„Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2020 13:17 Víðir Reynisson segir það miður að samkomutakmarkanir á krám og skemmtistöðum hafi ekki skilað árangri. Höfuðborgarsvæðið sé nú á rauðu hættustigi sem þýði að aðgerða sé þörf. Vísir/Vilhelm „Ef maður skoðar þetta þá er ekkert sem bendir til þess að það séu einhverjar breytingar,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, um nýjustu tölur yfir fjölda kórónuveirusmita í dag. Tuttugu greindust í dag, sem er nokkuð minna en undanfarna daga, en Víðir segir það skýrast af færri sýnum. „Það er engin sérstök ástæða til að fagna einhverju. Við erum bara enn með áhyggjur af því að faraldurinn sé enn í vexti og nú erum við farin að sjá það sem við spáðum fyrir um helgina og alvarlegri tilfelli farin að greinast,“ segir hann en líkt og greint var frá í morgun liggur karlmaður á sextugsaldri á gjörgæsludeild Landspítalans í öndunarvél vegna kórónuveirusmits. Víðtækari samkomutakmarkanir Víðir útskýrir að á höfuðborgarsvæðinu sé rautt hættustig í gildi, sem þýði að verið sé að íhuga að grípa til frekari aðgerða. Hann bendir á að því hafi litlu skilað að loka skemmtistöðum og krám og því sé ekki hægt að útiloka að samkomutakmarkanir muni ná til fleiri staða. „Við erum ekki komin fyrir vind í þessu og ef við skoðum tímalínuna í þessu að þá eru tíu dagar síðan við fórum af stað með lokuðum krám og skemmtistöðum og vorum með mikinn áróður í að við hertum okkar persónubundnu smitvarnir, sem er lykillinn í þessu. Þess vegna er það áhyggjuefni að við séum ekki farinn að sjá neinn árangur af þessum aðgerðum níu dögum seinna.“ Ákvörðun um næstu skref muni væntanlega liggja fyrir á næstu tveimur til þremur dögum. „Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari með hertum aðgerðum, ég átta mig ekki alveg á því,“ segir Víðir. Runólfur Pálsson er yfirmaður á covid-göngudeild Landspítalans. Yfir fjögur hundruð manns eru í eftirliti á deildinni í dag. Mikið álag á göngudeild Líkt og greint hefur verið frá hefur álag á Landspítala aukist jafnt og þétt. Á annað hundrað starfsmenn spítala eru í einangrun eða sóttkví og ríflega fjögur hundruð manns eru í eftirliti á göngudeild covid-deildar spítalans. „Það var ansi mikið álag í gær og það hefur verið vaxandi álag undanfarna daga í takt við aukinn fjölda smitaðra einstaklinga sem hafa greinst og það er nokkuð sem var viðbúið þannig að við sjáum hvernig dagurinn verður í dag,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingaþjónustu á Landspítalanum.Hann segir deildina ágætlega í stakk búna til að takast á við aukinn fjölda. „Við lærðum af því að fást við fyrstu bylgjuna þannig að við höfum verið undirbúin fyrir þetta og fylgjumst náið með fjölgun smita. Við aukum við mannafla deildarinnar eins og þörf krefur hverju sinni og höfum undirbúið okkur fyrir enn meiri fjölda.“ Runólfur segir stöðuna á Landspítalanum í heild hins vegar áhyggjuefni. „Staðan er erfið, enda ekki við öðru að búast því við erum með hátt í tvö hundruð einstaklinga í sóttkví til viðbótar við á fjórða tug starfsmanna sem eru smitaðir. Þannig að vissulega hefur það áhrif en við verðum að takast á við það eins og annað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir „Það má ekki gleyma því að í byrjun þá leit Covid-19 býsna ógnvekjandi út“ Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
„Ef maður skoðar þetta þá er ekkert sem bendir til þess að það séu einhverjar breytingar,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, um nýjustu tölur yfir fjölda kórónuveirusmita í dag. Tuttugu greindust í dag, sem er nokkuð minna en undanfarna daga, en Víðir segir það skýrast af færri sýnum. „Það er engin sérstök ástæða til að fagna einhverju. Við erum bara enn með áhyggjur af því að faraldurinn sé enn í vexti og nú erum við farin að sjá það sem við spáðum fyrir um helgina og alvarlegri tilfelli farin að greinast,“ segir hann en líkt og greint var frá í morgun liggur karlmaður á sextugsaldri á gjörgæsludeild Landspítalans í öndunarvél vegna kórónuveirusmits. Víðtækari samkomutakmarkanir Víðir útskýrir að á höfuðborgarsvæðinu sé rautt hættustig í gildi, sem þýði að verið sé að íhuga að grípa til frekari aðgerða. Hann bendir á að því hafi litlu skilað að loka skemmtistöðum og krám og því sé ekki hægt að útiloka að samkomutakmarkanir muni ná til fleiri staða. „Við erum ekki komin fyrir vind í þessu og ef við skoðum tímalínuna í þessu að þá eru tíu dagar síðan við fórum af stað með lokuðum krám og skemmtistöðum og vorum með mikinn áróður í að við hertum okkar persónubundnu smitvarnir, sem er lykillinn í þessu. Þess vegna er það áhyggjuefni að við séum ekki farinn að sjá neinn árangur af þessum aðgerðum níu dögum seinna.“ Ákvörðun um næstu skref muni væntanlega liggja fyrir á næstu tveimur til þremur dögum. „Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari með hertum aðgerðum, ég átta mig ekki alveg á því,“ segir Víðir. Runólfur Pálsson er yfirmaður á covid-göngudeild Landspítalans. Yfir fjögur hundruð manns eru í eftirliti á deildinni í dag. Mikið álag á göngudeild Líkt og greint hefur verið frá hefur álag á Landspítala aukist jafnt og þétt. Á annað hundrað starfsmenn spítala eru í einangrun eða sóttkví og ríflega fjögur hundruð manns eru í eftirliti á göngudeild covid-deildar spítalans. „Það var ansi mikið álag í gær og það hefur verið vaxandi álag undanfarna daga í takt við aukinn fjölda smitaðra einstaklinga sem hafa greinst og það er nokkuð sem var viðbúið þannig að við sjáum hvernig dagurinn verður í dag,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingaþjónustu á Landspítalanum.Hann segir deildina ágætlega í stakk búna til að takast á við aukinn fjölda. „Við lærðum af því að fást við fyrstu bylgjuna þannig að við höfum verið undirbúin fyrir þetta og fylgjumst náið með fjölgun smita. Við aukum við mannafla deildarinnar eins og þörf krefur hverju sinni og höfum undirbúið okkur fyrir enn meiri fjölda.“ Runólfur segir stöðuna á Landspítalanum í heild hins vegar áhyggjuefni. „Staðan er erfið, enda ekki við öðru að búast því við erum með hátt í tvö hundruð einstaklinga í sóttkví til viðbótar við á fjórða tug starfsmanna sem eru smitaðir. Þannig að vissulega hefur það áhrif en við verðum að takast á við það eins og annað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir „Það má ekki gleyma því að í byrjun þá leit Covid-19 býsna ógnvekjandi út“ Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira