Fleiri fréttir

Guð­rún hafði betur í Suður­kjör­dæmi

Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem fór fram í gær. Lokatölur bárust upp úr miðnætti en alls greiddu 4.647 atkvæði. Af þeim voru gildir seðlar 4.533 en auðir og ógildir 114.

Skjala­fals, bíl­þjófnaður og hús­brot

Bifreið var stolið fyrir utan verslun í Hlíðunum í gær þegar ökumaðurinn skildi bílinn eftir í gangi fyrir utan verslunina. Bifreiðin fannst tveimur tímum síðar og var þjófurinn þá sofandi undir stýri. Hann var í mjög annarlegu ástandi sökum áfengis og fíkniefna og var vistaður í fangaklefa lögreglu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Njáll Trausti sigrar í Norð­austur­kjör­dæmi

Njáll Trausti Frið­berts­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannes­syni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í bar­áttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norð­austur­kjör­dæmi.

Mótmælendur ruddust inn með spurningar til ráð­herrans

Gestum í kosninga­­kaffi Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­­mála­ráð­herra brá mörgum hverjum nokkuð í brún þegar hópur mótmælenda stormaði inn á við­burðinn og flykktist að ráð­herranum með síma á lofti. Þar var hún spurð spjörunum úr um um­­­deilt frum­­varp sitt um breytingar á út­­lendinga­lögum.

Guð­rún leiðir þegar tæpur helmingur er talinn

Guð­rún Haf­steins­dóttir er efst í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Suður­kjör­dæmi þegar tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. Sitjandi þing­maður flokksins, Vil­hjálmur Árna­son, er í öðru sæti miðað við nýjustu tölur.

Guð­­mundur Felix hnyklar vöðvann í fyrsta skipti

Guð­mundur Felix Grétars­son hreyfði í dag upp­hand­leggs­vöðva sinn í fyrsta skipti eftir að hann missti hendurnar árið 1998. Tauga­endar í hand­leggjunum sem hann fékk grædda á sig í byrjun árs hafa vaxið mun hraðar en gert var ráð fyrir í fyrstu.

Trukkur valt á Hafnarfjarðarvegi

Stór bíll valt á hlið á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogsbraut fyrir skemmstu. Tveir voru í bílnum og er hvorugur alvarlega slasaður.

Getur ekki tekið á móti fleiri gömlum bílum á Ystafelli

Eigandi Samgönguminjasafnsins á Ystafelli í Köldukinn skammt frá Húsavík hefur ekki undan að neita fólki um gamla bíla, sem það vill gefa safninu. Á safninu í dag eru um eitt hundrað bílar, meðal annars forsetabíllinn, sem var notaður í forsetatíð frú Vigdísar Finnbogadóttur.

Há­­marks­­hraði raf­­hlaupa­hjóla gæti lækkað á vissum svæðum

Höfundum skýrslunnar Rafs­kútur og um­ferðar­öryggi sem gerð var fyrir Vega­gerðina og Reykja­víkur­borg telja æski­legt að há­marks­hraði raf­hlaupa­hjóla verði lækkaður á á­kveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa um­ferð hlaupa­hjólanna á götum þar sem há­marks­hraðinn er 30 kíló­metrar á klukku­stund.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón almannavarna sem hefur áhyggjur af stöðunni. Enn er fólk að greinast með kórónuveiruna utan sóttkvíar og segir hann atburðarás síðustu daga kunnuglega.

Þrjár konur leiða lista VG í Suður­kjör­dæmi

Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur samþykkt framboðslista sinn í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Þrjár konur skipa efstu sæti listans og mun nýr oddviti leiða flokkinn í kjördæminu.

Rök upp­stillingar­nefndarinnar komu á ó­vart

Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans fékk ekki 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa gefið kost á sér til þess. Sara Dögg, sem hefur verið virk í innra starfi Viðreisnar frá stofnun flokksins, segir ákvörðun uppstillingarnefndarinnar vera vonbrigði og rökin fyrir henni hafi komið á óvart.

Krabba­meins­fé­lagið hyggst gefa Land­spítala allt að 450 milljónir

Krabbameinsfélag Íslands hyggst gefa Landspítala allt að 450 milljónir króna til byggingar nýrrar dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga. Gjöfin er þó háð því að stjórnvöld setji uppbyggingu deildarinnar í forgang svo að hægt sé að taka nýja deild í notkun árið 2024.

„Túristinn er mættur“

Langar raðir hafa myndast við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í sýnatökur undanfarna daga. Þrátt fyrir að þónokkur smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga er fjöldinn ekki vegna þeirra smita, heldur endurkomu ferðamanna hingað til lands.

Vogafjós í miklum vandræðum með að fá starfsfólk

Ólöf Hallgrímsdóttir, einn eigandi Vogafjóss í Mývatnssveit segir það sæta mikilli undrun að ekki sé hægt að fá fólk til að vinna í ferðaþjónustu nú þegar ferðamenn streymi til landsins. Hún segir að fólk á lista frá Vinnumálastofnun neiti ítrekað eða svari ekki þegar því er boðin vinna

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Enn er fólk að greinast með kórónuveirusmit utan sóttkvíar og má rekja mörg þeirra til sameiginlegra snertiflata. Við ræðum við Víði Reynisson yfirlögregluþjón sem segist hafa áhyggjur af stöðunni en þrír greindust með veiruna í gær, tveir utan sóttkvíar.

„Við getum gert betur í að jafna hlut kynjanna“

Þjóðhátíðarnefnd var á dögunum gagnrýnd af tónlistarkonunni Sölku Sól Eyfeld, sem vakti athygli á því að aðeins ein kona hafi í sögu Þjóðhátíðar samið Þjóðhátíðarlagið. Það var Ragga Gísla sem samdi og flutti lagið árið 2017. Samkvæmt því semji konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti en fyrsta Þjóðhátíðarlagið kom út árið 1933.

Björgunar­sveitir glímdu við fjúkandi felli­hýsi í gær

Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið sinntu talsverðum fjölda útkalla á suðvesturhorni landsins síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna hvassviðrisins sem gekk þar yfir. Óvenjulega mörg útköll sneru að þessu sinni að ferðahýsum sem höfðu fokið til.

Þrír greindust innanlands og einn í sóttkví

Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær og þar af einn í sóttkví. Verið er að rekja smitin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Enginn greindist á landamærum.

Sjálf­stæðis­menn velja tvo nýja odd­vita í dag

Úrslit ráðast í tveimur prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í dag, annars vegar í Suðurkjördæmi og hins vegar í Norðausturkjördæmi. Hart er barist um oddvitasætið í báðum kjördæmum þar sem fyrri oddvitar gáfu ekki kost á sér.

Veður­ofsinn lék borgar­búa grátt

Töluvert var um útköll vegna veðursins sem gekk yfir Suðvesturhornið í gær. Fjúkandi trampólín, hjólhýsi og hlutir af byggingarsvæðum voru sérstaklega áberandi í störfum björgunarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu, sem voru kallaðar út síðdegis í gær og voru að störfum hátt til miðnættis. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Trampolín og hjólhýsi valda tjóni

Mikið hefur verið um að trampolín fjúki og valdi tjóni í hvassviðrinu sem gerir nú á suðvesturhorni landsins. Þá hafa verið nokkuð um að hjólhýsi fjúki úr stað og valdi tjóni.

„Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“

Konur með breytt BRCA-gen á landsbyggðinni sem sækja fyrirbyggjandi meðferð í Reykjavík telja að þeim sé mismunað vegna búsetu. Dæmi séu um að konur sjái eftir meðferð vegna sligandi ferðakostnaðar.

Árs­fangelsi fyrir að koma ekki konu með eitrun til bjargar

Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir Kristjáni Markúsi Sívarssyni fyrir að hafa ekki komið barnsmóður sinni sem lést vegna alvarlegrar kókaíneitrunar undir læknishendur úr þremur mánuðum í tólf í dag. Almenn hegningarlög kveða á um skyldu til athafna við lífsháska.

Langflestir vilja að Katrín leiði næstu ríkisstjórn

Langflestir eða nærri helmingur aðspurðra í nýrri könnun Maskínu vilja Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forsætisráðherra landsins. Stuðningur við formann Samfylkingarinnar helmingast á milli kannana.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar heyrum við í umhverfisráðherra sem ekki vill segja af eða á um hvort hann styður byggingu varnargarða á Reykjanesi til að verja Suðurstrandarveg fyrir glóandi hrauni.

Brýnt að bregðast við svo atvinnuleysi eftir krísu verði ekki meira en fyrir

Í nýrri skýrslu ASÍ um áhrif Covid-faraldursins á afkomu launafólks kemur fram að samdrátturinn kom meira niður á viðkvæmum hópum en í öðrum íslenskum kreppum. Þá sé hætta á auknu kerfislægu atvinnuleysi eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Stjórnvöld eru hvött til að huga að bættri stefnumótun í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum.

Matar­í­lát fyrir börn inn­kölluð vegna slysa­hættu

Matvælastofnun varar við matarílátum úr HEROISK og TALRIKA línum IKEA vegna hættu á að þau brotni og valdi bruna. IKEA hefur innkallað vöruna og gert Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs viðvart.

Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur til­efni til van­trausts

Katrín Jakobs­dóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíus­sonar, sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins, sem gefi henni til­efni til að van­treysta honum. Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og for­manni Sjálf­stæðis­flokksins finnst ekki eðli­legt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæru­liða­deildar“ Sam­herja.

Bætur hækkaðar vegna uppsagnar hjá Hagstofunni

Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum Hagstofu Íslands sex milljónir króna í skaðabætur og 750 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar árið 2018.

Íslendingar taka fram úr Bandaríkjunum

Íslendingar sem hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni við Covid-19 eru orðnir hlutfallslega fleiri en sami hópur í Bandaríkjunum.

Tíu greinst í vikunni eftir landamærasmit í apríl

Fimm greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær og tveir voru utan sóttkvíar. Sóttvarnarlæknir segir flest smitin nú tengd landamærasmiti frá því í apríl. Hann hefur áhyggjur af helginni þar sem fjölmargar útskriftarveislur og önnur hátíðarhöld fara fram.

Breytingar gerðar á ó­vissu- og hættu­stigum vegna hættu á gróður­eldum

Áfram verður í gildi hættustig vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, Vestfjarðakjálkanum og Norðurlandi vestra eða frá Hvalfjarðarbotni í suðri að Tröllaskaga í norðri. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er áfram í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, það er frá Siglufirði og austur á Sandvíkurheiði. 

Hlaupið fyrir landsbyggðardeild Ljóssins

Það stendur mikið til í Hrunamannahreppi á morgun því um eitt hundrað hlauparar hafa skráð sig í Miðfellshlaupið, sem er hlaup til styrktar landsbyggðardeild Ljóssins. Allir hlauparar enda á Flúðum.

Sjá næstu 50 fréttir