Fleiri fréttir

Sjötíu prósent vilja kjósa til þings í haust

Mikill meirihluti þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun vill alþingiskosningar í haust fremur en í vor. Oddvitar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað vilja sinn til þess að halda kosningar í haust. Framsóknarþingmenn eru ekki sammála.

Samið við bakhjarla Pepsi-deildar kvenna

Ölgerðin, Askja, Greiðslumiðlun og Hagkaup skrifuðu í gær undir samning við 365, útgefanda Fréttablaðsins, um að fyrirtækin verði bakhjarlar Pepsi-deildar kvenna í sumar.

Dagpeningar ríkisstarfsmanna stórhækka þótt verðbólga sé lítil

Dagpeningagreiðslur til ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands hækka gríðarlega samkvæmt nýrri auglýsingu ferðakostnaðarnefndar. Gisting og fæði í einn sólarhring hækkar um 40 prósent og gisting í einn sólarhring hækkar um 70 prósent. Formaður fjárlaganefndar undrast svo mikla hækkun.

Fengu styrk að verðmæti 1,1 milljarður fyrir verkefnið VIRUS-X

Íslenska líftæknifyrirtækið Prokazyme, Matís, og 13 erlendir háskólar, stofnanir og fyrirtæki hafa hlotið styrk að verðmæti átta milljónir evra [1,1 milljarður íslenskra króna] úr sjóði Horizon 2020, 8. rannsóknaáætlun Evrópu, vegna rannsóknaverkefnisins VIRUS-X.

Segja Siðfræðistofnun fara rangt með

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir stofnunina hafa tekið barkaígræðslumálið svokallaða föstum tökum á sjúkrahúsinu til þess að geta lært af því og upplýst um það.

Gagnrýna skýrslu um salerni á hringveginum

Í könnun Eflu á salernisaðstöðu á hringveginum, sem unnin var fyrir Stjórnstöð ferðamála, var aðgengi hreyfihamlaðra að téðri salernisaðstöðu ekki skoðað.

Hér eru 400 taldir bundnir þrældómi

Ísland kemur illa út í samanburði við Norðurlönd í nýrri skýrslu Global Slavery Index um þrælahald í heiminum. Það er í 49. sæti á heimsvísu og fær slaka einkunn fyrir viðbrögð stjórnvalda gegn mansali. Efni skýrslunnar var til u

Dýrara að senda bréf vegna launahækkana

Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt beiðni Íslandspósts, um rúmlega þriggja prósenta hækkun gjaldskrár fyrir bréf léttari en fimmtíu grömm, en Íslandspóstur hefur einkarétt á síkum bréfasendingum

Verkjaþing nú haldið hérlendis

Sigríður Zoëga, sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með verki, hefur tekið við formennsku í norrænum samtökum um rannsóknir á verkjum.

Píratar ráða kosningastjóra

Jóhann Kristjánsson hefur verið ráðinn kosningastjóri Pírata fyrir væntanlegar kosningar til Alþingis í haust.

Vildi að lögregla kæmi sér í burtu

Ökumaður sem ekki gat beðið eftir því að sjúkrabíll kæmist leiðar sinnar sagði að lögregla ætti að koma sér í burtu er hún stýrði umferð.

Enn mikið verk óunnið að mati Bjarna

Eldhúsdagsumræður fóru fram á þingi í gær. Stjórnarandstaðan sagði of mörgum haldið utan uppgangs íslensks efnahagslífs. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði enn mikið verk óunnið við að bæta hag allra.

Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys

Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn

Forskot Guðna óhaggað eftir kappræðurnar

Guðni Th. Jóhannesson mælist enn með langmest fylgi frambjóðenda til forseta, 61 prósent segja myndu kjósa hann. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, er annar með 19 prósenta fylgi.

Sjá næstu 50 fréttir