Fleiri fréttir

Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma

Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr.

Fjölmargir þættir spila inn í lítið brotthvarf úr ML

51 stúdent útskrifaðist úr Menntaskólanum að Laugarvatni síðasta laugardag og er um að ræða fjölmennasta árgang í sögu skólans. Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni segir aðsókn í skólann vera meiri en hægt er að taka við og að brotthvarf úr skólanum sé lítið.

Uppbygging í Bláfjöllum geti hæglega endað í katastrófu

Forstöðumaður hjá Veitum varar við fyrirhugaðri uppbyggingu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Brýnar úrbætur þurfi á Bláfjallavegi og frekari rannsókna sé þörf á þeim áhrifum sem hugsanleg mengunarslys geti haft á vatnsból höfuðborgarinnar.

Vegagerðin tekur við Speli í dag

Stjórn Spalar ehf. hefur komist að samkomulagi við Vegagerðina um að hún taki við félaginu á aðalfundi Spalar sem boðað er til á Akranesi í dag.

Eldur í hafnfirskum ruslahaug

Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Hringhellu í Hafnarfirði um klukkan hálfellefu í gærkvöldi þegar reyk tók að leggja yfir Vellina og sást reykurinn vel frá Reykjanesbraut.

Segir völdum rænt um stundarsakir

Málþóf Miðflokksmanna heldur áfram á Alþingi og önnur mál komast ekki á dagskrá. Forseti þingsins segir þingvilja ekki komast til skila nema með at"Það er augljóst að það er búið að ræna völdum hér um stundarsakir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og á þar við að Miðflokksmenn stunda nú það sem flestir vilja kalla grímulaust málþóf um þriðja orkupakkann.kvæðagreiðslu. Formaður Miðflokksins segir dagskrárvaldið hins vegar vera hjá þingforseta

Eldhúsdagur á Alþingi í dag

Almennar stjórnmála­umræður, sem í daglegu tali kallast eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld.

Kjötfrumvarp úr nefnd

Frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á fersku kjöti var afgreitt út úr atvinnuveganefnd í gærkvöldi.

Kyrrsetta Wow þotan leigð til Englands

Airbus A321 farþegaþotunni, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli vegna tveggja milljarða króna skuldar hins gjaldþrota WOW air, hefur verið stefnt til Englands.

Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands

Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands.

Tunga hrefnunnar tútnaði út

Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, fór í dag og skoðaði hræ hrefnunnar sem rak á land við Granda skömmu eftir hádegi.

Næsti þristur verður elsta flugvél sögunnar til að komast til Íslands

DC 3-vélin, sem fór í loftið frá Narsarsuaq á Grænlandi núna í hádeginu, verður elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands, þegar hún lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis, tæplega 82 ára gömul. Hún er jafnframt sá þristur sem mestan flugtíma á að baki.

Rak á land við Granda

Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi.

Ók á 149 kílómetra hraða

Hátt í þrjátíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum á undanförnum dögum.

Byggt við Íþróttahúsið á Hellu

Um er að ræða tvílyft hús úr límtré, klætt steinullareiningum með einhalla þaki við núverandi íþróttahús. Á neðri hæðinni verður áhaldageymsla en á þeirri efri verður líkamsræktaraðstaða sem tengist núverandi íþróttamiðstöð um göngusvalir í íþróttahúsi.

Sjá næstu 50 fréttir