Fleiri fréttir

Skrautdúfur drápust í eldsvoða

Margar dúfur drápust, en nokkrum tókst að bjarga, þegar eldur kom upp í húnsæði Skrautdúfnafélags Hafnarfjarðar í nótt, en húsið er í grennd við Álverið í Staumsvík.

Handtekin á stolnum bíl í Hveragerði

Lögreglan á Suðurlandi handtók par á stolnum bíl í Hveragerði á tíunda tímanum í gærkvöldi og er ökumaðurinn auk þess grunaður um ölvunarakstur. Birgðir af matvælum fundust í bílnum sem grunur leikur á að sé þýfi. Það skýrist svo við yfirheyrslur í dag hvort parið hefur verið að byrgja sig upp til langrar útivistar, en það er af höfuðborgarsvæðinu.

Smábátasjómenn sömdu um kaup á sjö milljónum lítra af olíu

Landssamband smábátaeigenda (LS), Skeljungur hf. og Sjávarkaup hf., hafa gert með sér samning fyrir hönd á þriðja hundrað smábátaeigenda um kaup á sjö milljónum lítra af eldsneyti hið minnsta. Samningurinn tók gildi í gær og gildir til 31. desember 2017.

Björgunarsveitamenn undir miklu álagi

Hér fær ferðafólk ókeypis björgun. Víða erlendis þekkist að tryggingu þurfi til að komast á ákveðin svæði. Sjálfboðaliðar finna fyrir auknu álagi.

Erfitt að umbuna hjá lögreglu nema með stöðuhækkunum

Sameining lögregluembætta hefur ekki fækkað yfirmönnum. Fá tækifæri eru til að hækka laun lögreglumanna nema með stöðuhækkun, segir lögreglustjóri. Hægt gangi að ná markmiðinu um að fletja út skipulag.

Opinbert launaskrið gerir samninga erfiðari

Formaður VR segir ákvörðun kjararáðs um að hækka laun opinberra starfsmanna gera kjaraviðræður erfiðari. Launaskriðið er einn þátta sem teknir verða til skoðunar vegna hugsanlegrar opnunar kjarasamninga í febrúar.

Hrina gæti verið hafin í Bárðarbungu

Jarðskjálftar og mælingar benda ótvírætt til að kvika safnist nú fyrir í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir ekki ólíklegt að umbrotahrina sé hafin, en saga fjallsins kennir að nokkur eldgos gætu orðið uppi á næstu áratugum.

Ólafur Arnalds hlaut bjartsýnisverðlaunin

Ólafur Arnalds tónlistarmaður hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin, sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum um helgina. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin sem eru áletraður gripur úr áli og verðlaunafé að fjárhæð ein milljón króna.

Torfærutæki alls engin barnaleikföng

Tvær stúlkur sem slösuðust alvarlega á vélsleða um jólin voru aðeins 14 ára gamlar, en lögbundinn lágmarksaldur til aksturs torfærutækja er 17 ár. Þó kemur reglulega fyrir að börn undir lögaldri fái að setjast undir stýri slíkra tækja.

Hildur gefur kost á sér til forseta

Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu.

Meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum

Næstu forsetakosningar munu að miklu leyti snúast um arfleifð Ólafs Ragnars Grímssonar og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. Þetta segir Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði, sem telur að meiri óvissa ríki um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum.

Gagnrýnir ákvörðun kjararáðs

Laun æðstu embættis- og ráðamanna þjóðarinnar hafa hækkað um mörg hundruð þúsund krónur á undanförnum mánuðum. Um áramótin hækkuðu laun dómara um allt að 50 prósent samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Vilja efla eðlilegar fæðingar

Ljósmæðurnar Emma Marie Swift og Valgerður Lísa Sigurðardóttir hlutu nýlega styrki til doktorsrannsókna á sviði ljósmóðurfræða á Íslandi.

Hálka og slæmt skyggni víða

Ökumenn ættu að fara að öllu með gát í dag en víða á landinu er mikil hálka sem gæti reynst varasöm.

Sjá næstu 50 fréttir