Innlent

Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Biskupstungnabraut var lokað vegna slyssins og er myndin tekin þar fyrr í kvöld.
Biskupstungnabraut var lokað vegna slyssins og er myndin tekin þar fyrr í kvöld. Vísir/Óli Kr.
Bílvelta varð á Biskupstungnabraut skammt vestan við Sogið á níunda tímanum í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi voru sex í bílnum. Tveir voru fluttir alvarlega slasaðir á Landspítalann í Fossvogi og fjórir á sjúkrahúsið á Selfossi með minniháttar meiðsl.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór á móti sjúkrabílnum og var einn fluttur með þyrlunni til Reykjavíkur.

 

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að fljúgandi hálka sé á veginum þar sem bílveltan varð en lögreglumenn eru enn að störfum á vettvangi og því ekkert hægt að segja til um tildrög slyssins að svo stöddu. Biskupstungnabraut hefur verið lokað vegna slyssins.

Engar upplýsingar fengust um líðan þeirra sem fluttir voru á Landspítalann þegar leitast var eftir því.

Slysið varð á Biskupstungnabraut skammt vestan við Sogið.Mynd/Loftmyndir.is

Fólksbifreið valt á Biskupstungnabraut vestan við Sogið um kl. 20:30 í kvöld. 6 manns voru í bifreiðinni. Lö...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Thursday, 9 April 2015


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×