Fleiri fréttir

Verkfallið hafði víðtæk áhrif um land allt

Verkfall félagsmanna BHM í dag hafði víðtæk áhrif á vinnustaði um land allt. Rúmlega tvö þúsund manns mættu á samstöðufund í hádeginu þar sem skora­ð var á stjórn­völd að for­gangsraða í þágu þekk­ing­ar og meta mennt­un til launa.

Vill fjölga sérfræðingum í Brussel til að hafa áhrif á tilskipanir

Utanríkisráðherra vill fjölga íslenskum sérfræðingum ráðuneytanna í Brussel til að hafa áhrif á mótun tilskipana sem eru teknar upp í EES-samninginn. Ríkisstjórnin hefur hrint í framkvæmd öllum aðgerðum Evrópustefnu sinnar þótt markmið hennar hafi ekki náðst.

SGS boðar hertar aðgerðir

Aðgerðirnar verða umfangsmeiri og harðari en þær sem áður höfðu verið kynntar og munu ná til yfir tíu þúsund félagsmanna.

Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar

"Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag.

Tony Omos og Gísli Freyr ná sáttum

Sátt náðist í máli Tony Omos gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

„Engin hætta á ferðum“

Upplýsingafulltrúi Icelandair segist ekki geta svarað til um hvort skynsamlegra hefði verið að snúa vél félagsins við eftir að eldingu laust í hana. Hann fullyrðir þó að engin hætta hafi verið á ferðum.

Var blindur á eineltið sem hann beitti skólafélaga

Magnús Stefánsson, framkvæmdastjóri Marita-fræðslunnar, hélt áfram rangri hegðun sinni og fór á kaf í eiturlyfjaneyslu. Skynjaði gerðir sínar þegar hann varð edrú. Erlend rannsókn sýnir að 35% gerenda eineltis í æsku verða afbrotamenn.

Vilja svör um tengslin við Orku Energy

Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað.

Nær helmingur segist var við svarta starfsemi í miðbænum

Tæp 43 prósent íbúa miðbæjar Reykjavíkur segjast í könnun hafa orðið vör við svarta atvinnustarfsemi. Ríkisskattstjóri segir dulda atvinnustarfsemi mikið tíðkast í ferðaþjónustu. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vísar til stjórnvalda.

Hækkun upp á 3,5 prósent dugar ekki

Samninganefnd ríkisins þarf að sækja meira umboð í bakland sitt, segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Ríflega 3.000 félagsmenn BHM leggja niður störf í dag í allsherjarverkfalli. Fundað verður aftur í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun.

Bið eftir augnaðgerð er allt upp í þrjú ár

Biðlistar vegna aðgerða til þess að fjarlægja ský af augasteini hafa lengst. Fólk getur þurft að bíða allt upp í þrjú ár eftir að komast í aðgerð sem greidd er af Sjúkratryggingum. Hins vegar kemst fólk fljótt að borgi það sjálft fyrir aðgerðina.

Segir tilefni til endurupptöku

Ekki hefur verið farið fram á formlega endurupptöku í ljósi þess hvort farið hafi verið manna­villt í Al Thani málinu svokallaða, en réttarstaða Ólafs Ólafs­son­ar er til skoðunar hjá verj­end­um hans. Fyrrverandi hæstaréttardómari segir fullt efni til að endurupptaka málið.

Um þrjú þúsund í verkfall á morgun

Allsherjarverkfall Bandalags háskólamanna skellur á á morgun þegar um þrjú þúsund félagsmenn leggja niður störf í fjórar klukkustundir. Samingafundi BHM og ríkisins lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag án þess að samkomulag næðist.

Sjá næstu 50 fréttir