Landlæknir segir ekki æskilegt að bjóða gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 30. maí 2016 22:15 Formaður Vinstri grænna segir að afla þurfi aukinna tekna til að standa undir gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Landlæknir segir það hvorki raunhæft né æskilegt enda séu gjöld notuð til að stýra fólki á rétt þjónustustig. Undanfarið hafa þingmenn og annað áhrifafólk innan stjórnarandstöðunnar talað fyrir því að bjóða eigi upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ein þeirra en hún segir mörg dæmi þess að tekjulágt fólk leiti sér ekki nauðsynlegrar læknisþjónustu af efnahagsástæðum og það sé óviðunandi í okkar samfélagi. Því ætti að fella niður komugjöld í heilbrigðiskerfinu og að fjármagna ætti þau útgjöld með endurskoðuðum auðlegðaskatt og hækkun veiðigjalda. „Ég held að það sé í raun og veru bara eðlilegt að við öflum aukinna tekna til þess að standa undir gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Og það hefur verið bent á það að það frumvarp sem heilbrigðisráðherra er núna með fyrir þinginu um að jafna þessa þátttöku (greiðsluþátttöku sjúklinga, innsk. blm), sem er í sjálfu sér góð meginhugsun, að það myndi ekki kosta nema sex og hálfan milljarð að gera þá þjónustu sem það frumvarp snýst um gjaldfrjálsa,” segir Katrín. Birgir Jakobsson, landlæknir, segir það ekki raunhæft markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. „Nei, ég er ekki einu sinni viss um að það sé æskilegt markmið. Vegna þess þar sem ég þekki til að þá eru gjöld notuð til þess að stýra fólki á rétt þjónustustig. Og ég held að það sé ekki rétt leið að hafa alveg gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu,” segir Birgir. Þá sé ekki góð hugmynd að fella niður komugjöld í heilbrigðiskerfinu. „Ég held að það eigi að vera lægri komugjöld þar sem að við viljum að fólk sæki fyrst þjónustu, eins og í heilsugæslunni. En þá dýrari komugjöld ef þú sækir beint þjónustu til sérfræðinga.” Stjórnmálamenn ættu að fara varlega í að boða gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. „Það er sjálfsagt ákveðin leið til þess að veiða atkvæði, en mér finnst það ekki vera mjög heiðarleg kosningabarátta, ef ég á að segja alveg eins og er,” segir Birgir. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að afla þurfi aukinna tekna til að standa undir gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Landlæknir segir það hvorki raunhæft né æskilegt enda séu gjöld notuð til að stýra fólki á rétt þjónustustig. Undanfarið hafa þingmenn og annað áhrifafólk innan stjórnarandstöðunnar talað fyrir því að bjóða eigi upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ein þeirra en hún segir mörg dæmi þess að tekjulágt fólk leiti sér ekki nauðsynlegrar læknisþjónustu af efnahagsástæðum og það sé óviðunandi í okkar samfélagi. Því ætti að fella niður komugjöld í heilbrigðiskerfinu og að fjármagna ætti þau útgjöld með endurskoðuðum auðlegðaskatt og hækkun veiðigjalda. „Ég held að það sé í raun og veru bara eðlilegt að við öflum aukinna tekna til þess að standa undir gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Og það hefur verið bent á það að það frumvarp sem heilbrigðisráðherra er núna með fyrir þinginu um að jafna þessa þátttöku (greiðsluþátttöku sjúklinga, innsk. blm), sem er í sjálfu sér góð meginhugsun, að það myndi ekki kosta nema sex og hálfan milljarð að gera þá þjónustu sem það frumvarp snýst um gjaldfrjálsa,” segir Katrín. Birgir Jakobsson, landlæknir, segir það ekki raunhæft markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. „Nei, ég er ekki einu sinni viss um að það sé æskilegt markmið. Vegna þess þar sem ég þekki til að þá eru gjöld notuð til þess að stýra fólki á rétt þjónustustig. Og ég held að það sé ekki rétt leið að hafa alveg gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu,” segir Birgir. Þá sé ekki góð hugmynd að fella niður komugjöld í heilbrigðiskerfinu. „Ég held að það eigi að vera lægri komugjöld þar sem að við viljum að fólk sæki fyrst þjónustu, eins og í heilsugæslunni. En þá dýrari komugjöld ef þú sækir beint þjónustu til sérfræðinga.” Stjórnmálamenn ættu að fara varlega í að boða gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. „Það er sjálfsagt ákveðin leið til þess að veiða atkvæði, en mér finnst það ekki vera mjög heiðarleg kosningabarátta, ef ég á að segja alveg eins og er,” segir Birgir.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira