Ekki „skilgreindur pottur til vinnandi fólks á Íslandi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2021 21:01 Drífa Snædal, forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Forseti ASÍ telur að fara þurfi varlega í að bera saman kaupmátt nú og í fyrra þegar aðstæður eru allt aðrar. Samtökin muni áfram sækja kjarabætur í formi launahækkana fyrir félagsmenn þótt Samtök atvinnulífsins telji launahækkanir algjörlega óraunhæfar. Hagstofan áætlar að ráðstöfunartekjur á mann á fyrsta ársfjórðungi hafi aukist um sjö prósent frá sama ársfjórðungi í fyrra, fóru úr um níundruð og níutíu þúsund krónum og upp í tæpa eina komma eina milljón. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,6 prósent á sama tímabili. Hækkun launatekna rekur Hagstofan einkum til kjarasamningsbundinna launahækkana. Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að slíkar hækkanir væru ekki sjálfbærar í jafnmiklum samdrætti og nú er í hagkerfinu. „Þannig að það er í raun óraunhæft með öllu að telja að við getum haldið áfram að hækka laun, ekki bara algjörlega á skjön við það sem er að mælast í verðmætasköpun innanlands heldur eru launhækkanir sem verið hafa hér að mæalst algjörlega á skjön við það sem gengur og gerist í okkar nágrannaríkjum.“ Drífa Snædal forseti ASÍ segir að mæld kaupmáttaraukning milli ára sýni að markmið kjarasamninga hafi náðst, í það minnsta að hluta. „Auðvitað er það kaupmáttaraukning sem er markmið kjarasamninganna en það er hins vegar svolítið erfitt að bera saman tölurnar á fyrsta ársfjórðungi á þessu ári og í fyrra því aðstæðurnar eru allt allt aðrar,“ segir Drífa. ASÍ sýnist að hækkun hreinna launatekna með tilliti til verðbólgu og fólksfjölgunar á tímabilinu sé ekki mikil. Viðbrögð SA við framhaldinu séu fyrirsjáanleg. „Við lítum ekki á það þannig að það sé skilgreindur pottur til vinnandi fólks á Íslandi en við eigum eftir að greina þetta og búa til samningsmarkmið og svo framvegis en auðvitað eru þau í grunninn að auka kaupmátt með einhverjum ráðum, hvort sem það er stytting vinnuvikunnar, lækkun húsnæðiskostnaðar eða hækkun launa,“ segir Drífa. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sambærilegar launahækkanir „óraunhæfar með öllu“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili 11. júní 2021 11:37 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Hagstofan áætlar að ráðstöfunartekjur á mann á fyrsta ársfjórðungi hafi aukist um sjö prósent frá sama ársfjórðungi í fyrra, fóru úr um níundruð og níutíu þúsund krónum og upp í tæpa eina komma eina milljón. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,6 prósent á sama tímabili. Hækkun launatekna rekur Hagstofan einkum til kjarasamningsbundinna launahækkana. Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að slíkar hækkanir væru ekki sjálfbærar í jafnmiklum samdrætti og nú er í hagkerfinu. „Þannig að það er í raun óraunhæft með öllu að telja að við getum haldið áfram að hækka laun, ekki bara algjörlega á skjön við það sem er að mælast í verðmætasköpun innanlands heldur eru launhækkanir sem verið hafa hér að mæalst algjörlega á skjön við það sem gengur og gerist í okkar nágrannaríkjum.“ Drífa Snædal forseti ASÍ segir að mæld kaupmáttaraukning milli ára sýni að markmið kjarasamninga hafi náðst, í það minnsta að hluta. „Auðvitað er það kaupmáttaraukning sem er markmið kjarasamninganna en það er hins vegar svolítið erfitt að bera saman tölurnar á fyrsta ársfjórðungi á þessu ári og í fyrra því aðstæðurnar eru allt allt aðrar,“ segir Drífa. ASÍ sýnist að hækkun hreinna launatekna með tilliti til verðbólgu og fólksfjölgunar á tímabilinu sé ekki mikil. Viðbrögð SA við framhaldinu séu fyrirsjáanleg. „Við lítum ekki á það þannig að það sé skilgreindur pottur til vinnandi fólks á Íslandi en við eigum eftir að greina þetta og búa til samningsmarkmið og svo framvegis en auðvitað eru þau í grunninn að auka kaupmátt með einhverjum ráðum, hvort sem það er stytting vinnuvikunnar, lækkun húsnæðiskostnaðar eða hækkun launa,“ segir Drífa.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sambærilegar launahækkanir „óraunhæfar með öllu“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili 11. júní 2021 11:37 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Sambærilegar launahækkanir „óraunhæfar með öllu“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili 11. júní 2021 11:37