Fleiri fréttir

„Eitthvað sem er ekki mér að kenna“

Þunguð kona á ekki rétt á veikindagreiðslum úr fæðingarorlofssjóði þar sem of langur tími er liðinn frá því hún var á vinnumarkaði. 

Rannsaka verkfæraþjófnað

Þjófnaður á talsverðu magni verkfæra og dokaplatna af byggingasvæðum á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna.

Banaslys í malarnámu í Þrengslunum

Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í malarnámu í Þrengslunum í morgun. Jarðýta sem maðurinn stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikilli hæð.

Lýsti atvinnuleysi og vanlíðan síðan henni var sagt upp hjá ON

Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem sagt var upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar árið 2018, lýsir miklum átökum sínum og Bjarna Más Júlíussonar fyrrverandi framkvæmdastjóra ON þegar þau störfuðu saman.

Biðst afsökunar og lokar Sporthúsinu

Eigandi Sporthússins hefur tekið þá ákvörðun að loka Sporthúsinu vegna mikillar og almennrar óánægju í samfélaginu með opnun líkamsræktarstöðva.

Fjármálaráðherra vill skoða breytingar á fjármálum sveitarfélaga

Fjármálaráðherra sagði í umræðum um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna á Alþingi í morgun að hlutur þeirra af útgjöldum hins opinbera væri mun lægra en á hinum Norðurlöndunum. Skoða þyrfti stöðu þeirra nú í því ljósi og hvort breyta ætti tekjustofnum þeirra.

Helgi og RÚV sýknuð í meið­yrða­máli

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlamanninn Helga Seljan og Ríkisútvarpið í meiðyrðamáli sem karlmaður höfðaði gegn þeim vegna ummæla fyrrverandi eiginkonu sinnar í Kastljósþætti í ágúst 2015.

„Þetta er ljóta helvítis yfirklórið og drullumokstur“

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir‎, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, segir tilmæli sín mjög einföld þegar komi að einkennum vegna Covid. Skipti þá engu hvort menn séu á sjó eða í landi. Menn eigi að koma í sýnatöku.

Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma

Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér.

33 greindust innan­lands

Alls greindust 33 með kórónuveiruna innanlands í gær. 61 prósent þeirra sem greindust með smit voru var í sóttkví.

Bóluefni hjá heilsugæslunni nánast búið

Löng röð hefur myndast fyrir utan Smáratorg þar sem fólk bíður þess að verða bólusett fyrir inflúensu. Bóluefni virðist enn vera til hjá apótekum landsins en það er uppurið á flestum heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu.

Á sjötta hundrað her­manna á landinu

Á sjötta hundrað bandarískra og kanadískra hermanna verða staðsettir hér á landi næstu vikurnar. Áhafnaskipti taka lengri tíma en vanalega vegna strangra sóttvarnareglna.

Allir þrír áttu að vera í einangrun

Skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af þremur mönnum í Hafnarfirði vegna gruns um brott á sóttvarnalögum.

Hundrað eftirskjálftar frá miðnætti

Rúmlega 2000 eftirskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá því að stór jarðskjálfti reið þar yfir skömmu eftir hádegi á þriðjudag.

María Meðalfellsgæs flutt á Bessastaði

María Meðalfellsgæs hefur fengið heimili á Bessastöðum. Fyrr í vikunni leitaði Dýrahjálp Íslands eftir einhverjum til að taka Maríu að sér en henni gekk illa að ná að fóta sig í borgarlífinu.

Endurtekin sóttkví barna áhyggjuefni

Ekki hefur þurft að leggja barn inn á spítala vegna kórónuveirunnar. Fátítt er að þau veikist alvarlega og þau eru fljót að ná sér. Sóttkví reynist þeim hins vegar íþyngjandi. 

Fylgjast með hvort kvika sé á flæði undir Krýsuvík

Reykjanesskaginn heldur áfram að nötra og hafa sjö skjálftar í dag mælst milli þrjú og fjögur stig. Jarðvísindamenn sjá þó skýr merki þess að dregið hafi úr hrinunni eftir stóra skjálftann í gær.

Vilja starfshóp um aukin atvinnuréttindi erlendra aðila

Sex þingmenn VG lögðu í dag fram þingsályktunartillögu um að skipaður yrði starfshópur sem gera ætti tillögur um það hvernig auka megi atvinnuréttindi ríkisborgara ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA og Færeyja.

Enn setið við samningaborðið í álversdeilunni skömmu fyrir miðnætti

Samninganefndir fimm verkalýðsfélaga og fulltrúa álversins í Straumsvík sátu enn á fundi á tólfta tímanum í kvöld. Formaður Hlífar í Hafnarfirði segir viðræðurnar á viðkæmu stigi en að allt verði gert til að ná samningi áður en til verkfallsaðgerða kemur á föstudag.

Réðst á nágrannakonu í heimahúsi í Hafnarfirði

Karlmaður var handtekinn fyrir að ráðast á nágrannakonu sína í heimahúsi í Norðurhellu í Hafnarfirði í kvöld. Konan var flutt með minniháttar áverka til aðhlynningar á slysadeild samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Hefur ekki undan við að skila þýfi kattarins

Þjófóttur köttur í Kópavogi virðist taka mið af árstíðum við val á þýfinu. Eigandi segist eiga fullt í fangi með að reyna skila því sem hann stelur af nágrönnunum.

Mælt fyrir nýrri stjórnarskrá á Alþingi

Mælt var fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga á Alþingi nú síðdegis. Það byggir á tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og er þetta í þriðja sinn sem það er flutt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Reykjanesskaginn heldur áfram að nötra og hafa sjö skjálftar í dag mælst milli þrjú og fjögur stig. Jarðvísindamenn sjá þó skýr merki þess að dregið hafi úr hrinunni eftir stóra skjálftann í gær.

Fleiri geta fengið uppsagnarstyrki

Alþingi samþykkti í dag frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem kveður á um að fyrirtæki sem skiluðu ekki umsóknum um uppsagnarstyrki á réttum tíma geti samt sem áður fengið styrkinn.

Innkalla barnapeysur vegna kyrkingarhættu

UNICEF á Íslandi hefur innkallað hettupeysur í barnastærð sem voru settar í sölu sem hluti af fjáröflun fyrir starfsemi samtakanna. Bönt í hettum eða hálsmáli á þessari tilteknu stærð af peysunni geta valdið hætti á kyrkingu.

Sjá næstu 50 fréttir