Fleiri fréttir

Stoltur og þakklátur eftir björgun á Hornströndum

Þrátt fyrir að þekkja fjöllin á norðanverðum Vestfjörðum eins og handarbakið á sér varð þokan til þess að Bolvíkingurinn Benedikt Sigurðsson, og göngugarpar sem voru með honum í hóp, lenti í sjálfheldu á Hornströndum í gærkvöldi.

Þingvallahring lokað að nóttu

Framkvæmdir við Þingvallaveg hafa gengið vel og verkið er á undan áætlun að því er kemur fram á vef Þingvallaþjóðgarðs. Eftir sé að endurgera um það bil fimm hundruð metra utan núverandi vinnusvæðis og því verði tímabundnar lokanir frá og með í dag á tilteknum vegköflum frá níu á kvöldin til átta á morgnana.

Minnisvarði reistur um hvunndagshetjuna Bangsa

Bæjarstjórn Húnaþings vestra hefur samþykkt að reisa minnisvarða um Björn Þóri Sigurðsson, eða Bangsa eins og hann var gjarnan kallaður. Það var Kótilettunefndin sem kom með þessa tillögu fyrir skemmstu en hún beitir sér fyrir ýmsum góðgerðarmálum á Hvammstanga og nágrenni.

Brexit er Íslandi þungt

Breska blaðið Financial Times segir Ísland í sjötta sæti landa sem verða fyrir mestum áhrifum af Brexit. Bretar undirbúa nú útgöngu án samnings við ESB.

Richard kann íslensku og 50 önnur tungumál

Hinn breski Richard Simcott, einn þekktasti tungumálamaður heims, dvelur í rúmlega mánuð á Íslandi í fríi. Richard kveðst hafa lært meira en fimmtíu tungumál og geta talað 25 þeirra, þar á meðal íslensku sem hann rifjar nú upp.

Líður eins og þeim sé refsað fyrir að eiga foreldra með sjúkdóminn

Konur sem eiga foreldri sem greinst hefur með MND furða sig á því að þær fái ekki sjúkdómatryggingu nema búið sé að undanskilja sjúkdóminn, þrátt fyrir að hann sé ekki ættgengur. Þeim líði eins og verið sé að refsa þeim fyrir að eiga foreldra með sjúkdóminn. Formaður MND félagsins gagnrýnir harðlega vinnubrögð tryggingafélagana og segir að þau hugsi ekki um velferð viðskiptavina sinna.

Tvíburafolöldin Jóna og Edda dafna vel á Fossi

Jóna og Edda eru tvíburafolöld, sem komu nýlega í heiminn á bænum Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi. Mamma þeirra heitir Tinna og er nítján vetra og pabbi þeirra er stóðhesturinn Safír frá Mosfellsbæ, sem er sex vetra.

Fékk aðstoð og fór úr kulnun í kraft

Ung kona sem fékk alvarleg einkenni kulnunar í lífi og starfi segir að það hafi í raun gefið sér tækifæri til að snúa við blaðinu og breyta um lífsstíl. Alltof algengt sé að fólk ætli sér alltof mikið og brenni síðan út.

Vilja geta heimsótt leiði sonar síns

Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn í janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi.

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna manns á Fimmvörðuhálsi sem er slasaður á fæti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörg.

Efna til hjólastólarallýs niður Kambana

Í kvöld ætla einstaklingar sem bundnir eru við hjólastól að efna til hjólastólarallýs niður Kambana frá Kambabrún niður í Hveragerði. Lagt verður af stað frá Olís Norðlingaholti klukkan 17 og hefst rallýið niður Kambana klukkan 18.

Alvarlega slasaður eftir áreksturinn á Suðurlandsvegi

Þrír voru fluttir á Landspítalann eftir harðan árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi skammt austan við Rauðhóla í hádeginu í dag. Einn var fluttur með alvarlega áverka en hinir tveir eru minna slasaðir.

Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði

Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks.

Undarlegur litur á Elliðaánum

Mjólkurhvítt vatn rennur úr ræsi í Elliðaánum við Reykjanesbrautina hjá Sprengisandi. Ásgeir Heiðar, veiðivörður tók mynd af ánni og birti á Facebook.

Sex hræ talin vera enn í fjörunni

Enn er talið að sex hræ grindhvala séu í fjörunni í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að losa átta hræ í gær. Hræin voru dregin langt út á sjó þar sem stungið var á maga þeirra og þeim sökkt. Stefnt er að því að reyna klára að losa hræin í dag.

Slökkviliðsmenn gengu af göflunum

Sex slökkviliðsmenn sem gengið hafa þvert yfir hálendið frá Akureyri til Selfoss komu að Björgunarmiðstöðinni á Selfossi klukkan 11. Með hlaupinu lögðu þeir Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri lið og söfnuðu fyrir hitakassa á barnadeild sjúkrahússins

Sjá næstu 50 fréttir