Fleiri fréttir

Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu

Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna.

Búist við nýjum reglum á landamærunum innan nokkurra daga

Sóttvarnalæknir segir þann fjölda sem greinst hafi á landamærunum að undanförnu endurspegla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í öðrum löndum. Heilbrigðisráðherra mun væntanlega kynna nýjar sóttvarnareglur við landamærin á næstu dögum.

Reyndist vera með gamalt kórónuveirusmit

Betur fór en á horfðist þegar sjúklingur á hjartadeild Landspítalans greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í gær. Aðrir sjúklingar á deildinni og starfsmenn hennar reyndust allir neikvæðir.

Dæmdur í fangelsi fyrir að kasta konu fram af svölum

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 21 mánaðar fangelsi. Hann var dæmdur fyrir að kasta konu fram af svölum sínum á annarri hæð í Breiðholti árið 2019. Gæsluvarðhald sem hann sætti frá 17. september til 13. október árið 2019 verður dregið frá dómnum.

Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi

Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl.

Rýmingu ekki aflétt á Seyðisfirði

Ákveðið hefur verið að aflétta ekki rýmingu Fossgötu á Seyðisfirði að svo stöddu. Er það vegna úrkomuspár og var ákvörðunin tekin á samráðsfundi lögreglunnar á Austurlandi, almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, Veðurstofu Íslands og Múlaþings í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttatíma Stöðvar tvö í kvöld verðum við með óhugnanlegar myndir af árásinni í Borgarholtsskóla í dag þegar unglingur var stunginn og aðrir barðir. Við tölum einnig við sóttvarnalæknir um aðgerðir á landamærunum.

Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins

Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis.

Fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Sandgerði

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag en þinghald í málinu var lokað.

Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla

Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir.

Ásmundur á mölina

Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að leggja allt undir og færa sig yfir á mölina úr til þess að gera öruggu þingsæti fyrir næstu kosningar.

Fresta breytingum á skimun eftir mikla gagnrýni

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt.

Elliði sakar Katrínu um hræsni og aumt yfirklór

Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ósáttur með háðugleg orð Katrínar Oddsdóttur formanns Stjórnarskrárfélagsins í sinn garð og svarar í sömu mynt. Og vill bæta heldur í ef eitthvað er.

Fullt í alla tíma og ætla að nýta sólarhringinn enn betur

Líkamsræktarstöðvar hafa opnað dyr sínar á nýjan leik en ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi í dag. Aðeins má hafa opið fyrir hóptíma með þjálfara sem hefur yfirsýn og tryggir að sóttvarnarreglum sé fylgt. Tuttugu manna hámark er í hvern tíma.

Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla

Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum.

Vongóður um að staðan á Landakoti sé ekki að endurtaka sig

Yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans er vongóður um að staðan á Landakoti í október sé ekki að endurtaka sig. Hvorki starfsmenn né sjúklingar á hjartadeild hafi greinst með kórónuveiruna í umfangsmiklum prófunum sem hófust á deildinni í gær eftir að einn sjúklinga greindist jákvæður við útskrift í gærdag.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi. Við fjöllum um breytingarnar í hádegisfréttum okkar og heimsækjum líkamsræktarstöð en slíkir staðir fá nú að hafa opið, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. 

Þórunn Egilsdóttir hættir á þingi

Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í komandi kosningum í haust.

Svipti sig lífi eftir vitnis­burð um greiðslu undir­heima­manns til lög­reglu­full­trúa

Þrítugur karlmaður sem tjáði lögreglumönnum að hann hefði orðið vitni að óeðlilegum samskiptum undirheimamanns og lögreglufulltrúa fór með þær upplýsingar til lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumennirnir mátu frásögn hans trúverðuga og fóru á fund yfirmanns fíkniefnadeildar. Viðbrögð hans voru að bera ásakanirnar beint upp á lögreglufulltrúann án þess að taka þær fyrst til skoðunar. Karlmaðurinn þrítugi svipti sig lífi skömmu síðar.

Þessar breytingar á sam­komu­banni tóku gildi á mið­nætti

Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán.

Öll sýni annarra sjúklinga reyndust neikvæð

Enginn annar sjúklingur sem liggur inni á hjartadeild 14 EG í Landspítalanum við Hringbraut er smitaður af Covid-19. Öll sýni sem tekin voru í dag reyndust neikvæð en skimun á starfsfólki deildarinnar stendur enn yfir.

„Óperan er alvaldur hér,“ segir formaður FÍH

„Það blasir við mér að dómurinn tekur þá afstöðu að þarna hafi verksali og verkkaupi gert með sér samning en við munum skoða það í framhaldinu hvort við áfrýjum þessu,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um nýfallinn dóm í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni.

Sakaður um gróft heimilisofbeldi og má fylgjast með vitnaleiðslu

Dómarar við Landsrétt segja að ekki sé hægt að vísa manni úr réttarsal á meðan kona sem hann hefur verið ákærður fyrir að beita grófu heimilisofbeldi gefur skýrslu í aðalmeðferð málsins. Með því felldu þeir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar að lútandi niður.

Enginn á að verða útundan í bólusetningu

Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bindur enn vonir við að hægt verði að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar á stuttum tíma. Gætt verði að því að enginn verði útundan þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana.

Sjúklingur á hjartadeild Landspítala greindur með Covid-19

Lokað hefur verið fyrir innlagnir á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut eftir að sjúklingur þar greindist með Covid-19. Ekki er vitað hvernig sjúklingurinn smitaðist en vitað að hann smitaðist á meðan hann lá inni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kona frá Nígeríu óttast mjög að þurfa að snúa aftur til Ítalíu þar sem hún segist hafa verið þolandi mansals í tvö ár. 31 kona frá Nígeríu hefur sótt um alþjóðþjóðlega vernd á Íslandi á síðustu tveimur árum og óttast verkefnastjóri í Bjarkarhlíð að stór hluti þeirra hafi verið fórnarlömb mansals. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Börn í sóttkví með forráðamanni við komu til landsins

Frá og með morgundeginum verður börnum fæddum 2005 eða síðar skylt að sæta sóttkví með foreldri eða forráðamanni við komu til landsins. Frá þessu er greint á vef stjórnarráðsins en ákvörðunin er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.

Hver er munurinn á bólu­efnum Pfizer og Moderna?

Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt.

Sjá næstu 50 fréttir