Innlent

Dýrara að senda bréf vegna launahækkana

Ingvar Haraldsson skrifar
Íslendingar senda sífellt færri bréf, sem kemur niður á tekjum Póstsins.
Íslendingar senda sífellt færri bréf, sem kemur niður á tekjum Póstsins. vísir/ernir
Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt beiðni Íslandspósts, um rúmlega þriggja prósenta hækkun gjaldskrár fyrir bréf léttari en fimmtíu grömm, en Íslandspóstur hefur einkarétt á síkum bréfasendingum. Hækkunin er, samkvæmt tilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun, tilkomin vegna SALEK-samkomulags sem fól í sér meiri launahækkanir en Íslands­póstur hafði gert ráð fyrir við gerð rekstraráætlana.

Launahækkanir SALEK-samkomulagsins feli í sér 130 milljóna króna kostnaðarauka fyrir Íslands­póst umfram það sem gert hafi verið ráð fyrir. Af því falli 42 prósent undir einkarétt sem feli í sér 55 milljóna króna hærri launakostnað. Hækkun á bréfgjaldinu á að skila sömu upphæð eða 55 milljónum króna í auknar tekjur. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní




Fleiri fréttir

Sjá meira


×