Vilja efla eðlilegar fæðingar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. janúar 2016 10:45 Emma Marie og Valgerður Lísa voru að vonum ánægðar með styrkina úr Minningarsjóði Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar bónda. Mynd/Kristinn Ingvarsson „Mitt verkefni snýst um að við breytum aðeins hugarfarinu frá því sem nú er, með því að styðja betur við það eðlilega ferli sem meðganga og fæðing er. Við leggjum stöðugt meiri áherslu á aukna tækni en ég tel að ljósmæður gætu þess í stað veitt meiri fræðslu,“? segir Emma Marie Swift ljósmóðir. Hún hlaut nýlega styrk úr Minningarsjóði Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar bónda til að sinna doktorsverkefni sínu. „Það gengur út á að þróa hópmeðgönguvernd á höfuðborgarsvæðinu og skoða í framhaldinu hvort mæðrum falli hún betur í geð en sú sem nú er við lýði. Hugsanlega er of lítill tími ætlaður til andlegs stuðnings því stöðugildum hefur fækkað á heilsugæslustöðvum og það kemur niður á ýmsu. Ég tel að við getum gert betur innan þess ramma sem við höfum með því að hópa konum meira saman. Í stað þess að hver og ein fái 15 mínútur fær hún kannski einn og hálfan tíma, ásamt fleirum.“ Auk Emmu Marie hlaut Valgerður Lísa Sigurðardóttir ljósmóðir styrk úr ofangreindum minningarsjóði. Hennar rannsókn snýst um hvort margar íslenskar mæður upplifi fæðingar sem neikvæða reynslu sem hafi langvarandi áhrif á þær og samband þeirra við barnið. Segir slíkar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis og þær sýni að 1-6% kvenna þrói með sér áfallastreituröskun eftir fæðingar. „Hér á landi eru samtök sem nefnast Ljáðu mér eyra og hafa það að markmiði að hjálpa konum sem finna fyrir fæðingarþunglyndi. Ég hyggst meðal annars hafa samband við konur sem hafa hlotið þjónustu þessara samtaka til að athuga hvað hefur hjálpað þeim og hvað þær telji betur mega fara.“ Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
„Mitt verkefni snýst um að við breytum aðeins hugarfarinu frá því sem nú er, með því að styðja betur við það eðlilega ferli sem meðganga og fæðing er. Við leggjum stöðugt meiri áherslu á aukna tækni en ég tel að ljósmæður gætu þess í stað veitt meiri fræðslu,“? segir Emma Marie Swift ljósmóðir. Hún hlaut nýlega styrk úr Minningarsjóði Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar bónda til að sinna doktorsverkefni sínu. „Það gengur út á að þróa hópmeðgönguvernd á höfuðborgarsvæðinu og skoða í framhaldinu hvort mæðrum falli hún betur í geð en sú sem nú er við lýði. Hugsanlega er of lítill tími ætlaður til andlegs stuðnings því stöðugildum hefur fækkað á heilsugæslustöðvum og það kemur niður á ýmsu. Ég tel að við getum gert betur innan þess ramma sem við höfum með því að hópa konum meira saman. Í stað þess að hver og ein fái 15 mínútur fær hún kannski einn og hálfan tíma, ásamt fleirum.“ Auk Emmu Marie hlaut Valgerður Lísa Sigurðardóttir ljósmóðir styrk úr ofangreindum minningarsjóði. Hennar rannsókn snýst um hvort margar íslenskar mæður upplifi fæðingar sem neikvæða reynslu sem hafi langvarandi áhrif á þær og samband þeirra við barnið. Segir slíkar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis og þær sýni að 1-6% kvenna þrói með sér áfallastreituröskun eftir fæðingar. „Hér á landi eru samtök sem nefnast Ljáðu mér eyra og hafa það að markmiði að hjálpa konum sem finna fyrir fæðingarþunglyndi. Ég hyggst meðal annars hafa samband við konur sem hafa hlotið þjónustu þessara samtaka til að athuga hvað hefur hjálpað þeim og hvað þær telji betur mega fara.“
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira