Fleiri fréttir

Sluppu með skrekkinn í Djúpagili

Telja má mildi að enginn hafi slasast alvarlega þegar bílaleigubíll fór útaf hringveginum í Skjónugili um einn kílómetra fyrir norðan Vík í Mýrdal síðdegis í gær. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu allir ómeiddir samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vík.

Flugferð frá helvíti sem endaði á sama stað og hún byrjaði

Unnur Arndísardóttir lýsir ferðalagi sínu frá Alicante á Spáni til Ísland í gærkvöldi sem ferðalagi helvítis. Tólf tímum eftir brottför frá Alicante, hringsól yfir Reykjanesi og millilendingu í Edinborg er Unnur komin aftur til Alicante og ætlar ekki að gera aðra tilraun til að fljúga heim fyrr en í mars.

BBC fjallar um björgunina á Langjökli

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins, BBC, birti í dag stutta umfjöllum björgun ferðamannanna 39 sem festust á Langjökli síðastliðinn mánudag.

Úrgangur minnkaði í fyrsta sinn í fimm ár

Í fyrra minnkaði úrgangur á milli ára hjá Sorpu í fyrsta sinn í fimm ár. Samdrátturinn nam fimmtán prósentum. Minna sorp tengist meðal annars samdrætti í efnahagslífinu að sögn deildarstjóra umhverfismála.

Jón Atli áfram rektor

Háskólaráð hefur tilnefnt Jón Atla Benediktsson til áframhaldandi setu í embætti rektors Háskóla Íslands. Engin önnur sóttu um starfið.

Þessi fá listamannalaun árið 2020

Listamannalaunum hefur nú verið úthlutað fyrir árið 2020. Til úthlutunar eru 1600 mánaðarlaun úr sex mismunandi sjóðum. Í launasjóðinn bárust 1543 umsóknir og sótt var um 11.167 mánuði. 325 umsækjendur fá listamannalaun að þessu sinni.

Börn í Eyjum fá ekki að mæta ókembd í skólann

Foreldrar barna í grunnskólum þekkja vel að fá lúsapósta þegar kennsla hefst á haustin og eftir áramót. Er þar minnt á lúsina og mikilvægi þess að foreldrar barna kembi hár þeirra.

Reykjanesbær laus undan sérstöku eftirliti

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur tilkynnt Reykjanesbæ að aðlögunaráætlun bæjarins hvað varðar fjárhagsmál sé fallin úr gildi og bæjarstjórn sé ekki lengur skylt að bera ákvarðanir undir nefndina. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins og er vísað í bréf sem nefndin sendi bænum.

Biðja foreldra um að sækja börn sín á höfuðborgarsvæðinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þess á leit við foreldra og forráðamenn að þeir sæki börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag vegna afar óhagstæðrar veðurspár en gul veðurviðvörun er í gildi, meðal annars fyrir höfuðborgarsvæðið.

Flug liggur niðri og vegum víða lokað

Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað.

Álag meira en búist var við

Forstjóri Landspítalans segir álag á spítalanum hafa aukist meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Opnun skammtímadeildar til að bregaðst við ástandinu sé möguleiki en til þess þurfi meira fjármagn.

Prjóna fyrir móðurlaus dýr

Hópur fólks ætlar að bregðast við ákalli dýraverndunarsamtaka í Ástralíu og hittast á Kex Hosteli í Reykjavík í kvöld og prjóna poka fyrir dýr sem eru móðurlaus eftir gróðureldana í Ástralíu.

Á hæsta viðbúnaðarstigi vegna óveðursins

Á þriðja þúsund heimila og fyrirtækja urðu rafmagnslaus í óveðrinu sem gekk yfir í nótt og í morgun. RARIK starfar á hæsta viðbúnaðarstigi vegna viðvarana sem eru í gildi fyrir morgundaginn.

Sjá næstu 50 fréttir