Fleiri fréttir

Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun.

Bjóða 140 þúsund einstaklingum á Íslandi skimun fyrir mergæxli

Hópur vísindamanna undir forystu Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessors í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðings við Landspítala, hefur hlotið 300 milljóna króna styrk til rannsóknar á forstigi mergæxla og framvindu sjúkdómsins í mannslíkamanum.

Afturkalla kúmín vegna salmonellu

Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur ákveðið að innkalla malað kúmín krydd frá Indlandi þar sem salmonella greindist í vörunni.

Dýrt að sækja í Vesturbæinn

Gríðarlegur munur getur verið á leiguverði vestan og austan við Kringlumýrarbraut. Fermetraverðið er langhæst í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi. Að meðaltali er tæplega þrjátíu þúsund króna munur á leiguverði.

Dældi út skúffufé á síðasta degi sínum

Gunnar Bragi Sveinsson veitti styrki af skúffufé utanríkisráðuneytisins þann 7. apríl, daginn sem hann hætti í utanríkisráðuneytinu. Alls styrkti hann fjögur félög um samtals 950 þúsund. Aðrir ráðherrar snertu ekki sitt skúffufé.

Mynduðu stjórn um mikilvæg málefni en vita ekki hver þau eru

Hægt mjakast í viðræðum stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi. Stjórnarandstaðan hefur ekki fengið svör við því hvaða mál þurfi að hjálpa ríkisstjórninni með í gegnum þingið fyrir kosningar og hefur ekki verið svarað um nákvæma dagsetningu alþingiskosninga í haust.

Flýta flugi til að forðast Keflavík

Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli.

Skiptar skoðanir meðal framsóknarráðherra um flokksþing

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur ekki þörf á því að boða til flokksþings framsóknarmanna og kjósa um forystu flokksins. Umhverfisráðherra segir hins vegar sjálfsagt að flýta flokksþingi ef kosningum verður flýtt.

Mikilvægt að ríkisstjórnin ákveði kjördag

Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja mikilvægt að ríkisstjórnin ákveði kjördag í haust áður en viðræður hefjast um málefnalista stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra ætlar að funda með stjórnarandstöðunni á morgun.

Sigurður Ingi boðar stjórnarandstöðuna á fund

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, hefur boðað forystumenn stjórnarandstöðunnar á fund sinn á morgun þar sem hann mun væntanlega ræða við þá um málalista nýrrar ríkisstjórnar sem tók við í liðinni viku.

Harma frestun hjartaaðgerðar

Nýting bráðalegurýma á Landspítalanum er að jafnaði um 100 prósent eða meira sem er langt umfram það sem eðlilegt telst á bráðasjúkrahúsum.

Lögreglan misreiknaði fjölda mótmælenda

Mikill munur hefur verið á mati lögreglunnar á því hversu margir hafa sótt Austurvöll yfir mótmælin og talningu skipuleggjanda. Útlit er fyrir að lögreglan hafi vanmetið stærð vallarins við útreikninga sína.

Óljós dagskrá þingfunda næstu daga

Þingflokksfundadagur er á Alþingi í dag og er það samkvæmt starfsáætlun þingsins en klukkan 11 munu þingflokksformenn funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins.

Sjá næstu 50 fréttir