Innlent

Verkfallið hafði víðtæk áhrif um land allt

Verkfall félagsmanna BHM í dag hafði víðtæk áhrif á vinnustaði um land allt. Rúmlega tvö þúsund manns mættu á samstöðufund í hádeginu þar sem skora­ð var á stjórn­völd að for­gangsraða í þágu þekk­ing­ar og meta mennt­un til launa. 

Langflestir þeirra sem eru í verkfalli starfa á Landspítalanum og hefur þurft að fresta tugum aðgerða og rannsókna. Á Selfossi lögðu félagsmenn BHM niður störf á slaginu tólf auk þess sem raskanir hafa orðið á starfsemi sjúkrahússins á Akureyri.

Hljóðfæraleikarar í sinfóníuhljómsveit Íslands munu í kvöld fresta tónleikum í fyrsta sinn í 65 ára sögu hljómsveitarinnar. Eistneski hljómsveitarstjórinn Olari Elts var sérstaklega kominn hingað til lands til stjórna tónleikunum. 

Þórhildur Þorkelsdóttir tók púlsinn á félagsmönnum BHM í dag eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×