Smíða aðgerðaráætlun til bjargar atvinnulífi á Vestfjörðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2016 13:09 Frá Ísafirði á fallegum degi. Vísir/Pjetur Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að skipa nefnd undir forystu forsætisráðuneytisins sem vinni aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði. Nefndin starfi í nánu samstarfi við önnur ráðuneyti og í samráði við stýrihóp ráðuneytanna um byggðamál. Lagt er til að nefndin skili tillögum eigi síðar en 31. ágúst næstkomandi. „Fleiri svæði á landinu eiga undir högg að sækja og er reiknað með, ef framangreint verkefni gengur vel, að horft verði til sambærilegra aðgerða fyrir þau svæði. Það er mjög mikilvægt að áfram verði unnið markvisst að því að efla atvinnulíf og stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, að loknum fundi ríkisstjórnar. „Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að samfélag sé samvinnuverkefni þar sem öll störf skipti máli og haldist í hendur og mikilvægt sé að hlúð sé að þeim sem þurfi á aðstoð að halda. Jafnframt að fólk fái notið árangurs erfiðis síns og hugkvæmni. Einnig kemur fram í yfirlýsingunni að ljóst sé að ákveðnar byggðir eigi við meiri erfiðleika að etja en aðrar og gera þurfi úttekt á þeim svæðum og móta tillögur um hvernig mæta megi aðsteðjandi vanda. Þá segir að unnið skuli að því að treysta byggð, auka verðmætasköpun og fjárfestingu og fjölga störfum á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningu frá ríkisstjórninni. Íbúum á Vestfjörðum í heild hefur fækkað úr um 8.500 í 6.900 eða um 20 % (1.673) frá 1. janúar 1998 til 1. janúar 2016. Mest fækkaði á fyrsta áratug þessara aldar en síðustu þrjú ár hefur verið ákveðið jafnvægi í heildarfjölda íbúa. Alvarlegust er þó þróunin er varðar aldurssamsetningu íbúa Vestfjarða. Þannig hefur fækkað um 30-40 % í aldurshópnum frá 0 - 40 ára og að sama skapi fjölgar í eldri aldurshópum. Alvarleg staða hafi því skapast í samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum á síðustu áratugum. Batamerki sjáist hinsvegar með fjölgun íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum, sem tengja megi beint við uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Og greina megi sambærileg tækifæri til uppbyggingar atvinnulífs á öðrum hlutum Vestfjarða. „Því má færa rök fyrir því að mögulegt sé að snúa þróun mála við með samstilltu átaki atvinnulífs og stjórnvalda,“ sagði forsætisráðherra. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að skipa nefnd undir forystu forsætisráðuneytisins sem vinni aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði. Nefndin starfi í nánu samstarfi við önnur ráðuneyti og í samráði við stýrihóp ráðuneytanna um byggðamál. Lagt er til að nefndin skili tillögum eigi síðar en 31. ágúst næstkomandi. „Fleiri svæði á landinu eiga undir högg að sækja og er reiknað með, ef framangreint verkefni gengur vel, að horft verði til sambærilegra aðgerða fyrir þau svæði. Það er mjög mikilvægt að áfram verði unnið markvisst að því að efla atvinnulíf og stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, að loknum fundi ríkisstjórnar. „Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að samfélag sé samvinnuverkefni þar sem öll störf skipti máli og haldist í hendur og mikilvægt sé að hlúð sé að þeim sem þurfi á aðstoð að halda. Jafnframt að fólk fái notið árangurs erfiðis síns og hugkvæmni. Einnig kemur fram í yfirlýsingunni að ljóst sé að ákveðnar byggðir eigi við meiri erfiðleika að etja en aðrar og gera þurfi úttekt á þeim svæðum og móta tillögur um hvernig mæta megi aðsteðjandi vanda. Þá segir að unnið skuli að því að treysta byggð, auka verðmætasköpun og fjárfestingu og fjölga störfum á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningu frá ríkisstjórninni. Íbúum á Vestfjörðum í heild hefur fækkað úr um 8.500 í 6.900 eða um 20 % (1.673) frá 1. janúar 1998 til 1. janúar 2016. Mest fækkaði á fyrsta áratug þessara aldar en síðustu þrjú ár hefur verið ákveðið jafnvægi í heildarfjölda íbúa. Alvarlegust er þó þróunin er varðar aldurssamsetningu íbúa Vestfjarða. Þannig hefur fækkað um 30-40 % í aldurshópnum frá 0 - 40 ára og að sama skapi fjölgar í eldri aldurshópum. Alvarleg staða hafi því skapast í samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum á síðustu áratugum. Batamerki sjáist hinsvegar með fjölgun íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum, sem tengja megi beint við uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Og greina megi sambærileg tækifæri til uppbyggingar atvinnulífs á öðrum hlutum Vestfjarða. „Því má færa rök fyrir því að mögulegt sé að snúa þróun mála við með samstilltu átaki atvinnulífs og stjórnvalda,“ sagði forsætisráðherra.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira