Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2020 18:32 Ferðamálastofa hefur krafið Mountaineers of Iceland skýringar á því hvers vegna fyrirtækið fór með 39 manna hóp í vélsleðaferð að Langjökli tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á síðastliðinn mánudag. Ferðamálastofa fór fram á afrit af öryggisáætlun Mountaineers of Iceland til að ganga úr skugga að það samrýmdist henni að hafa farið í þessa ferð. Stendur sú skoðun enn yfir og hefur lögreglan á Suðurlandi hafið sakamálarannsókn á þessari ferð. Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir nýbúið að festa lög kvaðir um öryggisáætlanir ferðaþjónustufyrirtækja. „Ég auðvitað geri þá kröfu að fyrirtæki fylgi sínum eigin öryggisáætlunum. Ég vil fyrst fá að vita hvort það hafi verið gert, áður en þeirri spurningu er varpað á stjórnvöld hvort regluverkið sé nægjanlega skýrt.“ Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli á vegum Mountaineers of Iceland. Var fyrirtækið dæmt til að greiða hjónunum bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu. Ekki eru dæmi þess að ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið svipt starfsleyfi. Þórdís segir ferðaþjónustufyrirtæki eiga að átta sig á þeirri miklu ábyrgð sem þau bera. „Við eigum allt undir því að gera eins vel og við getum þegar kemur að öryggi ferðamanna þegar þeir koma hingað. Það er sameiginlegt verkefni. Við erum með regluverkið hjá okkur það. Ábyrgð fyrirtækja í ferðaþjónustu er mjög mikil. Heilt yfir standa fyrirtæki undir þeirri ábyrgð og átta sig á alvarleika þess ef það er ekki gert. Ferðamálastofa er með málið hjá sér og við þurfum að sjá hvað kemur út úr því.“ Hún segir yfirvöld hafa ýmsar tillögur í vinnslu þegar kemur að betri aðgangsstýringu til að vernda landið og ferðamenn. Til að mynda liggur fyrir tillaga um að hægt sé að loka Reynisfjöru þegar aðstæður þar eru hættulegar. „Annað er síðan ef þú ert að ganga á eigin vegum upp á jökla. Það er spurning hvort það þurfi að gera ríkari kröfur til þeirra um öryggisáætlanir fyrir sig eða neyðarsenda eða annað slíkt. Það er framkvæmdaatriði. Að öðru leyti er hér almannaréttur, fólk getur farið um landið og gerir það á eigin ábyrgð, við erum ekki að fara að breyta því.“ 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Ferðamálastofa hefur krafið Mountaineers of Iceland skýringar á því hvers vegna fyrirtækið fór með 39 manna hóp í vélsleðaferð að Langjökli tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á síðastliðinn mánudag. Ferðamálastofa fór fram á afrit af öryggisáætlun Mountaineers of Iceland til að ganga úr skugga að það samrýmdist henni að hafa farið í þessa ferð. Stendur sú skoðun enn yfir og hefur lögreglan á Suðurlandi hafið sakamálarannsókn á þessari ferð. Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir nýbúið að festa lög kvaðir um öryggisáætlanir ferðaþjónustufyrirtækja. „Ég auðvitað geri þá kröfu að fyrirtæki fylgi sínum eigin öryggisáætlunum. Ég vil fyrst fá að vita hvort það hafi verið gert, áður en þeirri spurningu er varpað á stjórnvöld hvort regluverkið sé nægjanlega skýrt.“ Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli á vegum Mountaineers of Iceland. Var fyrirtækið dæmt til að greiða hjónunum bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu. Ekki eru dæmi þess að ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið svipt starfsleyfi. Þórdís segir ferðaþjónustufyrirtæki eiga að átta sig á þeirri miklu ábyrgð sem þau bera. „Við eigum allt undir því að gera eins vel og við getum þegar kemur að öryggi ferðamanna þegar þeir koma hingað. Það er sameiginlegt verkefni. Við erum með regluverkið hjá okkur það. Ábyrgð fyrirtækja í ferðaþjónustu er mjög mikil. Heilt yfir standa fyrirtæki undir þeirri ábyrgð og átta sig á alvarleika þess ef það er ekki gert. Ferðamálastofa er með málið hjá sér og við þurfum að sjá hvað kemur út úr því.“ Hún segir yfirvöld hafa ýmsar tillögur í vinnslu þegar kemur að betri aðgangsstýringu til að vernda landið og ferðamenn. Til að mynda liggur fyrir tillaga um að hægt sé að loka Reynisfjöru þegar aðstæður þar eru hættulegar. „Annað er síðan ef þú ert að ganga á eigin vegum upp á jökla. Það er spurning hvort það þurfi að gera ríkari kröfur til þeirra um öryggisáætlanir fyrir sig eða neyðarsenda eða annað slíkt. Það er framkvæmdaatriði. Að öðru leyti er hér almannaréttur, fólk getur farið um landið og gerir það á eigin ábyrgð, við erum ekki að fara að breyta því.“
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira