Fleiri fréttir

Fjórir greindust innan­lands

Fjórir greindust með kórónuveiruna innan­lands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví við greiningu.

Þyrla Gæslunnar aðstoðar við slökkvistarf

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði í gærkvöldi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við að hafa hemil á gróðureldi við Búrfellsgjá við Helgafell. Þar hljóp eldur í mosa og erfitt var að koma slökkvibifreið á staðinn og því takmarkaður slökkvibúnaður meðferðis.

„Ég held að þau hljóti að hafa verið að reykja eitthvað mjög sterkt“

Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, líst nokkuð vel á stöðu faraldursins hér á landi þrátt fyrir að borið hafi á hópsmitum undanfarnar vikur. Hann er þó ósáttur við fyrirhugaðar breytingar á landamæratakmörkunum og vonar að ríkisstjórnin sjái villu síns vegar.

Gosið til umfjöllunar í 60 Minutes

Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, er staddur á Íslandi og vinnur ásamt teymi sínu að umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum.

Afar sérstakur hundur í Reykjanesbæ

Tíkin Myrra í Reykjanesbæ er afar sérstakur hundur því hún er svokallaður Lunda hundur til að veiða lunda í holum þeirra. Myrra er með auka klær á hverjum fæti og getur getur snúið framfótleggjum í 90 gráður. Aðeins eru til fimm Lunda hundar á Íslandi.

Telja Ís­land öruggasta á­fanga­staðinn í heims­far­aldri

Hundrað og þrjátíu ferðamenn frá Bandaríkjunum, langflestir bólusettir, lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Þeir hafa sumir beðið í rúmt ár eftir Íslandsferðinni og eru sammála um að landið sé öruggur áfangastaður í heimsfaraldri.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld fylgjumst við með nýjum vendingum á gosstöðvunum í Geldingadölum. Gríðarháar hrauntungur hafa komið upp úr virkum gíg sem sjást alla leið til Reykjavíkur. Fólki var vísað frá í dag vegna gjósku og gasmengunar.

Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn

„Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu.

Ókeypis tíðavörur í Skagafirði

Mikil ánægja er í Sveitarfélaginu Skagafirði með þá ákvörðun byggðarráðs að boðið verði upp á fríar tíðavörur fyrir ungmenni í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Skagafirði frá næsta hausti.

Bólusettu túristarnir eru lentir

Flugvél full af bólusettum ferðamönnum frá Bandaríkjunum lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Koma flugvélarinnar markar upphaf ferðamannasumarsins á Íslandi, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

Hótel Klettur nýtt sóttkvíarhótel frá og með deginum í dag

Í dag opnar Rauði krossinn nýtt sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum en hótelið er það þriðja í Reykjavík sem notað verður í þessum tilgangi og það fjórða á landinu öllu. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti og veldur þrýstingsbreyting því að virknin slekkur á sér og rýkur síðan upp með stórum kvikustrókum.

Virknin slokknar og rýkur svo upp með stórum kviku­strókum

Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um einhvers konar þrýstingsbreytingu sé að ræða sem lýsi sér í því að virknin slokknar niður í tvær mínútur í senn og rýkur síðan upp.

Þrír greindust innanlands og allir í sóttkví

Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Enginn greindist með veiruna á landamærum samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Svalt og rólegt næstu daga

Búist er við norðlægri átt í dag, 3 til 10 metrar á sekúndu, og léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Það léttir norðvestanlands með morgninum en verður skýjað að mestu um landið norðaustan- og austanvert og sums staðar dálítil él.

Hand­tekinn eftir að hafa kastað bú­slóðinni fram af svölum

Rúmlega hundrað mál voru skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt og hafði hún í nógu að snúast. Fimmtán hávaðakvartanir komu inn á borð lögreglu og voru fimm ökumenn stöðvaðir vegna vímuefnaaksturs, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

126 konur á leið upp Kvennadalshnjúk

126 konur lögðu af stað í göngu upp á Hvannadalshnjúk á Öræfajökli klukkan 23 í kvöld til styrktar nýrri krabbameinsdeild á Landspítalanum.

Fluttur af gossvæðinu með sjúkrabíl

Tveir voru fluttir af gossvæðinu í Geldingadölum í gærkvöldi og var annar þeirra fluttur á brott með sjúkrabíl. Mikil mengun mældist við gosið og fundu margir fyrir sviða í augum og öndunarfærum.

100 ný störf á Suðurnesjunum hjá Algalíf

Líftæknifyrirtækið Algalíf á Ásbrú í Reykjanesbæ ætlar að þrefalda framleiðslu sína á fæðubótarefninu Astaxanthíni með því að stækka verksmiðju fyrirtækisins um rúmlega helming. Ársveltan fyrirtækisins mun fjórfaldast eftir stækkun og fara úr einum og hálfum milljarði króna í um fimm og hálfan milljarð króna.

Fær 55 milljónir króna

Einn heppinn miðahafi hlaut fyrsta vinning í Lottóútdrætti kvöldsins og varð 55 milljónum króna ríkari. Sex miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum og fá fyrir það rétt rúmar 135 þúsund krónur hver.

Ekki hægt að nýta ferðagjöfina í flugmiða til útlanda

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda.

177 manns stukku í sjóinn fyrir Svenna

177 manns stukku í sjóinn við Akraneshöfn í blíðskaparveðri í dag til að safna fyrir sérstöku rafhjóli fyrir Sveinbjörn Reyr Hjaltason sem lenti í alvarlegu mótorkrossslysi.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Opna þarf nýtt sóttkvíarhótel á morgun vegna mikils fjölda farþega sem er væntanlegur til landsins frá áhættusvæðum. Við ræðum við fulltrúa Rauða krossins um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og útlit fyrir að tekist hafi að ná utan um hópsýkingu í Þorlákshöfn.

Bæta við þriðja sótt­kvíar­hótelinu á morgun þar sem hin eru að fyllast

Gert er ráð fyrir að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu á morgun, til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru. Að óbreyttu er útlit fyrir að þau hótel sem þegar eru í notkun fyllist á morgun eða hinn í ljósi þess að von er á þremur áætlunarferðum frá skilgreindum áhættusvæðum til landsins í dag og öðrum þremur á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir