Innlent

30 milljónir hlægilegt verð fyrir sumarbústað Bjarkar

Jakob Bjarnar skrifar
Fréttir af því að sumarbústaður Bjarkar við Þingvallavatn sé til sölu hafa nú ratað í breska fjölmiðla.
Fréttir af því að sumarbústaður Bjarkar við Þingvallavatn sé til sölu hafa nú ratað í breska fjölmiðla.
Daily Mail, einhver víðlesnasti fréttavefur heims, hefur tekið til umfjöllunar það að Björk Guðmundsdóttir söngkona hefur sett sumarbústað sinn við Þingvallavatn á sölu.

Fréttir þess efnis hafa ratað í íslenska fjölmiðla, og þær hafa reyndar undið uppá sig með þeim hætti að Ellý Ármanns eigandi og ritstjóri Fréttanetsins hefur sakað Mörtu Maríu á mbl.is um að stela fréttum sínum af málinu. Daily Mail lætur sig það engu skipta og vitnar hvorki í Ellý né Mörtu.

Bretum þykir þetta hlægilegt verð sem Björk fer fram á fyrir sumarbústaðinn.
Umfjöllunin Daily Mail er ítarleg og ríkulega myndskreytt. Miðillinn notar tækifærið og fjallar um forræðisdeilu Bjarkar og barnsföður hennar, listamannsins Matthew Barney.

Uppslátturinn er undir fyrirsögninni:„Own Björk's Hidden Place! Singer puts her isolated Icelandic abode up for sale... with an asking price of JUST £140,000”

Sem sagt, leyniathvarf Bjarkar er til sölu og verðið þykir Bretum hlægilegt: Aðeins 140 þúsund pund, sem eru tæpar 30 milljónir íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×