Fleiri fréttir

RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm

Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu.

Loftræstikerfið líkleg skýring

Skólastjórnendur Hagaskóla funduðu í gær með fulltrúum Reykjavíkurborgar vegna ástands átta kennslustofa. Kvartanir hafa borist frá nemendum og starfsfólki um slappleika, ógleði og höfuðverk. Má það rekja til óæskilegs koltvísýringsmagns í andrúmsloftinu.

Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest

Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins.

Erfitt að ráða í stjórnendastöður á leikskólum

Leikskólar Reykjavíkur standa frammi fyrir mönnunarvanda þegar kemur að ráðningum í stjórnendastöður. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hefur áhyggjur af stöðunni, borgin sé að rýna í málið.

Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða

Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg.

Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt

Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært.

Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá

Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins.

Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu

Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær.

Lagði áherslu á vináttuna

Áttatíu nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum á Bifröst 22. júní. Einn þeirra  er Hvergerðingurinn Thelma Rós Kristinsdóttir og hún hélt ræðu við athöfnina.

Ógleði og slappleiki í húsnæði Hagaskóla

Í bréfi skólastjóra Hagaskóla til Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að starfsmenn skólans sýni einkenni sem benda til að húsnæðið sé heilsuspillandi. Nemendur glíma við höfuðverk, slappleika og ógleði.

Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun

Tæplega þrjú hundruð fyrirtækjum og stofnunum í landinu ber að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok. Einungis 66 þeirra hafa hlotið vottun og ljóst er að ekki næst að klára vottun í þeim fyrirtækjum sem eftir eru á þessu ári.

Meira um lokanir á bráða­legu­deildum í sumar

Landspítalinn þarf að loka allt að hundrað og fjörutíu legurýmum í sumar en um er að ræða hefðbundnar sumarlokanir og lokanir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.

Segir náms­árangur nem­enda aukast ef skóla­haldi yrði seinkað

Rannsóknir hafa sýnt að námsárangur nemenda eykst ef skóli byrjar seinna á daginn og því gæti breyting á skólatíma verið til hins betra. Þetta kom fram í viðtali við Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti, í Reykjavík síðdegis í dag.

Telur viðhald á skólum hafa setið of lengi á hakanum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn til skólayfirvalda í Reykjavík um hvernig bregðast eigi við heilsuspillandi ástandi í Hagaskóla. Hún telur að skólastarf þar muni raskast í haust verði ekki gripið til aðgerða í sumar.

Hveragerðisbær sagður brjóta á rétti fatlaðra

Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fötluð börn og ungmenni í Hveragerði njóta ekki aðstoðar frá bæjarfélaginu, skortur hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða veldur lokunum Landsspítala á legurýmum. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Sumarfríið stytt vegna lúsmýs

Sumarfrí Guðrúnar Ögðu Aðalheiðardóttur og fjölskyldu fékk heldur skjótan endi en sumarbústaðarferð, sem átti að standa yfir í viku, lauk mun fyrr en áætlað var vegna ágangs lúsmýs.

Sjá næstu 50 fréttir