Takast á um hvort sölumenn lúpínuseyðis séu níðingar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. apríl 2015 16:46 Ritdeila á milli pistlahöfundar og stuðningsmanna neyslu lúpínuseyðis. Vísir Gagnsemi lúpínuseyðis er orðið að hitamáli og segja má að ritdeila standi á milli Sifjar Sigmarsdóttur, pistlahöfundar í Fréttablaðinu, og þeirra sem trúa á mátt lúpínujurtarinnar. Deilurnar eiga rætur í pistli sem Sif skrifaði í Fréttablaðið 6. mars síðastliðinn undir titlinum „Sölumenn snákaolíu eru níðingar“.Ekki betri en nígeríusvindlarar Í pistlinum rifjar Sif upp þegar hún var unglingur og fór með öldruðum konum í fjölskyldunni sinni að sækja lúpínuseyði til manns sem bruggaði það heima hjá sér og afhenti fólki ókeypis. „Seyðið átti að vera heilsudrykkur, nánast allra meina bót,“ skrifaði hún en bætti við að batinn hafi látið á sér standa. Vísar hún þar til Ævars Jóhannessonar sem hefur bruggað lúpínuseyði frá 1988. „Þegar ég ók með gömlu konunum heim til mannsins með lúpínuseyðið velti ég oft fyrir mér hvort ísbíltúr hefði ekki verið ráðlegri. Ísinn var sannarlega ánægjulegra að innbyrða en rammt seyðið. Og konurnar hefðu kannski getað gleymt kvillum sínum um stund í stað þess að velta sér upp úr þeim allan bíltúrinn,“ skrifaði Sif í pistilinn sem endaði á því að sölumenn óhefðbundinna meðferða séu ekkert betri en Nígeríusvindlarar, píramídasvikarar, heldur óbreyttir þjófar.Sonurinn svarar Sonur Ævars, Þórarinn, svaraði grein Sifjar 2. apríl síðastliðinn. Greinin birtist undir titlinum „Að alast upp með níðingum“ en þar segir hann föður sinn hafa dreymt skýran draum um lúpínuseyði. „Í draumnum kom fram uppskrift og aðferð við að sjóða jurtaseyði og fylgdi með að þetta seyði ætti að geta gert eitthvert gagn. Verandi níðingur, þá var ekkert annað í stöðunni en að safna saman þeim jurtum sem fram komu í draumnum og prófa þetta,“ skrifar Þórarinn. „Það að draga saman í einn dilk alla þá fjölmörgu aðila sem koma að óhefðbundnum lækningum og kalla þá níðinga lýsir í besta falli dómgreindarleysi, hroka og fáfræði,“ skrifar hann í harðorðum pistlinum.Fullyrðir vísindalegar sannanir Haukur Magnússon, sem framleiðir lúpínuseyði eftir uppskrift Ævars, hefur einnig svarað grein Sifjar. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu þann 24. mars síðastliðinn segist hann sjaldan hafa lesið aðra eins grein og Sifjar. „Er þetta virkilega texti eftir blaðamann eða rithöfund í sæmilegu jafnvægi? Það er ekki nokkur leið að sjá það,“ skrifaði Haukur. „Lýsingar hennar og skoðanir á flokknum „óhefðbundnar lækningar“ geta svo varla flokkast undir annað en hatur og heift – þvílíkur orðaforði sem þarna er viðhafður af manneskju, sem byrjaði á því að kvarta undan orðasóðaskap annarra,“ skrifar hann í greininni. Haukur spyr einnig hjá hversu mörgum krabbameinssjúklingum hafi bati látið á sér standa í hefðbundinni lyfjameðferð. Þá veltir hann því upp hversu mörgum hafi liðið betur í baráttunni við krabbamein eftir neyslu lúpínuseyðis. Þá fullyrðir hann fyrir liggi að lúpínuseyðið styrki ónæmiskerfið. „Ágætt að það komi hér fram, að vísindalegar sannanir liggja fyrir því að lúpínuseyðið styrkir ónæmiskerfið,“ skrifar hann.Óáreiðanlegar rannsóknir Lengi hefur verið deilt um virkni og gagnsemi lúpínuseyðis. Vísindavefur Háskóla Íslands birti umfjöllun um málið árið 2003 og vitnaði þá í rannsókn sem var gerð um tíu árum fyrr, í kringum 1993. Í rannsókninni voru send sýni af lúpínuseyði og lúpínurót til lyfjafræðideildar Chicago-háskóla til að kanna hugsanleg áhrif á tólf tegundir krabbameinsfrumna í ræktun. „Þær rannsóknir sýndu ekki bein áhrif ákrabbameinsfrumur,“ segir á Vísindavefnum um rannsóknirnar. Á vefnum er einnig vísað í rannsókn Hjartaverndar og Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði á lúpínuseyði. Sú rannsókn sýndi að neysla á lúpínuseyði örvaði starfsemi í beinmerg þar sem framleiðsla á blóðfrumum og mörgum frumum ónæmiskerfisins fer fram auk þess sem fjöldi svokallaðra T-drápsfruma jókst hjá þeim einstaklingum sem höfðu minna af slíkum frumum. Hvorug rannsóknin var hins vegar birt en í þeirri íslensku þóttu þátttakendur ekki nógu margir til að rannsóknin væri marktæk. Tengdar fréttir Að alast upp með níðingum Sif Sigmarsdóttir, rithöfundur og fastur penni Fréttablaðsins, upplýsti alþjóð um það í grein sem birtist í blaðinu þann sjötta mars sl. að faðir minn, Ævar Jóhannesson, væri níðingur svipaðrar tegundar og Nígeríusvindlarar eða þá þeir sem standa fyrir píramídasvindli. 2. apríl 2015 11:00 Var Ævar Jóhannesson níðingur? Ég hef sjaldan lesið aðra eins grein og birtist í Fréttablaðinu föstudaginn 6. mars og er skrifuð af Sif Sigmarsdóttur. Greinin fer af stað með sympatískum hætti um óléttu rithöfundar. Er ástæða til að óska henni til hamingju með þá upplifun. 24. mars 2015 07:00 Sölumenn snákaolíu eru níðingar Dagurinn sem ég pissaði á prik hefði átt að vera dagur jákvæðra strauma og hamingjuóska. Til stóð að skála í einhverju óáfengu. En svo gerðist dálítið skrýtið. 6. mars 2015 07:00 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Gagnsemi lúpínuseyðis er orðið að hitamáli og segja má að ritdeila standi á milli Sifjar Sigmarsdóttur, pistlahöfundar í Fréttablaðinu, og þeirra sem trúa á mátt lúpínujurtarinnar. Deilurnar eiga rætur í pistli sem Sif skrifaði í Fréttablaðið 6. mars síðastliðinn undir titlinum „Sölumenn snákaolíu eru níðingar“.Ekki betri en nígeríusvindlarar Í pistlinum rifjar Sif upp þegar hún var unglingur og fór með öldruðum konum í fjölskyldunni sinni að sækja lúpínuseyði til manns sem bruggaði það heima hjá sér og afhenti fólki ókeypis. „Seyðið átti að vera heilsudrykkur, nánast allra meina bót,“ skrifaði hún en bætti við að batinn hafi látið á sér standa. Vísar hún þar til Ævars Jóhannessonar sem hefur bruggað lúpínuseyði frá 1988. „Þegar ég ók með gömlu konunum heim til mannsins með lúpínuseyðið velti ég oft fyrir mér hvort ísbíltúr hefði ekki verið ráðlegri. Ísinn var sannarlega ánægjulegra að innbyrða en rammt seyðið. Og konurnar hefðu kannski getað gleymt kvillum sínum um stund í stað þess að velta sér upp úr þeim allan bíltúrinn,“ skrifaði Sif í pistilinn sem endaði á því að sölumenn óhefðbundinna meðferða séu ekkert betri en Nígeríusvindlarar, píramídasvikarar, heldur óbreyttir þjófar.Sonurinn svarar Sonur Ævars, Þórarinn, svaraði grein Sifjar 2. apríl síðastliðinn. Greinin birtist undir titlinum „Að alast upp með níðingum“ en þar segir hann föður sinn hafa dreymt skýran draum um lúpínuseyði. „Í draumnum kom fram uppskrift og aðferð við að sjóða jurtaseyði og fylgdi með að þetta seyði ætti að geta gert eitthvert gagn. Verandi níðingur, þá var ekkert annað í stöðunni en að safna saman þeim jurtum sem fram komu í draumnum og prófa þetta,“ skrifar Þórarinn. „Það að draga saman í einn dilk alla þá fjölmörgu aðila sem koma að óhefðbundnum lækningum og kalla þá níðinga lýsir í besta falli dómgreindarleysi, hroka og fáfræði,“ skrifar hann í harðorðum pistlinum.Fullyrðir vísindalegar sannanir Haukur Magnússon, sem framleiðir lúpínuseyði eftir uppskrift Ævars, hefur einnig svarað grein Sifjar. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu þann 24. mars síðastliðinn segist hann sjaldan hafa lesið aðra eins grein og Sifjar. „Er þetta virkilega texti eftir blaðamann eða rithöfund í sæmilegu jafnvægi? Það er ekki nokkur leið að sjá það,“ skrifaði Haukur. „Lýsingar hennar og skoðanir á flokknum „óhefðbundnar lækningar“ geta svo varla flokkast undir annað en hatur og heift – þvílíkur orðaforði sem þarna er viðhafður af manneskju, sem byrjaði á því að kvarta undan orðasóðaskap annarra,“ skrifar hann í greininni. Haukur spyr einnig hjá hversu mörgum krabbameinssjúklingum hafi bati látið á sér standa í hefðbundinni lyfjameðferð. Þá veltir hann því upp hversu mörgum hafi liðið betur í baráttunni við krabbamein eftir neyslu lúpínuseyðis. Þá fullyrðir hann fyrir liggi að lúpínuseyðið styrki ónæmiskerfið. „Ágætt að það komi hér fram, að vísindalegar sannanir liggja fyrir því að lúpínuseyðið styrkir ónæmiskerfið,“ skrifar hann.Óáreiðanlegar rannsóknir Lengi hefur verið deilt um virkni og gagnsemi lúpínuseyðis. Vísindavefur Háskóla Íslands birti umfjöllun um málið árið 2003 og vitnaði þá í rannsókn sem var gerð um tíu árum fyrr, í kringum 1993. Í rannsókninni voru send sýni af lúpínuseyði og lúpínurót til lyfjafræðideildar Chicago-háskóla til að kanna hugsanleg áhrif á tólf tegundir krabbameinsfrumna í ræktun. „Þær rannsóknir sýndu ekki bein áhrif ákrabbameinsfrumur,“ segir á Vísindavefnum um rannsóknirnar. Á vefnum er einnig vísað í rannsókn Hjartaverndar og Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði á lúpínuseyði. Sú rannsókn sýndi að neysla á lúpínuseyði örvaði starfsemi í beinmerg þar sem framleiðsla á blóðfrumum og mörgum frumum ónæmiskerfisins fer fram auk þess sem fjöldi svokallaðra T-drápsfruma jókst hjá þeim einstaklingum sem höfðu minna af slíkum frumum. Hvorug rannsóknin var hins vegar birt en í þeirri íslensku þóttu þátttakendur ekki nógu margir til að rannsóknin væri marktæk.
Tengdar fréttir Að alast upp með níðingum Sif Sigmarsdóttir, rithöfundur og fastur penni Fréttablaðsins, upplýsti alþjóð um það í grein sem birtist í blaðinu þann sjötta mars sl. að faðir minn, Ævar Jóhannesson, væri níðingur svipaðrar tegundar og Nígeríusvindlarar eða þá þeir sem standa fyrir píramídasvindli. 2. apríl 2015 11:00 Var Ævar Jóhannesson níðingur? Ég hef sjaldan lesið aðra eins grein og birtist í Fréttablaðinu föstudaginn 6. mars og er skrifuð af Sif Sigmarsdóttur. Greinin fer af stað með sympatískum hætti um óléttu rithöfundar. Er ástæða til að óska henni til hamingju með þá upplifun. 24. mars 2015 07:00 Sölumenn snákaolíu eru níðingar Dagurinn sem ég pissaði á prik hefði átt að vera dagur jákvæðra strauma og hamingjuóska. Til stóð að skála í einhverju óáfengu. En svo gerðist dálítið skrýtið. 6. mars 2015 07:00 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Að alast upp með níðingum Sif Sigmarsdóttir, rithöfundur og fastur penni Fréttablaðsins, upplýsti alþjóð um það í grein sem birtist í blaðinu þann sjötta mars sl. að faðir minn, Ævar Jóhannesson, væri níðingur svipaðrar tegundar og Nígeríusvindlarar eða þá þeir sem standa fyrir píramídasvindli. 2. apríl 2015 11:00
Var Ævar Jóhannesson níðingur? Ég hef sjaldan lesið aðra eins grein og birtist í Fréttablaðinu föstudaginn 6. mars og er skrifuð af Sif Sigmarsdóttur. Greinin fer af stað með sympatískum hætti um óléttu rithöfundar. Er ástæða til að óska henni til hamingju með þá upplifun. 24. mars 2015 07:00
Sölumenn snákaolíu eru níðingar Dagurinn sem ég pissaði á prik hefði átt að vera dagur jákvæðra strauma og hamingjuóska. Til stóð að skála í einhverju óáfengu. En svo gerðist dálítið skrýtið. 6. mars 2015 07:00