Vill fjölga sérfræðingum í Brussel til að hafa áhrif á tilskipanir Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. apríl 2015 19:00 Utanríkisráðherra vill fjölga íslenskum sérfræðingum ráðuneytanna í Brussel til að hafa áhrif á mótun tilskipana sem eru teknar upp í EES-samninginn. Ríkisstjórnin hefur hrint í framkvæmd öllum aðgerðum Evrópustefnu sinnar þótt markmið hennar hafi ekki náðst. Í Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í mars fyrra voru lögð fram nokkur markmið. Meðal annars að á árinu 2014 yrði upptöku gerða í EES-samninginn hraðað umtalsvert. Eigi síðar en á fyrri hluta árs 2015 yrði innleiðingarhalli EES gerða orðinn undir 1% og að á sama tíma yrði ekkert dómsmál fyrir EFTA dómstólnum vegna skorts á innleiðingu EES gerða. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur höfðað 24 samningsbrotamál á hendur íslenska ríkinu á síðustu þremur árum. Þar af eru ellefu mál á síðustu tólf mánuðum vegna vanrækslu við innleiðingu EES-gerða, samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda. Síðast í gær vísaði ESA tveimur samningsbrotamálum á hendur íslenska ríkinu til EFTA-dómstólsins vegna vanefnda við innleiðingu gerða.Sýnir þetta ekki að markmið Evrópustefnunnar hafa ekki náðst? „Þessi hluti hennar, við höfum ekki náð þessum markmiðum enn sem komið er en stefnum vitanlega á að gera það. Það er allt útlit fyrir að í lok vetrar verði mælingin skárri en hún var fyrir ári síðan,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Það sem vekur hins vegar athygli er að í Evrópustefnunni er listi yfir ellefu aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlaði að ráðast í til að ná markmiðum stefnunnar og ríkisstjórnin hefur hrint í framkvæmd öllum þessum aðgerðum, samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi segir að í niðurskurði síðustu ára þá hafi verið dregið úr möguleikum ráðuneyta til að sinna aðkomu að mótun, undirbúningi að upptöku og innleiðingu tilskipana ESB. „Styrking hér heima í ráðuneytunum er mjög mikilvæg en fagþekking ráðuneytanna úti í Brussel er einnig mjög mikilvæg og ég hef óskað eftir því að fá fjármuni svo fagráðuneytin geti sett sérfræðinga út til Brussel til þess að koma fyrr að málum og greina málin. En við erum vissulega að sinna þeim málum eins og við mögulega getum en mættum hafa meiri krafta til þess.“Muntu koma með þessar tillögur inn í fjárlagagerð næsta árs, að það verði sérfræðingar frá ráðuneytunum í Brussel sem reyni að hafa áhrif á mótun gerðanna áður en þær verða teknar upp í EES-samninginn? „Við höfum farið fram á að það séu settir fjármunir í þetta. Forgangsröðunin hjá ríkisstjórninni hefur einfaldlega verið önnur en við vonumst til þess að fá viðbót næst til þess að bregðast við þessu.“ Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Utanríkisráðherra vill fjölga íslenskum sérfræðingum ráðuneytanna í Brussel til að hafa áhrif á mótun tilskipana sem eru teknar upp í EES-samninginn. Ríkisstjórnin hefur hrint í framkvæmd öllum aðgerðum Evrópustefnu sinnar þótt markmið hennar hafi ekki náðst. Í Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í mars fyrra voru lögð fram nokkur markmið. Meðal annars að á árinu 2014 yrði upptöku gerða í EES-samninginn hraðað umtalsvert. Eigi síðar en á fyrri hluta árs 2015 yrði innleiðingarhalli EES gerða orðinn undir 1% og að á sama tíma yrði ekkert dómsmál fyrir EFTA dómstólnum vegna skorts á innleiðingu EES gerða. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur höfðað 24 samningsbrotamál á hendur íslenska ríkinu á síðustu þremur árum. Þar af eru ellefu mál á síðustu tólf mánuðum vegna vanrækslu við innleiðingu EES-gerða, samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda. Síðast í gær vísaði ESA tveimur samningsbrotamálum á hendur íslenska ríkinu til EFTA-dómstólsins vegna vanefnda við innleiðingu gerða.Sýnir þetta ekki að markmið Evrópustefnunnar hafa ekki náðst? „Þessi hluti hennar, við höfum ekki náð þessum markmiðum enn sem komið er en stefnum vitanlega á að gera það. Það er allt útlit fyrir að í lok vetrar verði mælingin skárri en hún var fyrir ári síðan,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Það sem vekur hins vegar athygli er að í Evrópustefnunni er listi yfir ellefu aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlaði að ráðast í til að ná markmiðum stefnunnar og ríkisstjórnin hefur hrint í framkvæmd öllum þessum aðgerðum, samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi segir að í niðurskurði síðustu ára þá hafi verið dregið úr möguleikum ráðuneyta til að sinna aðkomu að mótun, undirbúningi að upptöku og innleiðingu tilskipana ESB. „Styrking hér heima í ráðuneytunum er mjög mikilvæg en fagþekking ráðuneytanna úti í Brussel er einnig mjög mikilvæg og ég hef óskað eftir því að fá fjármuni svo fagráðuneytin geti sett sérfræðinga út til Brussel til þess að koma fyrr að málum og greina málin. En við erum vissulega að sinna þeim málum eins og við mögulega getum en mættum hafa meiri krafta til þess.“Muntu koma með þessar tillögur inn í fjárlagagerð næsta árs, að það verði sérfræðingar frá ráðuneytunum í Brussel sem reyni að hafa áhrif á mótun gerðanna áður en þær verða teknar upp í EES-samninginn? „Við höfum farið fram á að það séu settir fjármunir í þetta. Forgangsröðunin hjá ríkisstjórninni hefur einfaldlega verið önnur en við vonumst til þess að fá viðbót næst til þess að bregðast við þessu.“
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira