Innlent

„Engin hætta á ferðum“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
"Það er skiljanlegt þegar fólk sér gatið að svona spurningar komi upp og við gerum engar athugasemdir við það.“
"Það er skiljanlegt þegar fólk sér gatið að svona spurningar komi upp og við gerum engar athugasemdir við það.“ vísir/anton brink
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist ekki getað svarað til um hvort skynsamlegra hefði verið að snúa vél félagsins við eftir að hún varð fyrir eldingu, líkt og erlendir sérfræðingar hafa bent á. Mat flugstjórans hafi þó verið það að engin hætta hafi verið á ferðum og að fyllstu öryggisreglum hafi verið gætt.

„Áhöfnin fór í gegnum þá vinnuferla sem er gert eftir að elding kemur í vélina. Það var ekkert að neinum stjórntækjum né öryggi vélarinnar. En eins og þessar myndir sýna þá kom gat á nefið, fremst á vélina,“ segir Guðjón í samtali við Vísi.

Flugsérfræðingurinn Greg Feith er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ákvörðun flugstjórans að snúa vélinni ekki við en hann segir að sú ákvörðun hefði verið langskynsamlegust. „Það er skiljanlegt þegar fólk sér gatið að svona spurningar komi upp og við gerum engar athugasemdir við það. En eins og við höfum sagt þá var öllum öryggisreglum fylgt og engin hætta á ferðum,“ segir Guðjón.


Tengdar fréttir

Elding gataði nef flugvélar Icelandair

Flugvél Icelandair á leið frá Keflavík til Denver í Colorado fylki í Bandaríkjunum í gær varð fyrir eldingu skömmu eftir flugtak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×