Fleiri fréttir

Hjón frá Eþíópíu sáust fyrst í strætó á Íslandi

Haile Kebede kom til Íslands til þess að afla sér sérfræðiþekkingar í jarðhitafræðum svo hann gæti miðlað af þekkingu sinni heima í Eþíópíu. Tsgie Yirga frétti af Íslandi hjá trúboðum. Þau kynntust hér og settust hér að barna sinna vegna.

Leit hætt

Leit var hætt í Landmannalaugum í gærkvöldi að Nathan Foley-Mendelssohn, bandarískum ferðamanni sem ekkert hefur spurst til síðan 10. september síðastliðinn.

Nýr forstjóri kynntur í dag

Búist er við því að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra tilkynni um nýjan forstjóra Landspítalans í dag.

Íhuga að loka á verslunina Kost

Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogs íhugar að veita verslunni Kosti áminningu og stöðva reksturinn vegna "vanmerktrar matvöru“.

Uppdrættir að bönkum séu trúnaðarmál

Arion banki sendi erindi til allra sveitarfélaga þar sem bankinn er með útibú, þar sem farið er fram á að uppdrættir að húsnæði útibúanna séu ekki afhentir þriðju aðilum.

Sala á lambakjöti féll eftir hrunið á Íslandi

Sala á kindakjöti; lamba- og ærkjöti, snarminnkaði eftir hrun. Forsvarsmaður sauðfjárbænda segir markaði erlendis bæta það upp. Að sögn framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu er neyslumynstur breytt. Í kreppu láti dýrari vara undan.

Hefja viðræður um sameiningu

Bæjarstjórn Akraness hefur falið Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra að taka upp sameiningarviðræður.

Viktor Örn matreiðslumaður ársins

Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumaður hjá Bláa lóninu, er matreiðslumaður ársins 2013 en úrslitakeppnin fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi í dag.

Hent út af Hátíð vonar

"Þetta var eiginlega bara félagsleg tilraun hjá mér. Mig langaði að sjá hvernig þeir myndu koma fram við mig og þeir hentu mér bara út,“ segir þungarokkarinn Sigurboði Grétarsson, en hann gerði sér ferð á Hátíð vonar í Laugardalshöllinni í dag.

"Fæ vonandi að gera fleiri myndir“

Benedikt Erlingsson bjóst ekki við að hljóta verðlaun sem besti nýi leikstjórinn á San Sebastián kvikmyndahátíðinni á Spáni í gærkvöldi.

Fjölbreytileiki í Laugardalnum

Í Laugardalnum um helgina var dagskrá fyrir bjór og skemtanaþyrsta, kristna, samkynhneigða, gagnkynhneigða og fleiri. Þar voru nefnilega haldnar þrjár stórar, en ólíkar, hátíðir.

Leit engan árangur borið

Vel á annað hundrað manns hafa í dag leitað að bandarískum ferðamanni sem ekkert hefur spurst til í tæpar þrjár vikur. Fjölskylda mannsins leigði þyrlu til að aðstoða við leitina, sem hefur engan árangur borið.

Glæpagengi nota Twitter í auknum mæli

Pólitískir öfgahópar, glæpamenn og gengi notfæra sér Twitter í auknum mæli til að koma skilaboðum sínum á framfæri, auglýsa varning sinn eða leita eftir nýjum meðlimum.

Ekkert spurst til Mendelssohns í 19 daga

Björgunarsveitarmenn leita í dag á svæðinu á milli Landmannalauga og Álftavatns að bandarískum ferðamanni sem ekkert hefur spurst til síðan 10 september.

Brotthvarf Björns Zoëga afar slæm tíðindi

"Ég sé ekki að mannabreytingar eða að ráða nýjan forstjóra muni breyta eða bæta hag spítalans, alls ekki,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands.

Segir enga spennu á milli hátíðanna

"Það var einhver aktívismi í gangi fyrir framan Laugardalshöllina en það var ekkert á okkar vegum. Við héldum bara okkar eigin hátíð á okkar vegum í Þróttaraheimilinu," segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna '78. Þessa stundina er fullt út úr dyrum á Hátíð vonar í Laugardalshöllinni.

"Umræða um grænmetisætur einkennist af vanþekkingu“

Það verður að taka tillit til mismunandi lífstíls fólks í nútímasamfélagi. Þetta segir móðir þriggja ára drengs, sem neitað er um grænmetisrétti í leikskóla í Kópavogi. Varaformaður samtaka grænmetisæta sakar bæjaryfirvöld um fordóma. Þórhildur Þorkelsdóttir

Steinunn segir umræðu um dóm Hæstaréttar á villigötum

Umræðan um dóm Hæstaréttar sem féll í vikunni í máli þrotabús Landsbankans hefur verið á villigötum. Ekki er hægt draga þá ályktun af honum að þrotabú föllnu bankanna þurfi að greiða kröfuhöfum í íslenskum krónum. Þetta segir Steinunn Guðbjartsdóttir hæstaréttarlögmaður sem stýrir slitastjórn Glitnis.

Leitin ekki enn borið árangur

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita enn bandaríska ferðamannsins, Nathans Foley-Mendelssohns, sem sást síðan þann 10. september síðastliðinn.

Fjölmenn slysa- og björgunaræfing fór fram í dag

Slysa- og björgunaræfing fór fram á Ísafjarðarflugvelli á vegum Ísavía, almannavarna og annarra viðbragðsaðila í morgun. Æfingin var liður í að samhæfa björgunaraðgerðir ef til flugslyss kemur.

Nauðsynlegt að hagræða um tugi milljarða króna

Vigdís Hauksdóttir fer yfirleitt ekki í grafgötur með skoðanir sínar en óhætt er að segja að hún sé með áhrifamestu þingmönnum Framsóknarflokksins. Hún er formaður fjárlaganefndar þar sem tekist er á um útgjöld og tekjustofna ríkissjóðs á Alþingi, situr í

Hlýnunin ótvírætt mannanna verk

Niðurstaðan er afdráttarlaus og leiðtogar heimsins verða að bregðast tafarlaust við, voru skilaboð Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í ræðu eftir að Vísindanefnd SÞ um loftslagsbreytingar hafði kynnt niðurstöður sínar í Stokkhólmi í gær. Ki-moon boðar neyðarfund á næsta ári á vegum SÞ.

Miklar öfgar í allri umræðunni

Miklar öfgar í allri umræðunni Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, segir algerlega vanhugsað hjá ríkisstjórninni að slíta aðildarviðræðunum við ESB. Hún er í nýju starfi innan Samtaka atvinnulífsins og kveðst frjálsari þar en í landsmálunum.

Sjá næstu 50 fréttir