Hvernig kemur þú svefninum í lag eftir jólafríið? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. janúar 2016 11:00 Margir eiga í erfiðleikum með að koma svefninum í lag eftir jólafríið. Vísir/Getty Í dag sneri þorri landsmanna aftur til vinnu eftir jólafrí og leiða má líkur að því að fyrsti vinnudagurinn sé erfiður fyrir marga, enda algengt að sólarhringnum sé snúið við í tímaleysi jólafrísdaganna. Það getur reynst erfitt að koma svefninum aftur í eðlilegt horf eftir jólafríið en Vísir leitaði ráða hjá Erlu Björnsdóttir, sálfræðingi og sérfræðingi í svefnrannsóknum, á því hver væri lykillinn að því að koma svefninum í lag eftir jólafríið.Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í svefnrannsóknum.Ekki leggja sig eftir vinnuErla segir að svefnleysi og þreyta af völdum þess sé algengt vandamál á þessum degi, fyrsta almenna vinnudegi ársins, og ekki hjálpar það til að dagarnir eru stuttir á þessum árstíma. „Besta ráðið hefði verið að nota helgina til þess að byrja að rétta sig af en nú er maður kominn svolítið út í djúpu laugina, illa sofinn og mættur til vinnu,“ segir Erla. „Þá skiptir mestu máli að leggja sig ekki eftir vinnu heldur halda sér vakandi fram að sínum eðlilega háttatíma þannig að maður komist sem fyrst inn í eðlilegan takt.“ Erla segir að reglan sé í raun sú að ekki eigi að bæta sér upp fyrir erfiðar nætur með því að reyna að vinna svefninn upp, við það skapist vítahringur sem getur verið erfitt að komast úr. „Um leið og maður fer að leggja sig eftir vinnu er maður bara að viðhalda vandanum, þá er maður lengur að sofna í kvöld og þá sefur maður aftur of lítið og þá myndast ákveðinn vítahringur,“ segir Erla. „Reglan er í raun sú að bæta aldrei upp fyrir erfiðar nætur vegna þess að um leið og það gerist ruglast okkar eðlilegi svefntaktur og þá eykst hættan á það leiði í einhver svefnvandamál.“Halda óhollustu í lágmarki og fara út eftir vinnu Vilji menn ná tökum á svefntaktinum á nýjan leik fljótt og örugglega segir Erla að mikilvægt sé að forðast það að ætla að halda sér gangandi á kaffi og óhollustu og að gott geti verið að kíkja út eftir vinnu. „Menn vilja keyra sig út á kaffi og skyndiorku í dag en það þarf að passa sig á því vegna þess að það getur komið í bakið á manni þegar lagst er á koddann í kvöld,“ segir Erla. „Þegar maður er illa sofinn sækir maður líka í sykur og óhollustu og þar fáum við orku sem gagnast okkur lítið þegar við viljum sofa vel.“ „Ég myndi ráðleggja fólki að fá sér einn góðan og sterkan kaffibolla í morgunsárið en reyna svo bara að komast í gegnum daginn. Svo er gott að fara svo bara út í göngutúr eftir vinnu og vera aðeins úti í stað þess að fara upp í sófa með teppi. Ef menn fylgja þessu og standast freistinguna á því að leggja sig ætti að vera hægt að komast í eðlilegt svefnmynstur á 1-2 dögum.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Í dag sneri þorri landsmanna aftur til vinnu eftir jólafrí og leiða má líkur að því að fyrsti vinnudagurinn sé erfiður fyrir marga, enda algengt að sólarhringnum sé snúið við í tímaleysi jólafrísdaganna. Það getur reynst erfitt að koma svefninum aftur í eðlilegt horf eftir jólafríið en Vísir leitaði ráða hjá Erlu Björnsdóttir, sálfræðingi og sérfræðingi í svefnrannsóknum, á því hver væri lykillinn að því að koma svefninum í lag eftir jólafríið.Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í svefnrannsóknum.Ekki leggja sig eftir vinnuErla segir að svefnleysi og þreyta af völdum þess sé algengt vandamál á þessum degi, fyrsta almenna vinnudegi ársins, og ekki hjálpar það til að dagarnir eru stuttir á þessum árstíma. „Besta ráðið hefði verið að nota helgina til þess að byrja að rétta sig af en nú er maður kominn svolítið út í djúpu laugina, illa sofinn og mættur til vinnu,“ segir Erla. „Þá skiptir mestu máli að leggja sig ekki eftir vinnu heldur halda sér vakandi fram að sínum eðlilega háttatíma þannig að maður komist sem fyrst inn í eðlilegan takt.“ Erla segir að reglan sé í raun sú að ekki eigi að bæta sér upp fyrir erfiðar nætur með því að reyna að vinna svefninn upp, við það skapist vítahringur sem getur verið erfitt að komast úr. „Um leið og maður fer að leggja sig eftir vinnu er maður bara að viðhalda vandanum, þá er maður lengur að sofna í kvöld og þá sefur maður aftur of lítið og þá myndast ákveðinn vítahringur,“ segir Erla. „Reglan er í raun sú að bæta aldrei upp fyrir erfiðar nætur vegna þess að um leið og það gerist ruglast okkar eðlilegi svefntaktur og þá eykst hættan á það leiði í einhver svefnvandamál.“Halda óhollustu í lágmarki og fara út eftir vinnu Vilji menn ná tökum á svefntaktinum á nýjan leik fljótt og örugglega segir Erla að mikilvægt sé að forðast það að ætla að halda sér gangandi á kaffi og óhollustu og að gott geti verið að kíkja út eftir vinnu. „Menn vilja keyra sig út á kaffi og skyndiorku í dag en það þarf að passa sig á því vegna þess að það getur komið í bakið á manni þegar lagst er á koddann í kvöld,“ segir Erla. „Þegar maður er illa sofinn sækir maður líka í sykur og óhollustu og þar fáum við orku sem gagnast okkur lítið þegar við viljum sofa vel.“ „Ég myndi ráðleggja fólki að fá sér einn góðan og sterkan kaffibolla í morgunsárið en reyna svo bara að komast í gegnum daginn. Svo er gott að fara svo bara út í göngutúr eftir vinnu og vera aðeins úti í stað þess að fara upp í sófa með teppi. Ef menn fylgja þessu og standast freistinguna á því að leggja sig ætti að vera hægt að komast í eðlilegt svefnmynstur á 1-2 dögum.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira