Fleiri fréttir

Landinn er sólginn í ís í sól og veðurblíðunni

Íssalar merkja mikla söluaukningu á ís samanborið við sama tímabil í fyrra. Mannað er á vaktir í ísbúðum eftir veðurspánni og eru hlutastarfsmenn nánast í fullri vinnu. Eigandi ísbúðarinnar Valdísar segir ísinn hvetja til útivistar.

Minna um framræst votlendi en áður var talið

Ný og nákvæmari gögn um framræst votlendi á Íslandi benda til þess að minna sé af því en áður var talið. Því er framræst votlendi minni hluti af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi en reiknað var með.

Áfram góðviðri næstu daga

Brýnt er fyrir fólki á Vesturlandi að fara varlega með eld sökum mikilla þurrka og meðfylgjandi hættu á gróðureldum.

Aldrei meiri samdráttur

Samdráttur milli ára í fjölda ferðamanna hefur ekki verið jafnmikill frá upphafi mælinga sé litið til fjölda í maí á þessu ári í samanburði við maí í fyrra.

Daglegar ábendingar til MAST vegna illrar meðferðar dýra

Í ársskýrslu Matvælastofnunar kemur fram að alls hafi borist 468 ábendingar frá almenningi vegna dýravelferðar. Frá 2017 hafa yfir tuttugu mál farið í sektarferli vegna vanhirðu. Fleiri ábendingar koma vegna illrar meðferðar á gæludýrum en búfénaði hér á landi.

Björn Leví bíður svars við fjölda fyrirspurna

Þingmenn bíða skriflegra svara ráðherra við 125 fyrirspurnum. Þær elstu eru frá síðastliðnu hausti. Flestar fyrirspurnanna eru á borði fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar. Ósvaraðar fyrirspurnir falla niður við þinglok.

Hlutfall ungra mæðra hátt á Suðurnesjum

Hlutfall mæðra sem ekki hafa náð tvítugsaldri er mun hærra á Suðurnesjum en á landsvísu. Á landinu öllu fæddu 6,8 stúlkur af hverjum 1.000, á aldrinum fimmtán til nítján ára, börn á árunum 2014-2018 en á Suðurnesjum voru þær 17 af 1.000.

Fordæma ákvörðun Javid

Blaðamannafélag Íslands fordæmdi í gær ákvörðun Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, um að verða við framsalsbeiðni Bandaríkjanna á Julian Assange, stofnanda WikiLeaks.

Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, dró umsókn um stöðu seðlabankastjóra til baka. Starf hæfisnefndar sé í „hæsta máta óeðlilegt“. Hann varar forsætisráðherra við mistökum.

Allir sáttir um þinglok nema Miðflokkurinn

Miðflokkurinn stendur einn utan samkomulags ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um þinglok. Hann vill fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans og frumvarps um innflutning á ófrosnu kjöti.

Það þarf að taka nokkur aukaskref til að efla traust

Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur í siðfræði, segir ganga illa að innleiða þá hugsun í samfélaginu að það sé ekki nóg að menn séu hæfir til að fjalla um mál samkvæmt reglum heldur verði þeir einnig að virðast vera það í augum almennings. Tveir dómarar við Hæstarétt töldu sér ekki skylt að upplýsa um tap sitt vegna hlutabréfa í Landsbankanum þegar þeir dæmdu fyrrverandi bankastjóra bankans í fangelsi.

„Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar“

Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er meðal annars til komin vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár.

Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna

Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir meiri líkur en áður á stórum gróðureldum á Íslandi vegna loftslagsbreytinga og nýs gróðurfars. Stofnunin hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að gróðureldum verði bætt við sviðsmyndir almannavarna

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.