Áslaug Arna skipar í embætti fjögurra héraðsdómara Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2021 11:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Björn L. Bergsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 14. janúar næstkomandi. Þá hefur hún skipað Arnbjörgu Sigurðardóttur í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 14. janúar og Huldu Árnadóttur í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjaness frá 19. janúar. F.v. Hulda Árnadóttir, Arnbjörg Sigurðardóttir, Björn L. Bergsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson.Mynd/Aðsend Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en skipanirnar eru í samræmi við hæfnismat dómnefndar á umsækjendum. Samkvæmt niðurstöðum hennar voru Björn og Jóhannes hæfastir umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Reykjanes og að ekki væri efni til að greina á milli hæfni þeirra. Þá sagði dómnefndin að Hulda og Björn Þorvaldsson kæmu næst þeim tveimur og ekki væri efni til að greina á milli hæfni þeirra tveggja. Loks taldi hún að Arnbjörg og Hlynur Jónsson væru hæfust umsækjenda um embætti dómara fyrir norðan og ekki væri efni til að greina á milli þeirra. Luku öll embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að Arnbjörg Sigurðardóttir hafi lokið embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2004 og öðlaðst réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2007 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 2013. Hún starfaði sem aðstoðarmaður héraðsdómara árin 2005-2007 en frá þeim tíma og til ársins 2018 sem lögmaður. Árið 2018 tók hún að nýju við starfi aðstoðarmanns héraðsdómara og hefur gegnt því síðan. Þá hefur Arnbjörg gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í kærunefndum fjöleignahúsarmála og húsaleigumála og síðar kærunefndar húsamála, auk þess sem hún hefur komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi. Björn L. Bergsson lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1990 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1992 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 1999. Hann starfaði sem lögmaður frá árinu 1999 til ársins 2017 en það ár tók hann við starfi skrifstofustjóra Landsréttar sem hann hefur gegnt síðan. Þá hefur Björn gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í kærunefnd jafnréttismála og endurupptökunefnd, auk þess sem hann hefur komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi. Hulda Árnadóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2001 og framhaldsnámi í lögfræði frá Bristol-háskóla árið 2006. Hún öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2003 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 2018. Árin 2001 – 2005 starfaði hún sem lögfræðingur hjá óbyggðanefnd en frá þeim tíma sem lögmaður. Þá hefur Hulda gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í fjölmiðlanefnd og yfirfasteignamatsnefnd, auk þess sem hún hefur komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi. Jóhannes Rúnar Jóhannsson lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og meistaraprófi á sviði stjórnunar og rekstrar frá Cambridge-háskóla árið 2019. Hann öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi ári 1995 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 2002. Hann starfaði sem fulltrúi hjá embætti ríkissaksóknara frá árinu 1993 - 1994 en frá þeim tíma sem lögmaður. Þá hefur Jóhannes gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í skilanefnd og slitastjórn Kaupþings banka og setu í stjórn Arion banka, auk þess sem hann hefur um langt skeið komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þá hefur hún skipað Arnbjörgu Sigurðardóttur í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 14. janúar og Huldu Árnadóttur í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjaness frá 19. janúar. F.v. Hulda Árnadóttir, Arnbjörg Sigurðardóttir, Björn L. Bergsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson.Mynd/Aðsend Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en skipanirnar eru í samræmi við hæfnismat dómnefndar á umsækjendum. Samkvæmt niðurstöðum hennar voru Björn og Jóhannes hæfastir umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Reykjanes og að ekki væri efni til að greina á milli hæfni þeirra. Þá sagði dómnefndin að Hulda og Björn Þorvaldsson kæmu næst þeim tveimur og ekki væri efni til að greina á milli hæfni þeirra tveggja. Loks taldi hún að Arnbjörg og Hlynur Jónsson væru hæfust umsækjenda um embætti dómara fyrir norðan og ekki væri efni til að greina á milli þeirra. Luku öll embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að Arnbjörg Sigurðardóttir hafi lokið embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2004 og öðlaðst réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2007 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 2013. Hún starfaði sem aðstoðarmaður héraðsdómara árin 2005-2007 en frá þeim tíma og til ársins 2018 sem lögmaður. Árið 2018 tók hún að nýju við starfi aðstoðarmanns héraðsdómara og hefur gegnt því síðan. Þá hefur Arnbjörg gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í kærunefndum fjöleignahúsarmála og húsaleigumála og síðar kærunefndar húsamála, auk þess sem hún hefur komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi. Björn L. Bergsson lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1990 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1992 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 1999. Hann starfaði sem lögmaður frá árinu 1999 til ársins 2017 en það ár tók hann við starfi skrifstofustjóra Landsréttar sem hann hefur gegnt síðan. Þá hefur Björn gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í kærunefnd jafnréttismála og endurupptökunefnd, auk þess sem hann hefur komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi. Hulda Árnadóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2001 og framhaldsnámi í lögfræði frá Bristol-háskóla árið 2006. Hún öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2003 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 2018. Árin 2001 – 2005 starfaði hún sem lögfræðingur hjá óbyggðanefnd en frá þeim tíma sem lögmaður. Þá hefur Hulda gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í fjölmiðlanefnd og yfirfasteignamatsnefnd, auk þess sem hún hefur komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi. Jóhannes Rúnar Jóhannsson lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og meistaraprófi á sviði stjórnunar og rekstrar frá Cambridge-háskóla árið 2019. Hann öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi ári 1995 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 2002. Hann starfaði sem fulltrúi hjá embætti ríkissaksóknara frá árinu 1993 - 1994 en frá þeim tíma sem lögmaður. Þá hefur Jóhannes gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í skilanefnd og slitastjórn Kaupþings banka og setu í stjórn Arion banka, auk þess sem hann hefur um langt skeið komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi
Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir