Fleiri fréttir

Segist vera „brjál­æðingurinn“ sem hljóp undan hrauninu

Maður að nafni Vincent Van Reynolds hefur stigið fram og segist vera maðurinn sem fjallað var um í íslenskum fjölmiðlum þegar hann gekk upp að gígnum í Geldingadölum og hljóp svo niður þegar hraun rann í stríðum straumum niður úr gígnum.

Sælkerarölt í Reykholti í Biskupstungum í allt sumar

Heimagert konfekt, rúgbrauð bakað í hver og ný íslensk jarðarber, hindber og brómber er það sem gestir Sælkeraröltsins í Reykholti í Bláskógabyggð fá meðal annars að smakka á í göngu um þorpið alla föstudaga í sumar.

And­styggi­leg snjó­koma gerir Mý­vetningum lífið leitt

Bóndi í Mývatnssveit segir andstyggilegt að tekið hafi að snjóa í sveitinni nú þegar júnímánuður er að verða hálfnaður. Hann segir snjókomu og bleytu fara illa með fuglalíf og búfénað í sveitinni, að ógleymdum vondum áhrifum á lundarfar bænda og búenda.

„Birta yfir samfélaginu“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir efnahagssamdráttinn vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa verið minni hér á landi en spáð var. Tekið sé að birta yfir samfélaginu á ný og á hún von á snarpri viðspyrnu þegar faraldrinum lýkur.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu, um hnífaárás sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur í nótt.

Vopnið ó­fundið: Maður um tví­tugt í lífs­hættu

Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun.

Pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir heyra sögunni til

Alþingi samþykkti í gær frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um breytingu á barnaverndarlögum. Málið er liður í endurskoðun laga um þjónustu í þágu barna. Um er að ræða fyrri hluta heildarendurskoðunar barnaverndarlaga.

Ekki staðið við loforð

Píratar eru ósáttir við að frumvarp um aflæpavæðingu neysluskammta hafi ekki náð fram að nýliðnu þingi líkt og þeim hafði verið lofað.

Þátttaka í prófkjörum miklu meiri nú en í langan tíma

Þingmaðurinn Jón Gunnarsson segir miklu meiri þátttöku í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins nú en í langan tíma og það gefi væntingar um gott gengi í komandi Alþingiskosningum. Hann bar sigur úr býtum í baráttunni um annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um hnífsstunguárás í miðborg Reykjavíkur í nótt. Fórnarlamb árásinnar liggur þungt haldið á gjörgæsludeild en einn er í haldi lögreglu.

Lokað að gos­stöðvunum í dag

Hraun hefur runnið yfir hluta gönguleiðar A upp að gosstöðvunum í Geldingadölum og verður lokað inn á svæðið í dag af öryggisástæðum.

Einn greindist í sóttkví

Einn greindist með veiruna innanlands í gær en sá var í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 

Í lífs­hættu eftir hnífs­tungu­á­rás í mið­bænum í nótt

Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Gos­virknin breytt og göngu­leiðin búin að vera

Gosvirknin í eldgosinu í Geldingadölum breyttist nokkuð í morgun og er hraunflæðið nú orðið jafnara en það hefur verið. Strókavirknin er lítil sem engin en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki útilokað að strókarnir snúi aftur.

Þrjár líkams­á­rásir til­kynntar til lög­reglu í nótt

Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt og gærkvöldi. Þær gerðust allar í miðbænum og tvær fyrir utan skemmtistaði í hverfinu. Í tveimur árásanna voru grunaðir handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Jón Gunnarsson hreppti annað sætið að lokum

Nýjustu og jafnframt síðustu tölur liggja nú fyrir úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármálaráðherra, hafnaði í fyrsta sæti, enda sóttist hann einn eftir því.

Bryn­dís í öðru sæti eftir nýjustu tölur

Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti.

Líklega fundað fram á nótt

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel koma til greina að stjórnarflokkarnir starfi áfram saman eftir kosningar nái þeir meirihluta á þingi. Tvö stór mál Katrínar og flokks hennar náðu ekki fram að ganga á þessu kjörtímabili og segir hún málin ekki farin heldur verði unnið að þeim á næsta kjörtímabili.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Átakanlegt atvik átti sér stað í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag þegar Christian Eriksen hné niður í miðjum leik. Við segjum frá þessu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Röð við kjör­stað þegar stutt er í lokun

Talsverð röð er fyrir utan félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, sem er einn af kjörstöðum í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi. Kjörstaðir loka klukkan nú klukkan sex en búist er við fyrstu tölum um klukkustund síðar.

Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili

Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Ný herferð Ljóssins lítur dagsins ljós

Eliza Reid forsetafrú ýtti nýrri auglýsingaherferð Ljóssins úr vör í gær við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum Ljóssins á Langholtsvegi. 

Enginn greindist innanlands

Enginn greindist smitaður af Covid-19 innanlands í gær. Þetta kemur fram í pósti frá Almannavörnum en um er að ræða bráðabirgðatölur.

Við dauðans dyr vegna drullunnar í Járnblendinu

Saga Barða Halldórssonar er mögnuð. Hann veiktist alvarlega, var við dauðans dyr og eru veikindin rakin til óbærilegra vinnuaðstæðna hjá Járnblendinu á Grundartanga. Hann tók slaginn við stórfyrirtækið og hafði sigur.

Sex­tán ára drengur hand­tekinn fyrir vopna­laga­brot

Sextán ára gamall drengur var handtekinn á öðrum tímanum í nótt í Breiðholti grunaður um hótanir, brot á vopnalögum og brot gegn opinberum starfsmanni. Hann er sagður hafa verið að hóta fólki með eggvopni og er málið nú unnið með aðkomu föður drengsins og fulltrúa Barnaverndar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok

Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt.

Ekki „skilgreindur pottur til vinnandi fólks á Íslandi“

Forseti ASÍ telur að fara þurfi varlega í að bera saman kaupmátt nú og í fyrra þegar aðstæður eru allt aðrar. Samtökin muni áfram sækja kjarabætur í formi launahækkana fyrir félagsmenn þótt Samtök atvinnulífsins telji launahækkanir algjörlega óraunhæfar.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.