Var blindur á eineltið sem hann beitti skólafélaga Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 9. apríl 2015 07:30 „Í gamla daga var þetta ómeðvituð hegðun en nú erum við upplýstari og getum komið í veg fyrir að svona hlutir gerist," segir Magnús Stefánsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Það var þegar ég var að vinna heimildarmynd um Pál Óskar sem ég reif ofan af gömlu sári í sálinni á mér. Sárið var ég með vegna þess hvernig ég kom fram gagnvart æskufélögum mínum.“ Þetta segir Magnús Stefánsson, framkvæmdastjóri Marita-fræðslunnar, en hann er ásamt Páli Óskari Hjálmtýssyni meðal frummælenda á fundi samtakanna Náum áttum um einelti, úrræði og forvarnir í næstu viku. Magnús talar þar sem gerandi. „Frá því að ég var 11 ára og þar til grunnskóla lauk beitti ég skólafélaga mína líkamlegu ofbeldi, í mismiklum mæli þó. Ég var meira að segja svo kræfur gagnvart einum að foreldrar hans tóku þá ákvörðun að láta hann ljúka námi á öðrum stað en við bjuggum í litlu plássi úti á landi,“ greinir Magnús frá. Hann kveðst hafa hegðað sér svona í miklum ótta og einangrun, eins og hann orðar það. „Það er oft talað um einangrun þolenda en ég sem gerandi upplifði mikla einangrun. Mér fannst ég þurfa að viðhalda ákveðnu mynstri til að halda þeim völdum sem ég taldi mig hafa náð. Ég átti hins vegar fáa alvöruvini og fann hvorki fyrir velvild né samþykki skólafélaganna.“ Magnús segist í raun vera talandi dæmi um niðurstöður erlendrar rannsóknar sem gaf sterklega til kynna að gerendur eineltis héldu áfram rangri hegðun sinni. „Í þessari rannsókn var gerendum ofbeldis í sjötta til níunda bekk fylgt eftir. Þegar þeir voru orðnir 24 ára höfðu 35 til 40 prósent þeirra verið ákærð fyrir þrjú brot eða fleiri. Sjálfur fór ég á kaf í eiturlyfjaneyslu. Að leggja aðra í einelti er afar röng hegðun. Maður er þá í raun líka að brjóta á sjálfum sér og það er mikil hætta á að maður haldi áfram að hegða sér rangt. Maður þykist vita allt en er blindur á þetta sem unglingur og ungur maður. Það var ekki fyrr en ég varð edrú sem það fór að flettast ofan af þessum hluta æskuáranna.“ Það er erfitt og sársaukafullt að horfast í augu við rangar gerðir sínar á unglingsárunum, að sögn Magnúsar. „Við þurfum að hafa í huga að kannski stöndum við eftir 10 ár andspænis þeim sem við brutum á, kannski þegar sótt er um vinnu.“ Í tengslum við Marita-fræðsluna, sem er verkefni sem fræðir börn, unglinga, foreldra og fleiri um skaðsemi fíkniefna og annað, stóð Magnús allt í einu andspænis einum þeirra sem hann lagði í einelti. „Þetta var sá sem fékk að kenna svo mikið á mér að hann varð að fara í annan skóla. Hann var orðinn lögreglumaður og kom að verkefninu. Þarna þurfti ég að horfast í augu við hvernig ég hafði komið fram við hann og ég bað hann afsökunar á rangri hegðun minni. Hann var nægilega mikill maður til að fyrirgefa mér. Í gamla daga var þetta ómeðvituð hegðun en nú erum við upplýstari og getum komið í veg fyrir að svona hlutir gerist.“Hvað er Marita-fræðslan?Forvarnarfélagið „Hættu áður en þú byrjar“ heldur úti Marita-fræðslunni sem er verkefni sem fræðir börn, unglinga og foreldra þeirra um skaðsemi fíkniefna o.fl.Marita-fræðslan fræðir einnig starfsmenn skóla og fyrirtækja um sömu mál.Starfið hefur verið í gangi síðan árið 1998 en Magnús Stefánsson tók við Marita árið 2000.Marita-fræðslan fór með fræðslu í 64 skóla á síðasta skólaári og hélt í þessum skólum 211 fræðslufundi.Fræðslan dregur heiti sitt af nafni norskrar stúlku, Marita, sem lést af völdum eiturlyfja 23 ára gömul. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
