Fleiri fréttir

Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar

Reykjavíkurborg ábyrgist lán upp á nærri milljarð vegna mistaka hjá Sorpu. Stjórnarformaður segir ástæðulaust að skipa neyðarstjórn yfir fyrirtækið. Mikilvægt sé að tryggja að stjórnarmenn sitji lengur en eitt kjörtímabil.

Gefa ráðherra kost á að leggja til breytingar á áfengislöggjöf

Svo kann að fara að ekkert þingmannamál um smásölu áfengis verði lagt fram á komandi þingvetri en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um heimild til netkaupa á áfengi kann að hafa áhrif. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á vorþingi. Ekki liggur fyrir hvort slíkt frumvarp fæst samþykkt í ríkisstjórn.

Meiðyrðamál Manna í vinnu tekin fyrir

Eiríkur Jónsson baðst einn afsökunar vegna ummæla eða fréttar í tengslum við starfsmannaleigu sem var sökuð um misnotkun á starfsmönnum. Hópur verkalýðsforingja fékk kröfubréf. Tvö meiðyrðamál tekin fyrir á morgun.

Rigning um allt land næstu daga

Gefin hefur verið út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa en mögulegt er að slík viðvörun verði einnig gefin út fyrir norðanvert landið, Breiðafjörð og Vestfirði.

Þingmenn takast áfram á um formennsku Bergþórs utan vinnutíma

Talsverður styr hefur verið á Alþingi vegna kjörs Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í formannssæti umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Bergþór var kjörinn með tveimur atkvæðum Miðflokksins á meðan fulltrúar annarra flokka í nefndinni sátu hjá.

„Við erum öll í einni keðju og ég er lásinn“

Íbúar á Álftanesi hafa áhyggjur af mikilli umferð um götu sem þrír skólar, sundlaug og íþróttahús liggja að. Veitur standa fyrir endurnýjun á lögnum og þurftu að tímabundið að loka vegi þar sem umferðin fer annars um. Denni gangbrautavörður stendur þó vaktina og bendir ökumönnum á að aka varlega.

Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra

Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kaup Michele Ballarin á WOW Air, ólga meðal lögreglumanna, mótmæli við húsakynni héraðssaksóknara og margt fleira verður til umfjöllunar í kvöldfréttum kvöldsins. Einnig verður rætt við Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, um klaustursmálið og sagt frá nýjum herflugvelli á Grænlandi.

Nýtt loftslagsráð tekið til starfa

Nýtt loftslagsráð kom saman í fyrsta sinn í gær en því er ætlað að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi.

Hitafundur um hallarekstur Sorpu: „Þetta eru mistök á mistök ofan“

Borgarfulltrúum var heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þegar rætt var um hallarekstur Sorpu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi meirihlutann harðlega fyrir að ábyrgjast 990 milljóna króna lán til Sorpu án þess að hafa kallað eftir úttekt frá innri endurskoðun.

„Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“

Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda

Ástandið á flakinu gerir rannsakendum erfitt fyrir

Ekki liggur fyrir hvers vegna lítil eins hreyfils flugvél brotlenti á Skálafellsöxl, nærri Móskarðshnjúkum um miðjan dag í gær. Rannsókn á tildrögum slyssins gæti tekið langan tíma.

Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki

Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin.

Með stera í leikfangakössum

Lögreglan á Suðurnesjum handtók nýverið erlenda konu sem stöðvuð var af tollvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Vilja rýmri opnunartíma

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu á fundi borgarstjórnar í gær til að opnunartími stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar yrði gerður sveigjanlegri til þess að létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu.

Lýstu áhyggjum af meðferð skattamála við þingfestingu

Jafnt sækjendur, verjendur og dómarar telja meðferð skattlagabrota ekki í lagi nú þegar þrír dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Fjórða málið er komið til efnismeðferðar í Strassborg. Þetta kom fram við þingfestingu máls í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn.

Geisla beint að flugvélum í aðflugi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning frá flugstjórn um að bláum geisla hafi verið beint að tveimur farþegaþotum sem verið var að lenda í Keflavík.

Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum

Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi.

Sjá næstu 50 fréttir