Innlent

Líðan mannsins sem slasaðist í Hveragerði eftir atvikum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Atvikið átti sér stað í Hveragerði um klukkan hálf þrjú í gær
Atvikið átti sér stað í Hveragerði um klukkan hálf þrjú í gær vísir/vilhelm
Maðurinn sem slasaðist í gær þegar farmur flutningabíls féll á hann er vakandi og líðan hans eftir atvikum. Hann er á gjörgæslu á Landspítalanum í Fossvogi en óljóst er hvenær hann verður útskrifaður.

Atvikið átti sér stað í Hveragerði um klukkan hálf þrjú í gær. Lögregla hefur litlar upplýsingar getað veitt um slysið, en rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn málsins auk þess sem Vinnueftirlit Suðurlands hefur verið kallað til.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×