Fjölþjóðlegt teymi nýtir rekavið til vísindarannsókna Svavar Hávarðsson skrifar 31. maí 2016 07:00 Reki þótti um aldir mikil búbót á Íslandi: vísir/pjetur Vísindamenn frá tíu löndum í Evrópu og Norður-Ameríku hyggjast taka saman höndum um að efla alþjóðlegar rannsóknir á rekaviði. Rekaviður er meðal annars gagnabanki um loftslag norðurslóða sem gerir kleift að endurgera veðurfarsgögn langt aftur í aldir. Í þessu augnamiði fundaði stór hópur vísindamanna í höfuðstöðvum Skógræktar ríkisins að Mógilsá á dögunum, og ræddu hvernig tvinna má saman rannsóknir á umhverfi lands og sjávar. Saman kom vísindafólk á sviði trjá- og viðarfræði, loftslagssögu og fornvistfræði en einnig fornleifafræði, haffræði og aldursgreiningar með geislakolum. Öll þessi vísindasvið eiga snertifleti í norðurslóðarannsóknum. Pétur Halldórsson, kynningarfulltrúi Skógræktar ríkisins, segir rekavið víða að finna, ekki bara liggjandi í fjörum heldur í gripum og mannvirkjum sem smíðuð hafa verið úr honum í gegnum árin.Pétur Halldórsson„Varðveittur rekaviður getur því verið mjög gamall og rannsóknir á honum geta gefið ýmsar gagnlegar upplýsingar um árferði á hverjum tíma, jafnvel hafstrauma, hafís og margt fleira. Rannsóknir á rekaviði gagnast ólíkum fræðasviðum. Meðal annars má nýta það sem rekaviðurinn segir okkur til að styðja við sagnfræðileg gögn og aðrar heimildir um liðinn tíma. Við getum til dæmis hugsað okkur að vísindafólk sem rannsakar menningarsögu þjóðanna í norðrinu geti nýtt sér það sem lesa má úr rekaviðnum ekki síður en náttúruvísindafólk sem skoðar sögu lífríkis eða sveiflur í náttúrufari,“ segir Pétur. Á fundi vísindamannanna varð að samkomulagi að hópurinn myndi skrifa þverfaglega yfirlitsgrein um núverandi stöðu þessara mála og þau viðfangsefni sem blasa við á komandi árum á sviði rekaviðarrannsókna á norðurslóðum. Helsta hvatningin að þessum skrifum er hversu viðkvæmt norðrið er fyrir loftslagssveiflum. Sömuleiðis er þröskuldur í þessari vinnu hversu saga beinna mælinga er stutt á norðurslóðum. Þekkingu skortir á þeim sveiflum sem hafa orðið í aldanna rás á útbreiðslu hafíssins, hafstraumakerfum, sjávarhæð, útbreiðslu lífvera, flutningshraða innan Íshafsins og mikilvægi rekaviðar fyrir samfélög fólks í norðri, skrifar Pétur um fundinn. Yfirlitið er hugsað til að forgangsraða vettvangsathugunum og rannsóknarverkefnum á komandi árum og koma rekaviði norðurslóða á framfæri sem fjölþættri gagnauppsprettu svo betur megi skilja eðlisþætti heimskautakerfanna í fortíð og nútíð.Gluggi inn í fortíðinaRekaviður á norðurslóðum tengir saman mismunandi rannsóknarsvið á norðurslóðumHann er aðgengilegur og fremur ódýr upplýsingabanki um umhverfið og gefur geysimikla möguleika sem enn eru vannýttir og þarfnast rannsóknaMeð þverfaglegri samvinnu er hægt að vinna áreiðanlegri gögn um fortíðina og ná lengra aftur í tímann en fyrirliggjandi gögn úr mælitækjum leyfaRekaviðurinn sem berst til Íslands kemur frá skógum Síberíu. Rannsóknir frá árinu 1971 sýndu að rekaviðurinn berst um 400–1.000 kílómetra á ári og það tekur drumbana um 4 til 5 ár að reka til ÍslandsstrandaFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Vísindamenn frá tíu löndum í Evrópu og Norður-Ameríku hyggjast taka saman höndum um að efla alþjóðlegar rannsóknir á rekaviði. Rekaviður er meðal annars gagnabanki um loftslag norðurslóða sem gerir kleift að endurgera veðurfarsgögn langt aftur í aldir. Í þessu augnamiði fundaði stór hópur vísindamanna í höfuðstöðvum Skógræktar ríkisins að Mógilsá á dögunum, og ræddu hvernig tvinna má saman rannsóknir á umhverfi lands og sjávar. Saman kom vísindafólk á sviði trjá- og viðarfræði, loftslagssögu og fornvistfræði en einnig fornleifafræði, haffræði og aldursgreiningar með geislakolum. Öll þessi vísindasvið eiga snertifleti í norðurslóðarannsóknum. Pétur Halldórsson, kynningarfulltrúi Skógræktar ríkisins, segir rekavið víða að finna, ekki bara liggjandi í fjörum heldur í gripum og mannvirkjum sem smíðuð hafa verið úr honum í gegnum árin.Pétur Halldórsson„Varðveittur rekaviður getur því verið mjög gamall og rannsóknir á honum geta gefið ýmsar gagnlegar upplýsingar um árferði á hverjum tíma, jafnvel hafstrauma, hafís og margt fleira. Rannsóknir á rekaviði gagnast ólíkum fræðasviðum. Meðal annars má nýta það sem rekaviðurinn segir okkur til að styðja við sagnfræðileg gögn og aðrar heimildir um liðinn tíma. Við getum til dæmis hugsað okkur að vísindafólk sem rannsakar menningarsögu þjóðanna í norðrinu geti nýtt sér það sem lesa má úr rekaviðnum ekki síður en náttúruvísindafólk sem skoðar sögu lífríkis eða sveiflur í náttúrufari,“ segir Pétur. Á fundi vísindamannanna varð að samkomulagi að hópurinn myndi skrifa þverfaglega yfirlitsgrein um núverandi stöðu þessara mála og þau viðfangsefni sem blasa við á komandi árum á sviði rekaviðarrannsókna á norðurslóðum. Helsta hvatningin að þessum skrifum er hversu viðkvæmt norðrið er fyrir loftslagssveiflum. Sömuleiðis er þröskuldur í þessari vinnu hversu saga beinna mælinga er stutt á norðurslóðum. Þekkingu skortir á þeim sveiflum sem hafa orðið í aldanna rás á útbreiðslu hafíssins, hafstraumakerfum, sjávarhæð, útbreiðslu lífvera, flutningshraða innan Íshafsins og mikilvægi rekaviðar fyrir samfélög fólks í norðri, skrifar Pétur um fundinn. Yfirlitið er hugsað til að forgangsraða vettvangsathugunum og rannsóknarverkefnum á komandi árum og koma rekaviði norðurslóða á framfæri sem fjölþættri gagnauppsprettu svo betur megi skilja eðlisþætti heimskautakerfanna í fortíð og nútíð.Gluggi inn í fortíðinaRekaviður á norðurslóðum tengir saman mismunandi rannsóknarsvið á norðurslóðumHann er aðgengilegur og fremur ódýr upplýsingabanki um umhverfið og gefur geysimikla möguleika sem enn eru vannýttir og þarfnast rannsóknaMeð þverfaglegri samvinnu er hægt að vinna áreiðanlegri gögn um fortíðina og ná lengra aftur í tímann en fyrirliggjandi gögn úr mælitækjum leyfaRekaviðurinn sem berst til Íslands kemur frá skógum Síberíu. Rannsóknir frá árinu 1971 sýndu að rekaviðurinn berst um 400–1.000 kílómetra á ári og það tekur drumbana um 4 til 5 ár að reka til ÍslandsstrandaFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira