Fjöldi meðmælenda sem forsetaefni þurfa að skila inn ekki breyst í 64 ár sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. janúar 2016 12:44 Íslendingar eru yfir helmingi fleiri en þeir voru þegar fyrstu forsetakosningarnar fóru fram. vísir/gva Lög um framboð og kjör forseta Íslands hafa lítið sem ekkert breyst frá fyrstu forsetakosningunum árið 1952. Fjöldi meðmælenda sem forsetaefni þurfa að skila inn fimm vikum fyrir kjördag hefur til að mynda haldist óbreyttur frá upphafi. Lögin kveða meðal annars á um að forsetaefni þurfi að skila inn meðmælum frá minnst fimmtán hundruð manns úr öllum landsfjórðungum. Engin breyting hefur orðið í þeim efnum frá forsetakosningunum árið 1952. Þá voru Íslendingar rúmlega 146 þúsund talsins, en eru yfir helmingi fleiri í dag - eða um 329 þúsund.Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor.„Maður skyldi nú ætla það að það hefði átt að uppfæra þetta eftir því sem fólkinu í landinu hefur fjölgað. Þetta er nú orðin tvöföld tala íbúa og þar með kjósenda miðað við þegar þetta tók gildi. Því er þetta orðið miklu miklu auðveldara að bjóða sig fram heldur en það var á þeim tíma. Einhverjum kann það að vera lýðræðislegra og öðrum kannski kann að finnast það að þetta valdi því að það verði of mikil krafa gagnvart frambjóðendum," segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur. Hann bætir við að þörf sé á heildarendurskoðun. „Ætli það væri ekki best að fara í heildarendurskoðun á þessu með þeim hætti að það geti enginn orðið forseti nema hann hafi meira en helming atkvæða. Þá kannski gerir þetta minna til, það er að segja þá myndu þeir sem fá atkvæði hreinsast út eftir fyrri umferðina. Kannski það sé það módel sem við ættum að horfa til í framtíðinni.“ Samkvæmt lögum fara forsetakosningar alltaf fram síðasta laugardag í júnímánuði, sem í ár er sá tuttugasti og fimmti. Alls hafa sex einstaklingar boðað framboð til embættis forseta. Um er að ræða Þorgrím Þráinsson rithöfund, Elísabetu Jökulsdóttur skáld, Árna Björn Guðjónsson listmálara og húsgagnasmið, Ástþór Magnússon stofnanda Friðar 2000, Hildi Þórðardóttur rithöfund og Ara Jósepsson leikara. Fleiri hafa verið orðaðir við embættið en kjörgengir til forseta Íslands eru íslenskir ríkisborgarar, þrjátíu og fimm ára og eldri. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi fær á baukinn: „Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega óþolandi“ Þorgrímur Þráinsson hefur mátt þola töluverða gagnrýni vegna ummæla um brjóstagjöf. 4. janúar 2016 10:04 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20 Komið að ögurstundu Andri Snær Magnason telur komið að ögurstundu í baráttu fyrir vernd hálendisins, en það eru ekki einu verkefnin sem hann hefur ástríðu fyrir. Hann hefur í mörg ár talað fyrir auknu lýðræði og framtíðarsýn sem byggir á hugviti og sköpunarkrafti. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til forseta. En spyr sig í anda þeirra kvenna sem hann lítur upp til. Þori ég, get ég, vil ég? 2. janúar 2016 00:01 Skoðanakönnun: Katrín Jakobsdóttir nýtur mests stuðnings lesenda Vísis Flestir völdu þó valkostinn "einhvern annan.“ 4. janúar 2016 10:30 Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Lög um framboð og kjör forseta Íslands hafa lítið sem ekkert breyst frá fyrstu forsetakosningunum árið 1952. Fjöldi meðmælenda sem forsetaefni þurfa að skila inn fimm vikum fyrir kjördag hefur til að mynda haldist óbreyttur frá upphafi. Lögin kveða meðal annars á um að forsetaefni þurfi að skila inn meðmælum frá minnst fimmtán hundruð manns úr öllum landsfjórðungum. Engin breyting hefur orðið í þeim efnum frá forsetakosningunum árið 1952. Þá voru Íslendingar rúmlega 146 þúsund talsins, en eru yfir helmingi fleiri í dag - eða um 329 þúsund.Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor.„Maður skyldi nú ætla það að það hefði átt að uppfæra þetta eftir því sem fólkinu í landinu hefur fjölgað. Þetta er nú orðin tvöföld tala íbúa og þar með kjósenda miðað við þegar þetta tók gildi. Því er þetta orðið miklu miklu auðveldara að bjóða sig fram heldur en það var á þeim tíma. Einhverjum kann það að vera lýðræðislegra og öðrum kannski kann að finnast það að þetta valdi því að það verði of mikil krafa gagnvart frambjóðendum," segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur. Hann bætir við að þörf sé á heildarendurskoðun. „Ætli það væri ekki best að fara í heildarendurskoðun á þessu með þeim hætti að það geti enginn orðið forseti nema hann hafi meira en helming atkvæða. Þá kannski gerir þetta minna til, það er að segja þá myndu þeir sem fá atkvæði hreinsast út eftir fyrri umferðina. Kannski það sé það módel sem við ættum að horfa til í framtíðinni.“ Samkvæmt lögum fara forsetakosningar alltaf fram síðasta laugardag í júnímánuði, sem í ár er sá tuttugasti og fimmti. Alls hafa sex einstaklingar boðað framboð til embættis forseta. Um er að ræða Þorgrím Þráinsson rithöfund, Elísabetu Jökulsdóttur skáld, Árna Björn Guðjónsson listmálara og húsgagnasmið, Ástþór Magnússon stofnanda Friðar 2000, Hildi Þórðardóttur rithöfund og Ara Jósepsson leikara. Fleiri hafa verið orðaðir við embættið en kjörgengir til forseta Íslands eru íslenskir ríkisborgarar, þrjátíu og fimm ára og eldri.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi fær á baukinn: „Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega óþolandi“ Þorgrímur Þráinsson hefur mátt þola töluverða gagnrýni vegna ummæla um brjóstagjöf. 4. janúar 2016 10:04 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20 Komið að ögurstundu Andri Snær Magnason telur komið að ögurstundu í baráttu fyrir vernd hálendisins, en það eru ekki einu verkefnin sem hann hefur ástríðu fyrir. Hann hefur í mörg ár talað fyrir auknu lýðræði og framtíðarsýn sem byggir á hugviti og sköpunarkrafti. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til forseta. En spyr sig í anda þeirra kvenna sem hann lítur upp til. Þori ég, get ég, vil ég? 2. janúar 2016 00:01 Skoðanakönnun: Katrín Jakobsdóttir nýtur mests stuðnings lesenda Vísis Flestir völdu þó valkostinn "einhvern annan.“ 4. janúar 2016 10:30 Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Forsetaframbjóðandi fær á baukinn: „Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega óþolandi“ Þorgrímur Þráinsson hefur mátt þola töluverða gagnrýni vegna ummæla um brjóstagjöf. 4. janúar 2016 10:04
Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15
Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20
Komið að ögurstundu Andri Snær Magnason telur komið að ögurstundu í baráttu fyrir vernd hálendisins, en það eru ekki einu verkefnin sem hann hefur ástríðu fyrir. Hann hefur í mörg ár talað fyrir auknu lýðræði og framtíðarsýn sem byggir á hugviti og sköpunarkrafti. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til forseta. En spyr sig í anda þeirra kvenna sem hann lítur upp til. Þori ég, get ég, vil ég? 2. janúar 2016 00:01
Skoðanakönnun: Katrín Jakobsdóttir nýtur mests stuðnings lesenda Vísis Flestir völdu þó valkostinn "einhvern annan.“ 4. janúar 2016 10:30
Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16