla má að helmingur hunda sé óskráður“ Þrátt fyrir mikla aukningu á hundahaldi víða á landinu undanfarin misseri hefur skráning þeirra lítið aukist hjá sveitarfélögum. Deildarstjóri hjá Fjölskyldu-og húsdýragarðinum telur að um helmingur hunda sé óskráður í Reykjavík. Talsvert er um að fólk tilkynni um vanrækslu. 6.7.2021 18:22 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu í dag. 6.7.2021 18:01 Elsti Íslendingurinn 109 ára í dag: „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri“ Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, fagnar 109 ára afmæli í dag. Hún er hress og kát og fylgist alltaf vel með þjóðmálunum. Hún þakkar langlífið reyk- og áfengislausum lífstíl. 6.7.2021 17:15 Hrópaði að Bjarna í þingsal: „Þetta var nú bara í hita leiksins“ Fyrsti varaforseti Alþingis var í dag truflaður í miðri kynningu sinni á næsta þingmanni í pontu með hrópum Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, sem hafði þá nýlokið svari sínu við óundirbúinni fyrirspurn. 6.7.2021 16:08 Vilja hafa upp á bréfritara úr utanríkisráðuneytinu Fjölskylda Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í Sýrlandi reynir nú að hafa upp á óþekktum bréfritara sem heldur því fram að einstaklingur í utanríkisráðuneytinu hafi unnið að því að þagga málið niður. 6.7.2021 15:37 Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6.7.2021 14:18 Braga og Gunnars minnst á Alþingi Þingmenn minntust tveggja látinna þingmanna – þeirra Braga Níelssonar og Gunnars Birgissonar – þegar þing kom saman klukkan 11 í morgun. Bragi lést 13. júní síðastliðinn og Gunnar 14. júní. 6.7.2021 14:05 Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir líkamsárásir, fíkniefnalagabrot og ofbeldi gegn maka Karlmaður var í gær dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ítrekaðar líkamsárásir, ítrekuð fíkniefnalagabrot og brot í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni. Maðurinn var ákærður í sjö liðum í málinu og sakfelldur fyrir flest þau brot sem hann var ákærður fyrir. 6.7.2021 13:00 Segja Vestfirði ekki þola frekari tafir á vegagerð „Vegakerfið á Vestfjörðum þolir einfaldlega ekki frekari tafir á samþykktum vegaframkvæmdum,“ segir í ályktun frá Vestfjarðastofu og sveitarfélögum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum vegna frétta af frestun útboðs á Dynjandisheiði. 6.7.2021 12:35 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Illa hefur gengið að ráða fólk í gistiþjónustu þrátt fyrir snarpa fjölgun ferðamanna. Vonir standa til að hægt verði að anna eftirspurn sem fyrst. Við ræðum við forstjóra Vinnumálastofnunar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 6.7.2021 11:52 Ljúka hringnum eftir gott bæjarráp með sjóriðu í Eyjum Seiglan, hópur kvenna sem siglt hefur skútu í kringum landið, siglir inn í Reykjavíkurhöfn klukkan 14 í dag. Tekið verður á móti þeim við Norðurbakka. 6.7.2021 11:41 Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. 6.7.2021 11:11 Hættustigi aflétt á Norðurlandi eystra vegna vatnavaxta Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra ákveðið að aflétta hættustigi vegna vatnavaxta í ám og vötnum á Norðurlandi eystra. 6.7.2021 10:58 Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. 6.7.2021 10:45 Vara við því að óbólusett börn ferðist til útlanda Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það. 6.7.2021 10:45 Ráðin til starfa sem framkvæmdastjóri hjá OECD Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi þingmaður og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur verið ráðin til starfa hjá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem framkvæmdastjóri Þróunarmiðstöðvar stofnunarinnar. 6.7.2021 10:43 Halda aukaþingfund í dag svo kosningar geti farið fram með eðlilegum hætti Þingmenn þurfa að gera hlé á sumarfríi sínu og sækja aukaþingfund sem verður haldinn í dag til að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps við þinglok. 6.7.2021 09:42 Kynntu fyrirhugaðar stofnvegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu Betri samgöngur ohf. og Vegagerðin halda í dag fund þar sem farið verður yfir þær stofnvegaframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu næstu árum. Um er að ræða kynningarfund um stofnvegaframkvæmdir Samgöngusáttmálans og verður streymt frá fundinum í beinni útsendingu. 6.7.2021 09:16 Bólusett með Pfizer í dag en opið hús í Janssen á morgun Bólusett verður í Laugardalshöll í dag með bóluefninu frá Pfizer. Aðeins er um að ræða seinni skammt. Þeir sem hafa fengið einn skammt af AstraZeneca og kjósa að fá seinni skammtinn frá Pfizer eru velkomnir. 6.7.2021 06:41 Sagðist hafa ekið á staurinn því hann var í símanum Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt og tengdust mörg útkallanna einstaklingum í annarlegu ástandi. Alls voru 93 mál skráð frá kl. 17 til 5 í nótt. 6.7.2021 06:16 Lögreglan vill losna við páfagauk Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að eiganda þreytulegs páfagauks sem er nú í fórum embættisins. 5.7.2021 23:50 Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5.7.2021 22:36 „Þetta er í fyrsta skipti sem mér finnst gaman í málfræðitíma“ Um fimmtíu börn hafa lokið japönskunámskeiði á síðustu vikum. Eitt barnanna segist aldrei hafa skemmt sér jafn vel í málfræðitíma þó tungumálið sé afar erfitt. 5.7.2021 22:00 Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. 5.7.2021 21:52 Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5.7.2021 21:00 Moka út meðölum gegn útbreiddu lúsmýinu Lúsmýið sem gerir árlega vart við sig hér á landi er ekki á förum, og hefur dreift sér víða um land. Lyfsalar keppast nú við að selja flugnafælur og önnur meðöl til þess að verja landsmenn fyrir óværunni. 5.7.2021 20:01 Halda sig inni vegna gosmóðu Viðkvæmustu hóparnir hafa haldið sig við inni við síðustu daga vegna gosmóðu frá Eldgosinu í Geldingadölum að sögn varaformanns Samtaka lungnasjúklinga . Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að fylgjast vel með loftgæðum. 5.7.2021 18:33 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Viðkvæmustu hóparnir hafa haldið sig við inni við síðustu daga vegna gosmóðu frá Eldgosinu í Geldingadölum á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við lungnasjúkling sem fer ekki út úr húsi vegna loftgæðanna. 5.7.2021 18:00 Segir gagnrýni í garð þolenda afhjúpa kvenhatur Helga Baldvins Bjargardóttir, lögfræðingur og aðgerðarsinni, segir þá umræðu sem myndast hefur gegn brotaþolum í kynferðisbrotamálum í athugasemdakerfum undanfarna daga vera virkilega afhjúpandi. 5.7.2021 16:40 Vilja að borgin rannsaki starfsemi vöggustofa Fimm karlmenn sem voru vistaðir á vöggustofum sem reknar voru á vegum Reykjavíkurborgar á síðustu öld krefjast þess að borgaryfirvöld rannsaki starfsemi þeirra og afleiðingar hennar á börn. Þeir segja að vistunin á vöggustofunum hafi valdið þeim og fjölskyldum þeirra skaða. 5.7.2021 14:55 Braust inn á heimili fyrrverandi sambýliskonu og réðst á kærastann hennar Þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás, brot gegn nálgunarbanni, húsbrot og hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu sinnar og kærasta hennar. Karlmaðurinn var tekinn þrisvar fyrir of hraðan akstur sama kvöldið í mars í fyrra. 5.7.2021 14:53 Skemmtun skólafélags í Þrastalundi fór „algerlega úr böndunum“ Lögregla á Suðurlandi var kölluð út þegar skemmtun skólafélags í Þrastalundi í Grímsnesi var „algerlega komin úr böndunum“ síðasta laugardagskvöld. 5.7.2021 14:44 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5.7.2021 13:25 Ákærð fyrir að svipta barnsföður umsjá yfir börnum þeirra Kona nokkur hefur verið ákærð fyrir sifskaparbrot með því að hafa á tveggja ára tímabili svipt barnsföður sinn valdi og umsjá yfir tveimur börnum þeirra. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness þar sem það var þingfest á föstudaginn. 5.7.2021 12:45 „Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. 5.7.2021 12:01 Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 5.7.2021 11:45 Sjá næstu 50 fréttir
„Opið hús og allir velkomnir“ í Janssen í dag Bólusett verður með bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll klukkan 10 til 13 í dag. Um er að ræða opinn bólusetningardag - „opið hús og allir velkomnir,“ segir á vef heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 7.7.2021 06:21
Réðust inn á heimili og slógu húsráðanda með spýtu Lögregla var kölluð út í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um aðila sem réðust inn á heimili í hverfi 108 í Reykjavík með spýtu á lofti. Húsráðandi náði að verjast mönnunum og hafði samband við lögreglu, en þegar hana bar að garði voru mennirnir farnir. 7.7.2021 06:07
Ferðaþjónustan að lifna við: „Það eru allir eins og beljur á vorin“ Ferðaþjónustan á Íslandi er að lifna við þó enn séu tiltölulega fáir ferðamenn á ferð og flugi um landið. Pétur Gauti Valgeirsson, fyrrverandi formaður Leiðsagnar stéttarfélags leiðsögumanna, segir umsvifin aukast mun hraðar en hann hafi talið. 7.7.2021 06:00
Gosið í dvala í sólarhring í lengsta hléi frá upphafi Enginn jarðeldur hefur sést á yfirborði í gígnum í Fagradalsfjalli í sólarhring. Þetta er lengsta goshlé frá upphafi eldgossins í Geldingadölum þann 19. mars síðastliðinn. 6.7.2021 23:40
Yfirlýsing um Sundabraut: „Má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan“ Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu á Vogabakka í Sundahöfn síðdegis. Leggja á brautina alla leið í einni samfelldri framkvæmd og efna til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu. 6.7.2021 22:15
Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6.7.2021 21:00
Bátur strandaði við Harrastaðavík Húnabjörgin, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, var kölluð út um 17:30 í dag vegna strandaðs báts við Harrastaðavík skammt frá Skagaströnd. 6.7.2021 20:15
Búið að kæra fimm líkamsárásir eftir annasama helgi Annasamt hefur verið hjá lögreglunni á Vesturlandi það sem af er júlímánuði en fimm líkamsárásir hafa verið kærðar í umdæminu eftir síðustu helgi. 6.7.2021 19:18
Aldraður sjómaður lagði VÍS í héraðsdómi Vátryggingarfélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða 71 árs sjómanni bætur úr slysatryggingu sjómanna, sem KG Fiskverkun ehf. var með hjá tryggingarfélaginu. 6.7.2021 18:38
„Ætla má að helmingur hunda sé óskráður“ Þrátt fyrir mikla aukningu á hundahaldi víða á landinu undanfarin misseri hefur skráning þeirra lítið aukist hjá sveitarfélögum. Deildarstjóri hjá Fjölskyldu-og húsdýragarðinum telur að um helmingur hunda sé óskráður í Reykjavík. Talsvert er um að fólk tilkynni um vanrækslu. 6.7.2021 18:22
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu í dag. 6.7.2021 18:01
Elsti Íslendingurinn 109 ára í dag: „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri“ Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, fagnar 109 ára afmæli í dag. Hún er hress og kát og fylgist alltaf vel með þjóðmálunum. Hún þakkar langlífið reyk- og áfengislausum lífstíl. 6.7.2021 17:15
Hrópaði að Bjarna í þingsal: „Þetta var nú bara í hita leiksins“ Fyrsti varaforseti Alþingis var í dag truflaður í miðri kynningu sinni á næsta þingmanni í pontu með hrópum Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, sem hafði þá nýlokið svari sínu við óundirbúinni fyrirspurn. 6.7.2021 16:08
Vilja hafa upp á bréfritara úr utanríkisráðuneytinu Fjölskylda Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í Sýrlandi reynir nú að hafa upp á óþekktum bréfritara sem heldur því fram að einstaklingur í utanríkisráðuneytinu hafi unnið að því að þagga málið niður. 6.7.2021 15:37
Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6.7.2021 14:18
Braga og Gunnars minnst á Alþingi Þingmenn minntust tveggja látinna þingmanna – þeirra Braga Níelssonar og Gunnars Birgissonar – þegar þing kom saman klukkan 11 í morgun. Bragi lést 13. júní síðastliðinn og Gunnar 14. júní. 6.7.2021 14:05
Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir líkamsárásir, fíkniefnalagabrot og ofbeldi gegn maka Karlmaður var í gær dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ítrekaðar líkamsárásir, ítrekuð fíkniefnalagabrot og brot í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni. Maðurinn var ákærður í sjö liðum í málinu og sakfelldur fyrir flest þau brot sem hann var ákærður fyrir. 6.7.2021 13:00
Segja Vestfirði ekki þola frekari tafir á vegagerð „Vegakerfið á Vestfjörðum þolir einfaldlega ekki frekari tafir á samþykktum vegaframkvæmdum,“ segir í ályktun frá Vestfjarðastofu og sveitarfélögum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum vegna frétta af frestun útboðs á Dynjandisheiði. 6.7.2021 12:35
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Illa hefur gengið að ráða fólk í gistiþjónustu þrátt fyrir snarpa fjölgun ferðamanna. Vonir standa til að hægt verði að anna eftirspurn sem fyrst. Við ræðum við forstjóra Vinnumálastofnunar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 6.7.2021 11:52
Ljúka hringnum eftir gott bæjarráp með sjóriðu í Eyjum Seiglan, hópur kvenna sem siglt hefur skútu í kringum landið, siglir inn í Reykjavíkurhöfn klukkan 14 í dag. Tekið verður á móti þeim við Norðurbakka. 6.7.2021 11:41
Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. 6.7.2021 11:11
Hættustigi aflétt á Norðurlandi eystra vegna vatnavaxta Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra ákveðið að aflétta hættustigi vegna vatnavaxta í ám og vötnum á Norðurlandi eystra. 6.7.2021 10:58
Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. 6.7.2021 10:45
Vara við því að óbólusett börn ferðist til útlanda Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það. 6.7.2021 10:45
Ráðin til starfa sem framkvæmdastjóri hjá OECD Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi þingmaður og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur verið ráðin til starfa hjá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem framkvæmdastjóri Þróunarmiðstöðvar stofnunarinnar. 6.7.2021 10:43
Halda aukaþingfund í dag svo kosningar geti farið fram með eðlilegum hætti Þingmenn þurfa að gera hlé á sumarfríi sínu og sækja aukaþingfund sem verður haldinn í dag til að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps við þinglok. 6.7.2021 09:42
Kynntu fyrirhugaðar stofnvegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu Betri samgöngur ohf. og Vegagerðin halda í dag fund þar sem farið verður yfir þær stofnvegaframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu næstu árum. Um er að ræða kynningarfund um stofnvegaframkvæmdir Samgöngusáttmálans og verður streymt frá fundinum í beinni útsendingu. 6.7.2021 09:16
Bólusett með Pfizer í dag en opið hús í Janssen á morgun Bólusett verður í Laugardalshöll í dag með bóluefninu frá Pfizer. Aðeins er um að ræða seinni skammt. Þeir sem hafa fengið einn skammt af AstraZeneca og kjósa að fá seinni skammtinn frá Pfizer eru velkomnir. 6.7.2021 06:41
Sagðist hafa ekið á staurinn því hann var í símanum Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt og tengdust mörg útkallanna einstaklingum í annarlegu ástandi. Alls voru 93 mál skráð frá kl. 17 til 5 í nótt. 6.7.2021 06:16
Lögreglan vill losna við páfagauk Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að eiganda þreytulegs páfagauks sem er nú í fórum embættisins. 5.7.2021 23:50
Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5.7.2021 22:36
„Þetta er í fyrsta skipti sem mér finnst gaman í málfræðitíma“ Um fimmtíu börn hafa lokið japönskunámskeiði á síðustu vikum. Eitt barnanna segist aldrei hafa skemmt sér jafn vel í málfræðitíma þó tungumálið sé afar erfitt. 5.7.2021 22:00
Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. 5.7.2021 21:52
Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5.7.2021 21:00
Moka út meðölum gegn útbreiddu lúsmýinu Lúsmýið sem gerir árlega vart við sig hér á landi er ekki á förum, og hefur dreift sér víða um land. Lyfsalar keppast nú við að selja flugnafælur og önnur meðöl til þess að verja landsmenn fyrir óværunni. 5.7.2021 20:01
Halda sig inni vegna gosmóðu Viðkvæmustu hóparnir hafa haldið sig við inni við síðustu daga vegna gosmóðu frá Eldgosinu í Geldingadölum að sögn varaformanns Samtaka lungnasjúklinga . Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að fylgjast vel með loftgæðum. 5.7.2021 18:33
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Viðkvæmustu hóparnir hafa haldið sig við inni við síðustu daga vegna gosmóðu frá Eldgosinu í Geldingadölum á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við lungnasjúkling sem fer ekki út úr húsi vegna loftgæðanna. 5.7.2021 18:00
Segir gagnrýni í garð þolenda afhjúpa kvenhatur Helga Baldvins Bjargardóttir, lögfræðingur og aðgerðarsinni, segir þá umræðu sem myndast hefur gegn brotaþolum í kynferðisbrotamálum í athugasemdakerfum undanfarna daga vera virkilega afhjúpandi. 5.7.2021 16:40
Vilja að borgin rannsaki starfsemi vöggustofa Fimm karlmenn sem voru vistaðir á vöggustofum sem reknar voru á vegum Reykjavíkurborgar á síðustu öld krefjast þess að borgaryfirvöld rannsaki starfsemi þeirra og afleiðingar hennar á börn. Þeir segja að vistunin á vöggustofunum hafi valdið þeim og fjölskyldum þeirra skaða. 5.7.2021 14:55
Braust inn á heimili fyrrverandi sambýliskonu og réðst á kærastann hennar Þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás, brot gegn nálgunarbanni, húsbrot og hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu sinnar og kærasta hennar. Karlmaðurinn var tekinn þrisvar fyrir of hraðan akstur sama kvöldið í mars í fyrra. 5.7.2021 14:53
Skemmtun skólafélags í Þrastalundi fór „algerlega úr böndunum“ Lögregla á Suðurlandi var kölluð út þegar skemmtun skólafélags í Þrastalundi í Grímsnesi var „algerlega komin úr böndunum“ síðasta laugardagskvöld. 5.7.2021 14:44
„Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5.7.2021 13:25
Ákærð fyrir að svipta barnsföður umsjá yfir börnum þeirra Kona nokkur hefur verið ákærð fyrir sifskaparbrot með því að hafa á tveggja ára tímabili svipt barnsföður sinn valdi og umsjá yfir tveimur börnum þeirra. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness þar sem það var þingfest á föstudaginn. 5.7.2021 12:45
„Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. 5.7.2021 12:01
Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 5.7.2021 11:45