„Það var þegar ég var að vinna heimildarmynd um Pál Óskar sem ég reif ofan af gömlu sári í sálinni á mér. Sárið var ég með vegna þess hvernig ég kom fram gagnvart æskufélögum mínum.“ Þetta segir Magnús Stefánsson, framkvæmdastjóri Marita-fræðslunnar, en hann er ásamt Páli Óskari Hjálmtýssyni meðal frummælenda á fundi samtakanna Náum áttum um einelti, úrræði og forvarnir í næstu viku. Magnús talar þar sem gerandi. „Frá því að ég var 11 ára og þar til grunnskóla lauk beitti ég skólafélaga mína líkamlegu ofbeldi, í mismiklum mæli þó. Ég var meira að segja svo kræfur gagnvart einum að foreldrar hans tóku þá ákvörðun að láta hann ljúka námi á öðrum stað en við bjuggum í litlu plássi úti á landi,“ greinir Magnús frá. Hann kveðst hafa hegðað sér svona í miklum ótta og einangrun, eins og hann orðar það. „Það er oft talað um einangrun þolenda en ég sem gerandi upplifði mikla einangrun. Mér fannst ég þurfa að viðhalda ákveðnu mynstri til að halda þeim völdum sem ég taldi mig hafa náð. Ég átti hins vegar fáa alvöruvini og fann hvorki fyrir velvild né samþykki skólafélaganna.“ Magnús segist í raun vera talandi dæmi um niðurstöður erlendrar rannsóknar sem gaf sterklega til kynna að gerendur eineltis héldu áfram rangri hegðun sinni. „Í þessari rannsókn var gerendum ofbeldis í sjötta til níunda bekk fylgt eftir. Þegar þeir voru orðnir 24 ára höfðu 35 til 40 prósent þeirra verið ákærð fyrir þrjú brot eða fleiri. Sjálfur fór ég á kaf í eiturlyfjaneyslu. Að leggja aðra í einelti er afar röng hegðun. Maður er þá í raun líka að brjóta á sjálfum sér og það er mikil hætta á að maður haldi áfram að hegða sér rangt. Maður þykist vita allt en er blindur á þetta sem unglingur og ungur maður. Það var ekki fyrr en ég varð edrú sem það fór að flettast ofan af þessum hluta æskuáranna.“ Það er erfitt og sársaukafullt að horfast í augu við rangar gerðir sínar á unglingsárunum, að sögn Magnúsar. „Við þurfum að hafa í huga að kannski stöndum við eftir 10 ár andspænis þeim sem við brutum á, kannski þegar sótt er um vinnu.“ Í tengslum við Marita-fræðsluna, sem er verkefni sem fræðir börn, unglinga, foreldra og fleiri um skaðsemi fíkniefna og annað, stóð Magnús allt í einu andspænis einum þeirra sem hann lagði í einelti. „Þetta var sá sem fékk að kenna svo mikið á mér að hann varð að fara í annan skóla. Hann var orðinn lögreglumaður og kom að verkefninu. Þarna þurfti ég að horfast í augu við hvernig ég hafði komið fram við hann og ég bað hann afsökunar á rangri hegðun minni. Hann var nægilega mikill maður til að fyrirgefa mér. Í gamla daga var þetta ómeðvituð hegðun en nú erum við upplýstari og getum komið í veg fyrir að svona hlutir gerist.“Hvað er Marita-fræðslan?Forvarnarfélagið „Hættu áður en þú byrjar“ heldur úti Marita-fræðslunni sem er verkefni sem fræðir börn, unglinga og foreldra þeirra um skaðsemi fíkniefna o.fl.Marita-fræðslan fræðir einnig starfsmenn skóla og fyrirtækja um sömu mál.Starfið hefur verið í gangi síðan árið 1998 en Magnús Stefánsson tók við Marita árið 2000.Marita-fræðslan fór með fræðslu í 64 skóla á síðasta skólaári og hélt í þessum skólum 211 fræðslufundi.Fræðslan dregur heiti sitt af nafni norskrar stúlku, Marita, sem lést af völdum eiturlyfja 23 ára gömul.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira