Fleiri fréttir

Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir

Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna.

Miklu tjóni afstýrt hjá Matfugli

Betur fór en á horfðist þegar eldur kviknaði í loftræstingarröri hjá kjúklingabúinu Matfugli í Mosfellsbæ á tólfta tímanum. 

Telur að línurnar skýrist í dag eða á morgun

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að línurnar skýrist varðandi aðgerðapakka til að koma til móts við þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði í dag eða á morgun.

Ekið á barn á reiðhjóli í Njarðvík

Ekið var á barn, sem var á reiðhjóli, á Njarðvíkurbraut. Drengurinn sem um ræðir fann til verkja og var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala.

Mótframboð Helgu Völu kom Heiðu Björgu á óvart

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að mótframboð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í embætti varaformanns flokksins hafi komið henni á óvart.

Mál­verki til minningar látinnar konu stolið

Málverki til minningar látinnar konu var stolið á föstudagsmorgunn úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ. Faðir konunnar segir mjög erfitt að málverkinu hafi verið stolið en það hafi mikið tilfinningalegt gildi fyrir fjölskylduna.

Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni

Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40.

Strax grunur um að fólkið ætlaði ekki að virða sóttkví

Þrír erlendir ferðamenn sem voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi voru sektaðir um 250.000 krónur hver. Grunur kviknaði strax um að fólkið myndi ekki virða sóttkví við komuna til landsins.

Tuttugu bætast í hóp smitaðra á milli daga

Kórónuveirusmituðum fjölgaði um tuttugu manns í gær. Af þeim greindust fimm manns í sóttkví eða við handahófskennda skimun en fimmtán hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu. Fjórir eru nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu.

Einn í öndunarvél með Covid-19

Fjórir liggja nú á Landspítalanum með Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Tveir voru lagðir inn á spítalann í gær samkvæmt upplýsingum Landspítalans.

Kjaramál og kreppa til umræðu á Sprengisandi

Fjármálakreppa, staða öryrkja, deilur á vinnumarkaði og vinnsla matvæla verður í deiglunni á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson fær góða gesti í þáttinn til sín sem hefst klukkan 10 og stendur yfir tólf þegar hádegisfréttir fara í loftið á Bylgjunni.

Lægð gengur yfir landið í dag

Rignt gæti af talsverðum ákafa á suðausturhluta landsins í dag, þar á meðal í Mýrdal og í Öræfum, þegar vaxandi lægð sunnan úr hafi gengur norður yfir landið í dag. Vindur snýst í norðlæga átt á morgun með kólnandi veðri.

Sjá næstu 50 fréttir